Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Side 30
ins þar síðastliðinn vetur og ferðalög hans. Hún er nijög ólík öðrum ferðabókum, sem ég hefi lesið uní Sovétríkin, þar á með- al fyrri hók Halldórs. Hún er skrifuð af miklu fjöri og andríki, segir hispurslaust frá öllu, jafnt kost og löst. Virðist nú höfund- urinn sjá allt í öðru ljósi en áður, og fá menn hér alveg nýja mynd af Sovétríkjunum, er mörgum kann að koma talsvert á óvart, ekki síður þeim, sem hafa dýrkað þau, en hinum, er ekki hafa mátt heyra þau nefnd. Ennfremur er i prentun barnabók, Fuglinn segir . . eftir Jóhannes úr Kötlum. Það eru þrjár sög- ur um líf fuglanna, og verður bókin með teikningum eftir Tryggva Magnússon. Þá er verið að prenta eitt af snjöllustu ritum Len- ins: Ríki og bylting. Það er eitt af hinum fyrstu verkum hans, er út kemur á íslenzku. Eftir Guðmund Böðvarsson, höfund að Kyssti mig sól, kemur út ný Ijóðabók. Kyssti mig sól var tekið afbragðs vel og er þegar uppseld. Guðmundur er eitt af heztu ljóðskáldunum okkar. Loks er í undirbúningi að gefa út Þulur eftir Theodóru Thoroddsen. Fyrri þulur hennar eru löngu upp- seldar, og síðan hefur hún ort allmargar. Verða þær nú allar gefnar út í heild, þær fyrri með teikningum eftir Guðmund Thor- steinsson og þær nýrri með nýjum teikn'ingum eftir son Theo- dóru, Sigurð Thoroddsen. Þetta verður mjög falleg útgáfa og verulega skennntileg eign. Af Ljóðum eftir Stein Steinarr kem- ur innan skannns önnur útgáfa. Sú fyrri var aðeins prentuð i 150 tölusettum eintökum handa áskrifendum og seldist strax upp. Þar sem Steinn vandar sig að yrkja, eru ljóð hans verulega góð, gersamlega laus við alla mærð, tær, einföld, hugsuð að formi og byggingu, nýtízkuleg og fögur. Menn ættu að veita þessu unga skáldi athygli, þó að Ijóð þess séu ekki gamaldags samanbarið rím og stuðlafarg. Þá er rétt að minna á það, að báðar bækur Halldórs Kiljan Laxness frá þvi i fyrra, Ljós heimsins og Dag- leið á fjöllum eru komnar í annarri útgáfu. Sýnir það bezt hina vaxandi eftirspurn eftir bókum Ilalldórs, að þær skulu orðið seljast upp á fyrsta ári. Menn sjá af þessu, að úr nógu er að velja af útgáfubókum Heimskringlu, en af þeim öllum fá félagsmenn Máls og menn- ingar 15% afslátt. Kr. E. A. Enn um Menntaskólann. í síðasta hefti „Máls og menningar" i vetur var smágrein um nemendatakmörkunina í Menntaskólanum. í vor við inn- tökuprófin kom fram sterkari óánægja með þessa takmörkun 28

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.