Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 11
og menning að hefja útgáfu einlivers grundvallarrits, sem hefir varanlegt gildi fyrir almenning. Kemur þá til greina eilt þeirra heildarrita, sem ég hefi nefnt. Þau kosla hvert um sig allmik- inn undirbúning, varla minni en tveggja ára. Vœri þvi nauð- synlegt að ákveða á þessu ári, hvaða verk Mál og nienning vill velja til útgáfunnar. Stjórn félagsins þætti það miklu skipta, ef hægt væri að fá álit sem allra flestra félagsmanna um útgáfu- valið, og hefir þetta mál því verið rakið hér sem itarlegast. Geta félagsmenn þvi frekar lagt dóm sinn á það og valið á milli þeirra möguleika, sem eru fyrir liendi. í samræmi við það, sem að framan er sagt, geium við hugsað okkur, að hin árlega út- gáfustarfsemi skiptist eftir efnisflokkum eittlivað á þessa leið: 1) Rauðir pennar, menningarlegt ársrit. 2) skáldsaga eftir No- belsverðlaunahöfund. 3) erlent eða innlent skáldrit, æfisaga, eða annað verk fagurfræðilegs efnis. 4) islenzkt fræðirit úr sögu, bókmenntum eða tungu þjóðarinnar. 5) almennt fræði- rit úr náttúrufræði, heimspeki, uppeldisfræði o. fl. 6) vandað heildarrit, er veitir grundvallarþekkingu og kemur út í nokkr- um bindum. Þetta er miðað við það, að útgáfan sé komin i til- tölulega fast form. Það er erfiðast að koma skipulagi á starfið í byrjun, hafa nægar hækur úr að velja í hverri grein, geta haft aðra til, þó ein bregðist o. s. frv. Ennfremur er vafamál, hvort rétt er að einskorða sig við mjög fast form bæði i efnisskipun og tölu bókanna. Það ge.tur komið eitthvert ár einhver sér- staklega merkileg bók, sem þykir sjálfsagt, að Mál og menn- ing gefi út, og hún getur verið svo stór, að hún kosti eins mik- ið í útgáfu og tvær tíu arka bækur félagsins. Tímarit Máls og menningar. Þá vil ég aðeins víkja að tímariti Máls og menningar. Heftið, sem nú fylgir ókeypis með bókum félagsins, lítum við á sem drög að stærra tímariti, er komi út reglulega annan hvern mán- uð, þegar fast skipulag er komið á starfsémi Máls og menning- ar. Því er fyrst og fremst ætlað að vera vettvangur, þar sem mætast áhugamál útgáfustjórnarinnar og félagsmanna. Þar verða rædd jafnóðum öll verkefni félagsins. Þar eiga félagsmenn sjálf- ir að láta raddir sinar heyrast. Ennfremur er þetta tímarit tilvalinn staður fyrir bókafregnir og ritdóma um innlendar og erlendar bækur. En hlulverk þess getur orðið enn víðtæk- ara og falizt í því að standa á verði um menningu þjóðarinn- ar, hlúa að gömlum verðmætum, vekja máls á nýjum verkefn- um, styðja hvert nytsamt menningarmál. Þetta yrði langsam- 9

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.