Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Síða 12
lega fjöllesnasta tímaritið á landinu, gæli notið aðstoðar liinna ritfærustu manna, sem til eru í hverri grein, og haft sterk áhrif á framgang þeirra mála, er það tæki að sér að berjast fyrir. Myndun leshópa. Allt þetta höfum við viljað ræða við félagsmenn, hin miklu verkefni, sem liggja framundan, og þær þröngu takmarkanir, sem Mál og menning er háð með útgáfu aðeins sex hóka, er varla mega fara langt fram úr tiu örkum (160 bls.) til jafnaðar. Þá sést strax nauðsynin, að skipuleggja svo vel þessa starfsemi til margra ára, að hún geti komið alinenningi að sem alira mestu gagni. En það er líka önnur hlið, sem snýr að félags- mönnum sjálfum, fyrst og fremst að nota sér þær bækur, sem félagið gefur út, sem allra bezt, i öðru lagi að geta sjálfir orðið starfandi með í félaginu. Við liöfum lnigsað nokkuð um, hvernig þetta gæti hezt orðið. Með því að fá einlægt góðar hækur til lesturs, vaknar smám saman skilningur félagsmanna á því, sem vel er ritað. En þetta fer þó mikið eftir því, hvernig menn temja sér að lesa. Góðar bækur eru þannig, að það er ekki nóg að lesa þær einu sinni. Góðar bækur eiga að lesast oft, þvi betur njóta menn þeirra. Það er gagnslítið, að hlaupa einu sinni yfir þær, og minnast svo aldrei á þær framar. Það á ekki að vera þögn um bækur, er menn lesa. Það á að standa stríð um bækur. íslendingar liafa þannig um allar aldir lesið fslendingasögur sínar, deilt um persónur þeirra., Svona áhugi ætti enn að vera vakandi, og hann er hægt að örva. Félagar í Máli og menningu ættu einmitt að verða fyrirmynd annarra í þvi að njóta þess til fulls, er þeir iesa. Þeir ættu að verða lifandi áhugasamir les- endur. En sá áhugi þyrfti einmitt að fara saman við vakandi hugsun um starfsemi Máls og menningar. Ekkert er æskilegra en það, að félágsmenn gætu náð sem hezt með áhrif sín, tillög- ur og óskir til útgáfustjórnarinnar. En hvernig verður því bezt komið við? Það hafa borizt til okkar tillögur um það, að félags- menn mynduðu með sér eins konar leshópa, þar sem þeir ræddu sín í milli um hverja bók, sem út kemur, létu uppi álit sitt um bókavalið og starfsemi félagsins, kæmu fram með aðfinnslur, tillögur og óskir, skrifuðu í félagi til stjórnarinnar, leituðu upp- lýsinga um bækur o. s. frv. Er mjög líklegt, að þetta gæti glætt áhuga hvers einstaks fyrir félaginu og þroskað skilning félags- manna á þvi, er þeir lesa. Það myndi frekar verða úr því hjá svona hópum en einstaklingum, að þeir héldu sambandi við félagsstjórnina og bæru fram óskir og aðfinnslur. Þetta gæti ÍO

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.