Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2013, Side 16

Ægir - 01.06.2013, Side 16
16 Líkaði alltaf vel á sjónum Eiginkona Konráðs er Agnes Guðnadóttir og eiga þau þrjú börn, tvær stúlkur og dreng og 11 barnabörn. Þau bjuggu fyrstu búskaparár sín í Hrísey en fluttu til Akureyrar árið 1980. Í fyrstu starfaði Konráð hjá Haga, sem var eitt stærsta innréttingaverkstæði landsins á sínum tíma. Eftir þriggja ára starf þar lá leiðin aftur á sjó- inn. Fyrst á Samherjatogarann Akureyrina, en þar byrjaði hann í byrjun desember 1983 og síðan var hann hjá svila sínum Kristjáni Halldórssyni á Sléttbak sem Útgerðarfélag Akureyringa gerði út. „Mér líkaði alltaf mjög vel á sjón- um og það var gaman að taka þátt í því ævintýri sem uppbygging Samherja var á þessum fyrstu árum í rekstr- inum. Vissulega er allt annað að stunda sjómennsku á stóru skipunum en minni bátum þar sem nálægðin við nátt- úruöflin er meiri enda nánast alltaf unnið úti á dekki með særokið framan í sér. En mér líður alltaf vel á sjó, sama af hvaða stærð báturinn er,“ segir Konráð. Stuðningurinn mikilvægur Hann kveðst alla tíð hafa ver- ið mikið í félagsmálum, „maður var í öllu úti í Hrísey, Lions, Slysavarnarfélaginu og leikfélaginu, vasaðist í öllu,“ segir hann og þegar forveri hans í stóli formanns Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, Guðjón Jónsson óskaði eftir því að menn færu að svipast um eftir eftirmanni sínum kom nafn Konráðs upp. Einn félagi hans innti hann eftir hvort hann væri til í slaginn og að höfðu samráði við fjöl- skyldu sína ákvað hann að slá til. „Ég held það hafi al- mennt verið sátt um að ég byði mig fram, en auðvitað heyrðust þær raddir að ég væri alltof ungur og grænn til að taka þetta starf að mér. Af því varð og að mestu leyti held ég að sátt hafi ríkt um störf mín fyrir félagið. Ég hef fundið fyrir góðum stuðningi og heilt yfir hefur friður verið yfir mínum störfum þó auð- vitað hafi af og til komið upp mál sem ekki hafa verið allir sammála um hvernig best væri að leysa. Annað væri undarlegt,“ segir Konráð, en hann tók við starfi formanns á aðalfundi Sjómannafélags Eyjafjarðar um miðjan apríl árið 1989. Hann segir að all- an þann tíma sem hann hafi starfað fyrir félagið hafi hann verið sérlega heppinn með þá menn sem valist hafi til starfa með sér í stjórn félags- ins og það sé ómetanlegt. Útgerðin sýnir sjómönnum vanvirðingu Staðan í kjaramálum sjó- manna er það mál sem heit- ast brennur á stéttinni um þessar mundir og segir Kon- ráð að hún sé afskaplega sér- kennileg. Sjómenn hafa verið án kjarasamninga í tvö og hálft ár, eða frá 1. janúar 2011. Aðilar hafa síðan þá samið um hækkun á kaup- tryggingu og kaupliðum í samræmi við launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Fyrir réttu ári vísuðu útgerð- armenn og Samtök atvinnu- lífsins kjaraviðræðum til ríkis- sáttasemjara, m.a. á þeim for- sendum að ýmsir kostnaðar- liðir og álögur á útgerðina hefðu hækkað og það kallaði á breytingar á kjarasamningi. „LÍÚ-forystan sýnir sjó- mönnum algjöra vanvirðingu með þessu háttarlagi en það virðist sem þessi staða henti útgerðinni mjög vel. Ég veit auðvitað ekki hvað þeir hugsa en að manni læðist sá grunur að þeirra hagsmunum sé best borgið með því að hafa sjómenn samningslausa. Þá er gamli kjarasamningur- inn í gildi og eftir honum róa menn þar til nýr tekur gildi,“ segir Konráð. „Útgerðin gerir afskaplega óbilgjarnar kröfur til sjómanna. Þeir krefjast þess að kostnaðarhlutdeildin hækki, hún er nú um 30% en verði þeim að óskum sínum mun hún hækka verulega og verða nálægt 45%. Sem að mínu mati er algjörlega óá- sættanlegt.“ Sjómenn eiga að borga brúsann Konráð segir að í sínum huga snúist málið fyrst og fremst um það að útgerðarmenn ætli sér að velta veiðileyfagjaldinu sem á útgerðina var lagt yfir á sjómenn, seilast í þeirra vasa til að mæta auknum álögum. Gjaldið eigi einungis Æ G I S V I Ð T A L I Ð „Mér líkaði alltaf mjög vel á sjónum og það var gaman að taka þátt í því ævintýri sem uppbygging Samherja var á þessum fyrstu árum í rekstrinum. Vissulega er allt annað að stunda sjómennsku á stóru skipunum en minni bátum þar sem nálægðin við náttúruöflin er meiri enda nánast alltaf unnið úti á dekki með særokið framan í sér. En mér líður alltaf vel á sjó, sama af hvaða stærð báturinn er.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.