Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2013, Page 31

Ægir - 01.06.2013, Page 31
31 H A F N I R Ísafjarðarhöfn er einnig að fara endurbyggja um 60 metra langan löndunarkant á Suðureyri sem er verkefni sem hefur lengi verið á dag- skrá. Allt kapp verður lagt á að klára þessa framkvæmd á sem skemmstum tíma enda hefur raskið sem henni fylgir mikið óhagræði í för með sér fyrir fiskvinnsluna á Súganda- firði. Metár í komum skemmtiferðaskipa Talsverð umsvif eru á þessu ári hjá höfninni og þegar rætt var við Guðmund lágu ein- mitt tvö skemmtiferðaskip við festar í höfninni. Hann segir að þetta verði metár í komum skemmtiferðaskipa til Ísa- fjarðar. Alls eru 38 skip skráð til hafnar á þessu sumri með um 40 þúsund farþega. Á síð- asta ári komu 32 skemmti- ferðaskip með 31 þúsund far- þega þannig að aukningin er umtalsvert. Guðmundur segir þetta mikla búbót fyrir bæinn og um leið höfnina. „En fyrst fremst er það sjávarútvegurinn sem stendur undir tekjunum. Þetta ár stefnir í að verða eitt það besta í langan tíma hvað varðar landanir heimaflotans og aflamagn. Einnig er vænt- anlegur hingað til lands grænlenskur togari sem stundar rækjuveiðar við Aust- ur-Grænland. Gangi allt að óskum landar hann með reglulegum hætti ferskri rækju sem fer í vinnslu á Ísa- firði. Þótt oft hafi verið þröngt í búi lítum við ávallt björtum augum til framtíðar,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Hafna Ísafjarðarbæjar, segir það fyrst og fremst sjávarútveginn sem skaffi höfninni tekjur.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.