Ægir - 01.06.2013, Page 30
30
„Við erum að klára að steypa
þekju á Mávagarði sem er ný
olíubryggja hérna. Þetta hefur
verið heilmikil framkvæmd og
er splunkuný hafnaraðstaða.
Það á að færa olíubirgðastöð-
ina yfir á Mávagarð. Þetta er
65 metra langur kantur og
það var mörg þúsund rúm-
metrum dælt upp til þess að
búa til land þarna,“ segir
Guðmundur M. Kristjánsson
hafnarstjóri á Ísafirði.
Alls eru þarna á svæðinu
þrjár lóðir. Byrjað var á fram-
kvæmdinni í hitteðfyrra.
Heildarkostnaður hleypur á
um 150 milljónum króna.
Eins og Ísafjarðarbær hefur
þróast var olíubirgðastöðin
komin inn í miðjan bæinn og
því mikil þörf á nýrri að-
stöðu. Á þessu ári verður hún
flutt á nýja svæðið þar sem
verður aðstaða eins og boðið
er upp á í Reykjavík, Akur-
eyri og Neskaupstað þar sem
hægt er að taka olíu beint um
borð í skipin frá birgðastöð.
Útgerðirnar hafa fengið olí-
una á lægra verði ef hægt er
að dæla henni þannig beint
frá birgðastöðvum.
Um leið losnar um verð-
mætt svæði í bænum þegar
olíubirgðastöðin flytur sig um
set. Gert er ráð fyrir því að
þær tvær lóðir sem losna
verði mjög verðmætar því
þær eru á ákjósanlegum stað
á hafnarsvæðinu og miðbæn-
um.
Gríðarleg aukning er að verða í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar, enda eftir mörgu að sækjast í þeirri miklu náttúrufegurð sem þar gefur að líta.
H A F N I R
Ísafjarðarhöfn:
Olíubirgðastöðin að flytja
á nýjan Mávagarð
Mávagarður, framkvæmd upp á um 150 milljónir króna. Þar verður olíubirgðastöð
bæjarins í framtíðinni.