Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Page 28
stórum afrekum eða háfleygum hugsunum, heldur ótal smámun-
um i dagfari hennar, sem auga hans er svo næmt fyrir. Hann
er síður en svo að draga dul á annmarka Rússa, siðleysi þeirra,
einfeldni og aflægjuhátt. Hann dregur upp mjög dökkar mynd-
ir, er frekar líkjast ýkjum skáldsögunnar en veruleika, sýnir
enga miskunn í dómum sínum um þjóðina. Það eru ódæmi sið-
leysis, sem verða fyrir augum skáldsins, er það horfir yfir
Rússa úr hæð hins yfirlætismikla Vesturevrópumanns, sem af
fagurri leikni kann að handleika hníf og gaffal, og situr inni
með alla siðfágun. En jafnframt eygir Halldór hjá þessu lág-
stæða fólki hina djörfu viðleitni til að mannast og lifa fegurra
lífi. Þar sér hann menningarþorsta sem hvergi annarsstaðar. í
ljósi hins mannlega sjónarmiðs, er Halldór fylgir jafnan í bók-
inni, skiljast síðan hlutir, sem valdið hafa himinhrópandi æs-
ingi, eins og málaferlin. Halldór er viðstaddur þau allan tím-
ann. Lýsing hans á Bukharín fyrir réttinum er stórkostleg. í
gegn um hin furðulegustu örlög skynjum við manninn Bukhar-
ín, í reginstærð hins ódæma glæps.
Halldór stendur einstaktega vel að vígi nú að lýsa rússnesku
þjóðinni. Hann var í Ráðstjórnarrikjunum fyrir fimm árum, 1932.
Þá slcrifaði hann einnig bók um för sína, og gerði sér grein
fyrir lífskjörum þjóðarinnar. Nú þegar hann kemur aftur geng-
ur honum margfalt betur að átta sig á öllum hlutum, og nú
hefir hann samanburðinn og sér menningarframfarirnar hjá fólk-
inu. Og hann finnur, að þær eru ótrúlega miklar. Einmitt breyt-
ingin, sem orðið hefur á þessum fimm árum, færir honum full-
komlega heim sanninn um það, hvert stefnir: tit siaukinnar vel-
sældar og vaxandi siðfágunar. Hann er ekki í neinum vafa um
framtíð þessa fóllcs, sem fyrir nokkrum árum þekkti enga menn-
ingu, þessa siðlausa fólks, „sem Lenin trúði á, heitar en nokk-
ur maður liefir nokkru sinni trúað á guðina“.
Gerska æfintýrið liefir ekki aðeins gildi sem hók um hin merki-
legu Ráðstjórnarríki, þessa nýjung i sögu heimsins, heldur sem
almennt rit um menningu nútimans. Hinn viðföruli höfundur,
sem dvelur sitt árið í hverju landi, hefir orðið einstaka þekk-
ingu á siðmenningu margra þjóða. Og hér kemur einmitt fram
víðsýnt mat á því, hvar við stöndum menningarlega.
Það er vafasamt, hvort ritleikni Halldórs hefir notið sin ann-
arsstaðar betur en í þessari bók. Það er unaður að lesa hana
fyrir það eitt, að hún er eftir Halldór Kiljan Laxness. Hún er
skrifuð af djúpri alvöru, en þó full af kýmni og gamansemi,
sem mest kemur niður á aumingja Rússunum. Þarna eru snilld-
26