Ægir - 01.06.2013, Page 10
10
T Æ K N I Þ R Ó U N F I S K V I N N S L U
Marel hefur í áratugi verið
leiðandi í tækniþróun fyrir
fiskiðnað og hefur innleitt
margar af þeim lausnum sem
nútíma fiskvinnsla byggir á.
Leiðarljós í þessari þróun hef-
ur frá upphafi verið að auka
virði afurða, bæta nýtingu
hráefnis og auka sjálfvirkni.
Tæknilausnir sem byggja á
þessum markmiðum hefur
Marel frá upphafi þróað í ein-
stökum vélum og einnig í
heildstæðum vinnslulínum fyr-
ir hvítfiskvinnslu.
Marel stendur nú á merk-
um tímamótum - fagnar 30
ára afmæli og er enn á ný að
leggja upp í nýja landvinn-
inga á tæknisviðinu. Í byrjun
þeaa árs hófst hönnun á nýrri
vinnslulínu fyrir hvítfisk sem
ætlað er að marki tímamót í
fiskiðnaði líkt og fyrirtækið er
þekkt fyrir í sögunni. Línan
mun m.a. byggja á nýjustu
tæknilausnum Marel, ítarleg-
um rannsóknum á hráefni og
vinnslutækni og óskum kaup-
enda um vinnslu, m.a. hvað
varðar beinlausar afurðir,
bitavinnslu og fleira. Nýja
vinnslulínan á að skila fram-
leiðendum auknum gæðum
og verðmætari afurðum.
Fyrsti áfangi vinnslulínunnar
mun koma á markað síðari
hluta árs árs 2014.
Í fararbroddi með nýjungar
Fyrsta flæðilína Marel kom á
markað árið 1992 og
vakti mikla athygli
fyrir sjálfvirka
vigtun og
möguleika á
einstaklings-
bónus starfs-
manna. Ný kyn-
slóð af línunni
kom fram fimm árum síðar
en þá hafði fyrirtækið þróað
nýja skurðarvél sem gjör-
breytti möguleikum til bita-
vinnslu á fiski sem jók verð-
mæti afurða. Skömmu eftir
aldamótin endurhannaði Mar-
el flæðilínuna og hóf einnig
byltingarkennda þróun á
röntgenbúnaði sem getur
greint bein í fiskafurðum.
Fyrirtækið hefur haldið þeirri
þróun áfram á síðustu árum
og nýjasta verkefnið er þróun
á tækni til að fjarlægja beina-
garð sjálfvirkt úr hvítfiski.
Sérstakt rannsóknarteymi inn-
an Marel hefur þetta verkefni
með höndum og vinnur að
því í samstarfi við sjávarút-
vegsfyrirtækin Norway Sea-
food og Samherja hf. en
þessi tæknilausn kemur til
með að verða hluti nýju
vinnslulínnar frá Marel og
stærsta tæknilega framfara-
skref hennar. Áformað er að
beinaskurðartæknin verði
markaðssett síðari hluta árs
2014 sem fyrsta skref nýju
vinnslulínunnar.
Hugbúnaðurinn Innova frá
Marel hefur verið í stöðugri
framþróun síðustu ár og á
honum mun öll stjórnun nýju
vinnslulínunnar frá Marel
byggjast. Þá verður í hönnun
línunnar lögð rík áhersla á
kælingu hráefnisins í gegnum
allan vinnsluferilinn en Marel
hefur á síðstu árum aukið
áherslu á þennan þátt í fram-
leiðslu hágæðaafurða í fisk-
iðnaði, m.a. með samstarfi
við fyrirtækið Skagann hf. um
svokallaða „Super Chilling“
tækni.
Byggt á vísindum og nýjustu
tækni
Í hópi starfsmanna sem vinna
að hönnun nýju hvítfisk-
vinnslulínunnar hjá Marel eru
auk tæknimanna fyrirtækis-
ins, sérfræðingar í matvæla-
verkfræði, örverufræði og
fleiri þáttum sem undirstrikar
þá áherslu sem fyrirtækið
leggur á að ná fram auknum
gæðum afurða með nýjum út-
herslum í meðferð hráefnis í
gegnum vinnsluna. Á þessum
þáttum mun að hluta byggjast
aukin nýting, hluti línunnar
verður ný forsnyrting, áður-
nefnd tækni við að fjarlægja
beingarð úr afurðunum verð-
ur einnig í línunni og ný
tækni við bitavinnslu og
pökkun á ferskum afurðum.
Framleiðendum verður því
gert kleift að bjóða viðskipta-
vinum sínum beinlausar af-
urðir og aukna fjölbreytni í
skurði og bitavinnslu, lagað
að óskum á neytendamark-
aði. Sjálfvirkni verður meiri í
nýju línunni en áður hefur
þekkst.
Lausnir sem skila
fjárhagslegum ávinningi hratt
„Sveigjanleiki verður lykil-
þáttur í nýju vinnslulínunni
og að hún geti þjónað bæði
ferskfiskvinnslum og fryst-
ingu á komandi árum og
uppfyllt þarfir framleiðenda
bæði hérlendis og erlendis.
Aukin nýting, bætt með-
höndlun, hávirðisafurðir og
aukin sjálfvirkni eru þeir
áhersluþættir sem við höfum
Marel hannar nýja
vinnslulínu fyrir hvítfisk
Sjálfvirkni í nýrri hvítfiskvinnslulínu Marel kemur til með að verða meiri en áður
hefur þekkst.