Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Síða 14
Anna Borg hóf leikstarfsemi sína í Reykjavík, og ef hún hefði
haldið ])ar áfram, er ekki víst, að hún hefði skarað neitt sér-
staklega fram úr. En nú, þegar hún kom heim, eftir dvöl sína
í Danmörku, kom óðara í Ijós, að leikur hennar var ekki að-
eins miklu hetri, lieldur hreint og beint annarrar tegundar en
hinna heimaöldu leikenda. Með vandvirkri þjálfun og fullkomn-
unina sifellt fyrir augunum, að leiðarstjörnu, var lnin orðin
að þroskaðri leikkonu á Evrópu-mælikvarða. Hún hafði tileink-
að sér þá tækni, sem talin er sjálfsögð i erlendum leikhúsum
og fengið þá almennu og hókmenntalegu þekkingu, sem er nauð-
synlegt skilyrði þess að geta túlkað persónur á réttan og á-
hrifarikan hátt. Þegar lnin svo kom aftur fram á leiksviðið
í Iðnó, eftir að hafa fengið þessa skólun, hreif hún áhorfend-
urna umsvifalaust, eins og sjaldgæf opinberun.
Sérstalcúr fengur var þó að því, að sjó Paul Reumert. Hann
er óvenjnlega mikill leikari, fjölhæfur og slórhrotinn, enda tal-
inn einhver mikilhæfasti leikari á Norðurlöndum. Paul Reumert
er jafnvígur á allt svið mannlegra tilfinninga, allt frá dýpstu
örvæntingu til léttuslu gamansemi. Framsetningin er óvenjulega
Ijós, örugg og sterk. En það, sem gerir leik hans ógleymanleg-
an, er hinn mikilúðlegi pcrsónuleiki hans, hið óskilgreinanlega,
er gefur allri túlkuninni hið fíngerðasta líf.
Reumerts-hjónin sýndu íslenzkum leikhúsmálum mikla velvild
með komu sinni, og svo mikill er áhugi þeirra i þessum efn-
um, að þau gáfu Þjóðleikhúsinu ágóðann af sýningunum. Það
fé kann að hrökkva skammt til að fullgera þessa miklu bygg-
ingu, sem nú hefir staðið árum saman hálfgerð og tóm, sem
tákn þeirrar yfirborðsmennsku og tóinlætis, er rikt hefir í ís-
lenzkum menningarmálum að undanförnu. — En gjöf þessara
ágætu leikara her fyrst og fremst að skoða sem ákveðna hvatn-
ingu um að hefja leiklistina i þann virðingarsess, sem henni
ber hjá hverri menningarþjóð.
Gísli Ásmundsson.
Að endurreisa Þingvelli.
Þingvellir eru einstök töfraveröld. Þegar maður kemur niður
i gjána og útsýnin opnast yfir vellina, Blóskóga, fjallahringinn
og vatnið, þá er eins og maður sé kominn í æðra heim, — eða
er það aðeins hámark jarðneskrar fegurðar og tignar? Auk þess
sem Þingvellir eru hið mesta náttúruundur og augasteinn feg-
urðarinnar, ])á vill svo til að þeir eru í sterkari tengslum við
sögu þjóðarinnar en nokkur annar staður á landinu. Nú heyri
12