Ægir - 01.06.2013, Síða 27
27
F I S K M A R K A Ð I R
„Framboðið hefur verið heldur
meira en við áætluðum en
verðið er heldur lægra en áð-
ur. Það hefur samt verið alveg
ágætur gangur í þessu hjá
okkur,“ segir Þórður Kjartans-
son, hjá Fiskmarkaði Suður-
nesja, sem rekur fiskmarkaði
á fimm stöðum á landinu;
Grindavík, Sandgerði, Hafnar-
firði, Ísafirði og Höfn í Horna-
firði. Heilt yfir starfa um 30
manns hjá Fiskmarkaði Suð-
urnesja.
„Þetta er reyndar árstíða-
bundið hjá okkur. Sumrin
hafa undanfarinn áratug verið
heldur dauf hjá okkur hérna
á suðvesturhorninu og það er
eitthvað í lífríkinu sem veldur
því. Þó hafa umsvifin verið
heldur meiri hjá okkur í
Grindavík í ár vegna þess að
Gjögursbátarnir hafa verið
nokkuð drjúgir við sölu þar,“
segir Þórður. Þá hafa fisk-
framleiðendur í Grindavík
eins og Stakkavík og Einham-
ar verið drjúgir við að selja
stærðarflokka sem þeir nýta
ekki.
Verðmyndun ræðst af
erlendum mörkuðum
Hann segir að strandveiðarn-
ar séu að sjálfsögðu viðbót
en gæftirnar gangi niður á
suðvesturhorninu yfir sumar-
tímann á öllum helstu nytja-
tegundum. Það hafi því
reynst strandveiðiflotanum á
þessu svæði erfitt að ná sín-
um skammti á þessum tíma.
„Það er eins og veiðin fær-
ist norður fyrir þegar hlýnar.
En þeir eru reyndar drjúgir
strandveiðimennirnir fyrir
austan á Höfn og Breiðdals-
vík og því svæði öllu.“
Þórður segir verð á mörk-
uðum vissulega hafa lækkað
og það eigi við um allt landið
enda sé þetta bara eitt mark-
aðssvæði.
„Flutningskostnaður virðist
ekki vera afgerandi þáttur í
verðmynduninni og það
kemur manni reyndar á óvart
hve lítil áhrif hann hefur á
verð. Verðmyndunin ræðst af
því sem erlendir markaðir eru
tilbúnir að greiða fyrir sjávar-
fangið. Reyndar hafa stærri
fyrirtækin líka híft upp verðið
þegar þeirra eigin bátar hafa
klárað kvótann eða eru ekki
að veiðum. Þá hafa þau
keypt á mörkuðum og virðist
ekki skipta öllu máli hvaða
verð eru í gangi. Þau þurfa
mörg hve að uppfylla samn-
inga og þetta getur ýtt verð-
inu upp,“ segir Þórður.
Flutningskostnaður
ekki afgerandi þáttur
í verðmyndun
Landað hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Sandgerði.