Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Síða 22

Ægir - 01.06.2013, Síða 22
22 F I S K V I N N S L A laxi og hann unninn á staðn- um, en hann kemur frá Fjarðalaxi sem er með kvíar á Tálknafirði og Arnarfirði. Við höfum ekki verið í laxeldi, við vorum í þorskeldi í mörg ár og fengum ákveðna reynslu af því. Töpuðum miklum fjármunum. Við höf- um hins vegar stutt við bakið á þeim sem vilja fara hér í eldi.“ Vonandi kvótaaukning í ýsu Nú er skammt til loka fisk- veiðiársins. Gerir þú þér vonir um kvótaaukningu í sam- ræmi við mælingar Hafrann- sóknastofnunar? „Það er alveg borðleggj- andi að kvóti verður aukinn í þorski. Hann er út um allan sjó. Við hér á Patreksfirði er- um einnig að gera okkur vonir um að það verði aukn- ing í heimildum til veiða á ýsu. Það mátti svo sannarlega gera því ýsukvótinn hefur verið skorinn verulega niður síðustu fiskveiðiár.“ Er það þér ekkert áhyggju- efni að Sigurður Ingi Jó- hannsson, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráð- herra, kemur úr landbúnað- arhéraði? „Það er bara betra, ef eitt- hvað er.“ Botninum er náð Ertu þokkalega bjartsýnn á framtíð útgerðar og fisk- vinnslu á Vestfjörðum? „Ástandið er dapurt eins og er. Því veldur m.a. verðþróun á mörkuðum í Evrópu og víðar. Þessi grein, sjávarútvegurinn, er í sveiflu upp og niður og ég er þokkalega bjartsýnn á að sjávarútvegsfyrirtæki á sunn- anverðum Vestfjörðum geti spjarað sig vel. Botninum er náð og nú þokast þetta upp á við. Við hér á svæðinu berj- umst fyrir aukinni samkeppn- ishæfni, viljum fá aukinn skilning stjórnvalda á því hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá mun betri sam- göngur en við búum við í dag. Það kemur okkur ekkert að gagni að það sé bara talað um bættar samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum. Við viljum sjá vélarnar fara að vinna við vegagerð til sam- ræmis við aðra landshluta,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði. Fiskvinnslan og útgerð Odda hf. skapar mörgum atvinnu. Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Sími 422 2440 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.