Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Page 9
Terk lcemst af stað, er ekki of mikið að gera ráð fyrir einni
bók á ári.
Almenn fræðirit.
Þá væri ekki nema um tvær bækur að ræða árlega fyrir öll
þau efni, sem eftir eru, náttúrufræði, uppeldisfræði, heimspeki
o. s. frv. I flestum þessum greinum eru engin alþýðleg fræði-
rit til. Heimspekin er þar undantekning. Þar eru til bækur
Ágústs H. Bjarnasonar, Yfirlit yfir sögu mannsandans, sem áttu
miklum vinsældum að fagna. En það, sem einmitt er tilfinnan-
legast, þegar litið er yfir íslenzkan bókakost, er vöntun á grund-
vallarritum almennrar þekkingar. Við eigum ekki kost á neinni
útsýn yfir heiminn, þróun vísindanna, sögu mannkynsins, strauma
og stefnur í bókmenntum og listum. Okkur vantar allstaðar yfir-
lit og heildarsjónarmið. Það hefir verið komið við á hinum og
•öðrum stöðum, tekið fyrir eitt og eitt efni, þýdd einstök rit,
•en allt valið er af handahófi. Aldrei hefir verið komið upp
samfelldri skipulegri starfsemi með alhliða menntun þjóðarinn-
ar fyrir augum. Það væri ekki sízt þörf, að reyna að bæta eitt-
hvað úr þessu.
Stærri rit í framhaldsútgáfu.
Með því verki, sem hafið er með samningu rits Björns Franz-
sonar um efnisheiminn, hugsar Mál og menning sér einmitt að
gefa almenningi lieildaryfirlit yfir skilning nútíma vísinda á
náttúrunni og manninum. Við höfum næst gert ráð fyrir hók,
er tæki við af riti Björns og lýsti þróun lifsins á jörðunni. Ef
þessar bækur heppnast vel, þá trúi ég ekki öðru en þær verði
vinsælar meðal almennings, því að þær koma einmitt inn á þau
svið, sem hugurinn er allt af að sveima um.
Alfræðirit.
Við getum samt ekki verið ánægðir með þetta eitt. Við þurf-
um að fá önnur og fleiri heildarrit. Eitt af þvi, sem allar menn-
ingarþjóðir eiga, er alfræðirit (leksikon). Þar er saman kominn
allur nauðsynlegur fróðleikur. Góðar alfræðibækur eiga að geta
veitt manni fræðslu um allt, ekkert þarf annað en fletta upp
eftir stafrófsröð því, sem mann langar að vita í hvert skipti.
Við höfum hugsað nokkuð um, hvort Mál og menning gæti ráð-
izt í útgáfu sliks riis. Það kæmi varla að fullu gagni minna en
sex bindi, 400—600 blaðsiður hvert bindi, og þyrfti að koma
út eitt bindi á ári, svo að ekki liði of langur tími á milli. Þetta
7