Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 14
14
Fór fyrst smápatti á sjó
Fyrstu 10 ár ævi sinnar bjó
Konráð á Árskógsströnd, for-
eldrar hans eru Alfreð Kon-
ráðsson, frá Árskógsströnd og
Valdís Þorsteinsdóttir úr Hrís-
ey. Fjölskyldan flutti svo yfir
til Hríseyjar. „Ég byrjaði ung-
ur á sjó, var bara smápatti
þegar ég fór fyrstu túrana
með pabba og afa,“ segir
hann. Konráð afi hans Sig-
urðsson átti ásamt sonum sín-
um, Alfreð og Sigurði, útgerð
og gerðu m.a. út bátinn Sól-
rúnu EA, sem var 12 tonna
eikarbátur. Það var því hægur
vandi fyrir strákinn að róa
með þeim af og til þó ungur
væri. „Sjómennskan byrjaði á
Sólrúnu, en þann bát hafði
Nói bátasmiður smíðað fyrir
afa,“ segir Konráð.
Konráð dvaldi mikið hjá
afa sínum og ömmu á Ár-
skógsströnd eftir að fjölskyld-
an flutti og var þar öll sumur
fram á fullorðinsár, réri með
afa sínum og hjálpaði til við
búskapinn sem þar var stund-
aður meðfram útgerðinni.
Síðar stofnaði Konráð í sam-
vinnu við föður sinn og mág,
Steingrím Sigurðsson, nýja út-
gerð í Hrísey, gerði m.a. út
bátinn Þorstein Valdimarsson,
sem hét eftir móðurafa Kon-
ráðs, en sá var á sínum tíma
hreppstjóri í eynni, oft kallað-
ur Kóngurinn. Þetta var 55
tonna eikarbátur. Afi hans og
föðurbræður sem komu inn í
útgerðina stækkuðu líka við
sig uppi á fastalandinu, létu
smíða nýja Sólrúnu hjá Skipa-
smíðastöð KEA árið 1975,
sem síðar fékk nafnið Nausta-
vík EA 251. Nú ber báturinn
nafnið Bjössi Sör og er gerð-
ur út í hvalaskoðun á Húsa-
vík. Þetta er einn af síðustu
bátunum sem smíðaðir voru
hér á landi. „Ég réri mörg
sumur og einnig vetrarvertíð-
ar á þessum bát, var m.a.
með frændum mínum á
hrefnuveiðum mörg sumur á
Naustavíkinni.“
Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar
Óskastaða
fyrir útgerðina
að hafa sjómenn
samningslausa
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Konráð Alfreðsson hefur staðið í brúnni hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar í nær aldarfjórðung, verið for-
maður félagsins frá því í apríl árið 1989. Hann hefur einnig verið varaformaður Sjómannasambands
Íslands undanfarin ár. Fjölmörg mál brenna á sjómannastéttinni um þessar mundir, þeirra stærst er
staðan í kjarasamningum sjómanna við viðsemjendur sína, en sjómenn hafa verið samningslausir í
tvö og hálft ár. Útvegsmenn og Samtök atvinnulífsins vísuðu kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara
fyrir um einu ári, í maí í fyrra og þar er deilan enn án þess að nokkuð miði í samkomulagsátt. „Þetta
er afskaplega sérkennileg staða, en virðist henta útgerðinni vel,“ segir Konráð.
„Útgerðin gerir afskaplega óbilgjarnar kröfur til sjó-
manna. Þeir krefjast þess að kostnaðarhlutdeildin
hækki, hún er nú um 30% en verði þeim að óskum
sínum mun hún hækka verulega og verða nálægt
45%. Sem að mínu mati er algjörlega óásættanlegt.“