Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Síða 17

Ægir - 01.06.2013, Síða 17
17 að taka af umframhagnaði út- gerðarinnar, hagnaði sem eft- ir stendur þegar búið er að taka tillit til launa sjómanna sem og annarra þátta. „En það virðist engu tauti við þá komið, þeir ætla sér að ná inn fyrir þessu gjaldi með því að skerða laun sjómanna, þeir eiga að borga brúsann,“ segir hann og bætir við að af og til undanfarið ár hafi aðil- ar hist á fundum hjá ríkis- sáttasemjara til að fara yfir málin, en ekkert hefur þokast og lausn virðist ekki í sjón- máli. „Við komust ekki upp úr þessum hjólförum og það er mjög slæmt.“ Alltof lágt verð greitt fyrir fiskinn Launakerfi sjómanna byggist upp á hlutaskiptum og því skiptir verðmæti aflans sem komið er með að landi miklu um þeirra kjör. Konráð kveðst halda því blákalt fram að útgerðin borgi alltof lágt verð fyrir fiskinn. Hún spili á það kerfi sem hér er við lýði varðandi verðmyndun á fiski og vilji allt til vinna að fisk- verð sé sem lægst, enda þeirra hagur. „Það er fáheyrt hvernig útgerðin hagar sér, hún er um þessar mundir rekin með milljandi gróða, heldur fiskverði í lágmarki og reynir allt til að velta nýjum álögum sem á eru lagðar yfir á sjómenn,“ segir Konráð. Hann nefnir að mikil þörf sé orðin á endurnýjun ís- lenska fiskiskipaflotans, hann sé orðinn gamall og úr sér genginn. Það yrði öllum til hagsbóta ef útgerðin nýtti ágóða sinn í veglega endur- nýjun. „Það er ekki ólíklegt að útgerðin flytji gróða sinn, til að komast hjá háu veiði- leyfagjaldi yfir í eitthvað ann- að og það yrði auðvitað besta mál ef hann yrði notaður til að endurnýja skipin. Öryggi og aðbúnaður sjómanna myndi við það batna mjög,“ segir hann. Skammtímasamningar færast í vöxt Samskipti milli útgerðar og sjómanna segir Konráð í meg- inatriðum góð, en þó hafi undanfarin misseri æ meira farið að bera á því að útgerð- arfyrirtækin virði ekki lög og reglur varðandi ráðningar. Skammtímasamningar hafi færst mjög í vöxt á kostnað fastra samninga. Sjómenn eru þá ráðnir í einn og einn túr í senn og gildi það jafnvel um sjómenn sem verið hafi hjá sömu útgerðum í áratugi. „Þeir eru látnir skrifa undir svona samninga, nýjan og nýjan fyrir hvern túr sem þeir fá. Með þessu móti kemst út- gerðin hjá því að greiða mönnum veikindarétt og upp- sagnarfrest, sjómenn á skammtímasamningi eru nán- ast réttlausir. Fáir eru tilbúnir að sækja á útgerðina, heldur taka því sem í boði er enda eru menn hræddir um að missa pláss sín alveg ef þeir láta í sér heyra. Þrjú mál af þessu tagi eru nú á borði for- manns Sjómannafélags Eyja- fjarðar til úrlausnar. „Menn veigra sér því miður við að sækja rétt sinn og það er sorglegt,“ segir Konráð. Lög- maður félagsins hefur skrifað álitsgerð um lögmæti þessa og segir hann að rétturinn sé sjómanna, það samræmist ekki lögum að hafa þennan háttinn á. Þyrluskortur skapar óöryggi Af öðrum málum er varða sjómenn segir Konráð að ör- yggsmálin séu ávallt í brenni- depli og nefnir að íslenskir sjómenn starfi á einu hættu- legasta hafsvæði heimsins, en búi við mikið óöryggi þegar kemur að þyrluskorti Land- helgisgæslunnar. Það sé hreinlega skelfileg tilhugsun að hafa misst þyrlurnar, Ís- lendingum beri að eiga að lágmarki 3 þyrlur og helst 4, þannig að ávallt séu að lág- marki 3 til taks þegar á þarf að halda, hvort sem er til sjós eða lands, því þær séu ekki síður mikilvægt öryggistæki fyrir allt landið. Stundum eru þyrlurnar langtímum frá vegna viðhalds eða annars og það skapi óöryggi. „Þetta er einkennilegt fyrir- komukomulag, það er lífs- spursmál að hafa þyrlurnar alltaf til taks þegar slys eða veikindi koma upp. Öryggi sjómanna er í húfi,“ segir Konráð Alfreðsson. Konráð segir mjög stórt hagsmunamál fyrir sjómenn að alltaf séu til staðar björgunarþyrlur í landinu þegar á þarf að halda. Öryggi sjómanna sé í húfi. Æ G I S V I Ð T A L I Ð

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.