Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2013, Page 19

Ægir - 01.06.2013, Page 19
19 Við tökum á móti netum Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2200 www.efnamottakan.is Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr f lottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. um allra þeirra sem eiga leið um. Í boði eru fimm fastar ferðir á sólarhring og eru þær mislangar, „þetta eru- bæði lengri og skemmri ferðir sem við bjóðum upp á, en meðal annars ætlum við að bjóða upp á miðnætursiglingar og ég veit að margir eru spenntir fyrir þeim.“ Magnús segir að ýmsir aðrir möguleikar varðandi nýtingu bátsins séu fyrir hendi þannig að hann kvíðir ekki verkefnaleysi. Þriðja hvalakoðunarfyrirtækið á Húsavík Hvalaskoðun er ein helsta af- þreying þeirra erlendu ferða- manna sem koma við á Norð- urlandi enda eitt besta hvala- skoðunarsvæði landsins. Þar er fjöldi hvalategunda, veður- far og sjólag einnig oftast hagstætt bæði í Eyjafirði og Skjálfandaflóa, ríkulegt fugla- líf og falleg náttúra eykur svo enn á stemninguna. Þrjú hvalaskoðunarfyrir- tæki eru nú starfandi á Húsa- vík; Norðursigling, Gentle Gi- ants og það nýjasta er Salka Whale Whaching. Það gerir út bátinn Fanneyju ÞH, sem er 15 metra langur og 24 tonna eikarbátur sem gerður hefur verið upp og útbúinn sem farþegabátur. Hann tek- ur 40 farþega sem bæði geta notið útsýnis á dekki eða haft það huggulegt neðan þilja í nýuppgerðri lestinni. Sigling- ar hófust þann 1. júní og eru farnar fjórar ferðir á dag. Börkur Emilsson, fram- kvæmdastjóri, segir að mark- aður fyrir hvalaskoðunarferðir sé gríðarlega stór og árlega heimsæki Húsavík tugþús- undir ferðalanga í þeim til- gangi að fara í slíkar ferðir. „Þetta fyrirtæki er viðbót á markaðnum. Við fundum fyr- ir þörf meðal okkar við- skiptavina á að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir,“ segir hann en fyrirtækið rekur einnig kaffihús og veitinga- sölu á Húsavík. „Nú getum við boðið upp á allan pakk- ann, hvalaskoðun og veiting- ar. Það er bara ánægjulegt þegar fyrirtæki ná að vaxa og dafna og við erum bjartsýn,“ segir Börkur.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.