Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 32
og allir réttsýnir menn hljóta að sjá, er núverandi ástand óþol- andi, svo lengi sem hin fornu kjörorð um almenna menntun og jafnan aðgang allra til að afla sér menntunar, eru í heiðri höfð. Það er sjálfsögð krafa til þeirra, sem yfir þessi mál eru settir, að þeir láti þetta ástand ekki við haldazt ári lengur, án þess að ráða a.m.k. þá bót á því, sem hér er farið fram á til bráðabirgða. . Sv. Um Viðey. Ég hefi veitt þvi eftirtekt, að tiltölulega fáir Reykvikingár, — hvað þá landsmenn yfirleitt, — hafa komið i Viðey. Þó má fullyrða, að eyjan er einhver yndislegasti „óasinn“, þegar kom- ið er úr hinu önmrlega útnesja-umhverfi höfuðstaðarins. Eftir að liafa gengið um grýtt og gróðurfátæk útnes og eyðimörk mela og klapparholta í nágrenni Reykjavíkur, kemur maður út í Viðey, og sjá! — Hér liggur því nær samfelld grasbreiða, og býður arð og fæðu, og hvíld og friðsælu vinjarinnar. í hróp- andi andstöðu við baráttuna, sem mannshöndin þreytir við grátt holtið hinum megin við sundið, leikur náttúran sér að þvi að láta hér spretta gras i öllum skorningum og sprungum, allt fram að landnámi vetrarbrimsins. Hið opinbera ætti að kaupa Viðey og stofna þar einhvers- konar menningar- eða menntaselur. Eyjan er í hæfilegri fjar- lægð frá Reykjavik, svo að samgöngur geta verið greiðar á milli. Það væri hugsanlegt, að stofna hér skólasetur, unglinga- skóla, ef til vill mentaskóla með bókasafni og listaverkasafni, þá gæti hér verið listamannanýlenda, fyrir rithöfunda, málara og hljómlistamenn, einnig væri hugsanlegt að taka eyjuna und- ir eitt stórfenglegt samyrkjubú, þar sem ca. 200 manns lifðu af nautgriparækt, garðrækt, alifuglum og æðarvarpi, ennfrem- ur væri liér tilvalinn sumardvalarstaður fyrir barnaheimili, heilsuveilt fólk eða íþróttafólk. Hvað liefir Viðey að bjóða til þess, sem að framan er nefnt? Fjölbreytni í landslagi, hæðir og hóla, hlýlega hvamma, stand- berg í sjó fram, grasivaxna höfða og tanga, skjólsælar víkur til sunds, voga, tjarnir, malarkamb með reka, æðarfugl í mó- um, sel í skerjum, kríuger á sundi og síli, óvenjulegt útsýni, vítt til allra átta, óviðjafnanlegt sólarlag, flóann merlandi í gulli, fjallahringinn rjóðan og bláan, þúsundlitafjallið í aldýrð, mánann yfir Hamrahlíð, silfurrák á Eiðisvík, herragarð, kirkju, 40 kúa fjós, sögulega frægð sveimandi yfir og allt um kring, ör- 30

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.