Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Side 20
af þeirri kirkjulegu vakningu á Norðurlandi, sem mér skilst að jarðarför Miklabœjar-Sólveigar liafi átt að vera, við frásagnir blaðanna hér syðra af þessum uppbyggilega atburði. Þess er að vœnta, að ýmsum þyki missmiði á þessari bók Halldórs, eins og öðru, sem þessi pennafærasti maður allra nú- lifandi íslendinga lætur frá sér fara. Sannleiks-ást sýnist oft i ætt við miskunnarleysi og keskni, í augum þeirra, sem verða að halda uppi þreki sinu í herfilegri lifsbaráttu, með þvi að nefna hlutina fegrandi gerfinöfnum. En ekki kæmi mér það á óvart, þó að Pétur þríhross ætti eftir að standa sem minnis- varði um ókomin ár yfir vissa tegund manna, sem hér á landi hafa tekið að sér andleg og visindaleg forustu-störf, ásamt alls- herjar viðreisn menningarinnar: Spíritisti, andlegur yfirgangs- maður og braskari í einni persónu. Og ávallt með þrjá lil reiðar: Hjátrúna, mannfyrirlitninguna og yfirganginn. Og Pétur þríhross hefur alla þessa fáka sína undir i einu, skeiðar á þeim öllum samtímis yfir þá, sem liggja í götunni. Það er ekki von að reið- lagið sé burðugt eða tiginmannlegt á siðaðan mælikvarða. En slikir menn hafa farið og fara ennþá allgeystir um lendur and- legs lífs á íslandi, og rækja þau hlutverk á svæðum menning- arinnar og andlegs lífs, sem Júel J. Júel trúir sér einum til að framkvæma á sviðum hins hagræna. Sigurður Einarsson. Guðm. G. Hagalín: Sturla í Yogum. (Þorst. Jónss. Ak.) Guðmundur Hagalín hefur alltaf verið að síga á. Þegar ég þekkti hann fyrst fyrir hérumbil 20 árum, þá orkti hann ljóð og fyrirleit alla aðra skáldmennt. Og Guðmundur orkti falleg Ijóð. Mér eru ennþá í minni kvæði Guðmundar frá þeim tímum, ekki sérlega flúruð, en vörm og heit kvæði um hvatir og ástríð- ur mannanna, þær hvatir, sem skapa örlög þeirra, sigra þeirra og sorgir. Það voru yrkisefnin, sem Guðmundur Hagalín sá öðr- um fremur, á meðan við hinir, scm lífið hefur kennt að þagna síðan, ortum um roða sólarlagsins, hatrama sorg, sem steðj- aði að okkur úr öllum áttum og ófarir þeirra ásta, sem við höfð- um aldrei reynt. Siðan hverfur Guðmundur austur á fjörðu og gerist ritstjóri; kvænist og staðfestir ráð sitt, og þokast svo með ýmsum áföng- um vestur á fjörðu; verður þar sæmdar embættismaður, sem mcðal annars kennir Vestfirðingum að lesa góðar bækur, og umsvifamikill bæjarstjórnar-formaður, sem meðal annars leikur það bragð, sem nú mætti þykja ótrúlegt, að semja um stórt raf- 18

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.