Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 4
og getur það vonandi orðið fyrri partinn í október. Eru allir félagsmenn, sem vilja eignast bækur fyrra árs, beðnir að senda til okkar pantanir hið allra fyrsta. Bækurnar eru ekki endur- prentaðar í hærra upplagi en það, að þær geta auðveldlega selzt upp á skömmum tíma. Er þá leiðinlegt, að elztu félags- mennirnir fari á mis við þær. Tvær sögur eftir John Galsworthy, enska Nobelsverðlaunaskáldið, varð önnur bók félagsins í ár. Við höfðum gert ráð fyrir riti Björns Franzsönar um efnis- heiminii i ágúst, en urðum að skipta um röð á bókunum, vegna þess að höfundinum vannst ekki tími lil að ljúka verkinu svo snemma. Nafn Galsworthys er fjölda mörgum kunnugt hér á landi, og eru fáir enskir rithöfundar, sem meira hafa verið lesn- ir hér síðustu árin af þeim, sem geta notið ritverka hans á frum- málinu. Við vorum svo heppnir að fá Boga Ólafsson, ensku- kennara við Menntaskólann, til að velja handa okkur tvær af beztu smásögum Galsworthys, er hann hefir snúið á íslenzku. En Bogi Ólafsson er, eins og kunnugt er, einkar snjall þýð- andi, þarf ekki annað en minna á Bakteríuveiðar, er Þjóð- vinafélagið gaf út í þýðingu hans. Rit Björns Franzsonar er ennþá ekki fullsamið, en langt komið. Efnið er afar um- fangsmikið og höfundurinn sérstaklega vandvirkur, og honum var ekki einu sinni ætlað fullt ár til samningar bókarinnar. Ég held ])að megi fullvissa félagsmenn um, að hér er merki- legt ril á ferðinni, sem borgar sig að bíða eftir einum til tveim mánuðum lengur. Það er varla til skemmtilegra efni, þegar vel er farið með það, heldur en lýsingar á þeim niðurstöðum, sem vísindi nútímans hafa komizt að uin efnisheiminn. Bókin verð- ur allslór, yfir 200 hlaðsiður í sama broti og Rauðir pennar, með nokkrum teikningum. Rauða penna IV verður reynt að gera sem allra bezt úr garði. Þeir verða eins að frágangi og svipaðir að stærð og i fyrra, en efnið verður fjölbreyttara og allmargir nýir höfundar, sem skrifa í þá. Einn frægasti kvæðaflokkurinn, sem til er í enskum bókmentum, Ballad of Reading Goale eftir Oscar Wilde, birtist þar allur i heild i íslenzkri þýðingu eftir Magnús Ásgeirsson. Þetta listaverk eitt 2

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.