Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Síða 17
og áslæðum, opinberu, fé, jafnvel happdrætti, mætti tak- ast að lyfta Þingvöllum úr því siðleysi, sem er þar ráð- andi nú, og reisa þar þau minnismerki af mannahönd- um, sem væru staðnum samhoðin. Horsk þjóð mundi enn sem forðum sækja endurnýjungu í töfralandslagið við Öxará. Hér er verkefni fyrir unga hugsjónamenn af öllum flokkum, menn sem unna landi sínu, þjóð sinni og siðmenningu hennar: að lyfta okkar ódauðlegu Þingvöllum úr siðleysi og niðurtæg- ingu til nýrrar frægðar. H. K. L. Umsagnir um bækur: John Galsworthy: Tvær sögur. Enski rithöfunduiúnn John Galsworthy hefir hingað til verið lítt kunnur íslenzkum almenningi, og er það illa farið, því að skáldsögur hans og leikrit teljast til hins hezta í hrezkum bók- menntum á þessari öld. Nú hefir Mál og menning! tekizt á hend- ur að bæta úr þessum skorti, og gefur nú út tvær sögur eftir hann í þýðingu Boga Ólafssonar Menntaskólakennara. Báðar þessar sögur, „Swithin Forsyte“ og „Hinn fyrsti og síðasti", eru einkennandi fyrir höfundinn, og gefa góða hug- mynd um stíl hans og viðfangsefni. Önnur þeirra er og að því leyti eftirtektarverð, að þar minnist Galsworthy fyrst á Eorsyte- ættina, eða sex árum áður en fyrsta bókin kemur út í skáld- sagnaflokknum „The Forsyte Saga“ (Saga Forsyte-ættarinnar), sem talin er stórfenglegasta verk hans. Swithin Forsyte hefir öll séreinkenni ættarinnar i ríkum mæli. Hann er fyrirmyndar borgari, nokkuð harðdrægur í viðskiptum, þröngsýnn, fastheldinn við erfðavenjur og íhaldssamur i skoð- unum. Um fram allt varast hann að skera sig úr, hegða sér á nokkurn hátt öðruvísi en fólk úr lians stétt telur sæmilegt. Hann er einn þeirra manna, sem „þekkja lítt eða ekki til þeirra reikulu skynjana og sístreymandi tilfinninga, sem lýst er, og þó óskýrt, með orðunum heilabrot, ljóð, lieimspeki". Einhvers staðar lengst inni á þó Swithin einhvern snefil af öllu jiessu, og þær tilfinningar verða þess valdandi, að hann kemst i ofur- lítið ástaræfintýri á ferðalagi í Salzburg. Það stendur aðeins nokkra daga. Maður af Försyte-ættinni lætur ekki ungverskt stelpufiðrildi hlaupa með sig í gönur. Swithin flýr brott, en minningin blönduð óljósum söknuði, ásækir hann fram í andlátið. Lögfræðingurinn Keith Darrant, aðalpersónan í sögunni „Hinn fyrsti og síðasti", mætti gjarna heita Forsyte. Hann er steypt- 15

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.