Ægir - 01.06.2013, Page 8
8
F I S K V E I Ð A R
Með endurskoðaðri fiskveiði-
stefnu Evrópusambandsins,
The Common Fisheries Policy,
sem tekur formlega gildi þann
1. janúar 2014, er markmiðið
að koma böndum á viðvarandi
brottkast og freista þess
þannig að snúa af þeirri þró-
un sem leitt hefur fiskveiðar
innan ESB í ógöngur. Flestir
stofnar eru nú ofveiddir og
sumir komnir undir það sem
skilgreint er sem hættumörk.
Talsverð nýmæli felast í
endurskoðaðri stefnu, m.a.
aukinn sveigjanleiki en skort-
ur á honum hefur einmitt
verið einn helsti galli núver-
andi fyrirkomulags. Ákvarð-
anir hafa verið teknar einu
sinni á ári og því ógerlegt að
bregðast við breyttum að-
stæðum með skjótum hætti.
Auk banns við brottkasti og
krafna um sérhæfðari veiðar-
færi verður framsal kvóta
heimilað á milli einstakra
ríkja og hugsanleg tilfærsla á
milli ára einnig leyfð til að
stemma stigu við því að fiski
sé kastað. Meðafli er óhjá-
kvæmilegur við tilteknar
veiðar, en lagt er ofurkapp á
að veiðarfæri séu þannig að
sem minnstar líkur séu á öðr-
um tegundum en þeim sem
sóst er eftir.
Sömu markmið – mismunandi
árangur
Ole Poulsen, einn helsti sér-
fræðingur Dana í sjávarút-
vegsmálum og fyrrverandi
sviðsstjóri í sjávarútvegsráðu-
Ole Poulsen fyrir utan Norræna húsið í Reykjavík þar sem hann flutti vel sóttan fyrirlestur.
Ole Poulsen, danskur sérfræðingur í fiskveiðistefnu ESB:
„Klárlega hagur allra
sjómanna að virða bann
við brottkasti“