Ægir - 01.06.2013, Síða 11
11
T Æ K N I Þ R Ó U N F I S K V I N N S L U
sett okkur að ná fram með
línunni. Þessi áhersluröðun er
einnig sú sem skilar fiskiðn-
aði mestum fjárhagslegum
ávinningi og á hraðastan
hátt,“ segja Kristján Hallvarðs-
son, þróunarstjóri Marel og
Rúnar Birgisson, vinnsluþró-
unarstjóri, en þeir leiða
tækniþróun í fiskiðnaðarsetri
Marel sem stofnað var árið
2010. Tilgangur með stofnun
þess var að skerpa enn frekar
á áherslum í vöruþróun og
tæknilausnum Marel fyrir
fiskiðnað og er skipulags-
breytingin grunnur að því
stóra skrefi sem nú er ráðist í
með hönnun nýrrar fisk-
vinnslulínu.
„Við teljum að enn séu
mikil tækifæri til að auka nýt-
ingu í hvítfiskvinnslu og
meðal leiða til að nýta þau er
að auka áherslu á kælingu í
gegnum alla vinnsluna. Á síð-
ustu árum hefur áhugi á hrá-
efniskælingu almennt aukist í
fiskveiðum- og fiskvinnslu,
sem og rannsóknir á gildi
kælingar. Mikilvægi þessa
þáttar er síðan undirstrikað í
nýju línunni þar sem þess
verður gætt að hafa góða
stjórn á kælingu allt frá upp-
hafi vinnslu þar til afurðir eru
komnar í pakkningar.“
Lausnir fyrir stóra sem smáa
framleiðendur
Vinnslulínur á borð við þá
sem nú er hafin hönnun á hjá
Marel eru fyrst og fremst ætl-
aðar stærri vinnslufyrirtækjum
en Kristján og Rúnar leggja
áherslu á að með þróunar-
starfinu muni minni og sér-
hæfðari vinnslufyrirtækjum
líka opnast ný tækifæri.
„Vinnslulínan kemu til
með að verða samsett af
mörgum vinnslulausnum sem
geta staðið sjálfstætt hver á
sinn hátt. Þannig geta ein-
stakir hlutar línunnar komið
minni fyrirtækjunum að góð-
um notum í þeirra afurðaþró-
un fyrir viðskiptavini. Marel
hefur alla tíð lagt áherslu á
jafnt stóra framleiðendur sem
smáa og þannig munum við
einnig vinna nú.
Við teljum að nú sé tími
kominn til að stíga stórt
tæknilegt framfaraskref með
fiskiðnaðinum og styðja at-
vinnugreinina til framþróun-
ar, betri nýtingar á auðlindum
hafsins og bættrar samkeppn-
isstöðu á matvælamörkuðum
heims. Okkar hlutverk er sem
fyrr að vera leiðandi á þessu
sviði.“
Kristján Hallvarðsson, þróunarstjóri Marel. Rúnar Birgisson, vinnsluþróunarstjóri Marel.
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi • Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Sameinar það besta
í rafsuðu