Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Page 15
eg minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu,
segir skáldið: hvergi eins og hér má heyra nið aldanna, í þús-
und ár voru Þingvellir hjartastaður íslenzkrar sögu eins og þeir
liljóta að vera höfuðstaður íslenzkrar náttúru um aldir.
Það er til marks um siðmenningu þjóða hverja umhyggju þær
bera fyrir minjum fortíðar sinnar. Sem dæmi um hvar við stönd-
um er það, að í sumar var svo komið, að Snorralaug í Reyk-
holti var orðin gryfja fyrir rusl og sorp. Ég vissi til að útlend-
um mönnum, sem komu af fjarlægum löndum til að skoða þess-
ar minjar um frægasta son íslands, var sýnd laugin i slíku ástandi,
unz einn gestkomandi maður á staðnum tók sig til og lireinsaði
úr henni sorpið. Líti maður á þá aðhlynningu, sem þjóðin veitir
Þingvöllum sem stendur, virðist ekki fremur ástæða til að gefa
okkur vottorð um hátt siðmenningarstig. Satt er það, einn mað-
ur hefur unnið á Þingvöllum hið nýtasta starf, umsjónarmaður
staðarins, Guðmundur Daviðsson. En því miður hefur starf lians
aðallega verið í því falið að freista þess að verja staðinn fyrir
siðmenningarskorti ákveðins hluta af þjóðinni. Sá andi hefur ráð-
ið Þingvölluxn undanfarin ár, að sæmilegu fólki hefur verið illa
vært á staðnum, aftur á móti hefur hann veiúð gerður að af-
drepi og griðastað fyrir fyllirafta og siðleysingja. Komið hefur
fyrir að alkóhólistar hafa haft staðinn á valdi sinu dögum sam-
fleytt með þeim éndemum að ekki munu þekkjast önnur slík af
skemmtunum manna þótt viða væri leitað. A einni slikri „skennnt-
un“ er það í minnum haft, að þálttakendurnir lágu eins og hrá-
viði til og frá um staðinn, örvita og ósjálfhjarga, mátti sjá suma
afvelta í flögum ulan við veginn, og reitlu félagar þeirra gras
af jörðinni og köstuðu til þeirra. Á hóteli staðarins er algengt
að sjá dauðadrukkið fólk slagsa aftur og fram eða liggja nær
dauða en lífi á gólfunum, ráðist er að borðum gesta, kvenna
ekki siður en karla, mcð drykkjuorgi, bölvi og klámi af fylli-
röftum, sem væru betur komnir á spítölum eða geðveikrahæl-
um en á almannafæri. Hinu svokallaða hóteli staðarins er helzt
líkjanda við vistarverur í fátækrahverfi, svo varla mun til vera
á íslandi fólk er býr við svo döpur kjör sem þann lxíbýlakost
sem gestum Þingvalla er ætlaður, — ég undantek ekki „pólana“
í Reykjavík.
En með því ekki er séð fyrir athvarfi handa venjulegu fólki,
sem lifir við almenn lífskjör og er ekki yfirfallið af alkóhólisma,
en staðui-inn í stöðugri hættu af þvi að vera hernuminn af sið-
leysingjum, drykkjurútum og skríl, má segja að Þingvellir séu
i svipinn lokað land. Að vísu liafa ferðaskrifstofur vorar enn
13