Ægir - 01.06.2013, Side 32
32
H A F N I R
Engar nýframkvæmdir eru á
döfinni hjá Hafnarfjarðarhöfn
en þar á bæ safna menn
kröftum eftir stórframkvæmdir
á undanförnum árum. Talsvert
verður um viðhaldsfram-
kvæmdir og aðrir fjármunir
fara til rekstrar og þess að
greiða niður skuldir. Már
Sveinbjörnsson hafnarstjóri
kveðst reikna með að næstu
fimm árin verði lítið um ný-
framkvæmdir í Hafnarfjarðar-
höfn. Viðhaldsverkefnin nú
felast í viðgerðum á bökkum
og bryggjum sem gefa eftir og
slitna, eins og gengur.
„Við erum reyndar að
skipta um dekkin á bryggjun-
um í Straumsvík og setja þar
upp svokallaðar blaðþybbur.
Þetta eru varnir á bökkunum
sem koma í veg fyrir
skemmdir á skipum þegar
þau nuddast utan í bakkana.
Þetta eru sterkar, lóðréttar
plötur sem eru gúmmíklædd-
ar og innbyggt í þær eru
demparar sem taka við högg-
um og hnjaski,“ segir Már.
Hann segir að umsvifin í
Hafnarfjarðarhöfn séu nú
mjög svipuð og þau hafi ver-
ið undanfarin ár. Mesta um-
ferðin um höfnina hafi verið
að sumarlagi en minni að
vetrarlagi og segir hann að
svipað virðist ætla að verða í
sumar.
„Það er mikið að gera
núna og höfnin full af skip-
um. Við vonum til að þetta
endist fram í september. Mest
eru þetta togarar en einnig
eru fragtskip þarna á milli.“
Tíu skemmtiferðaskip eru
bókuð í Hafnarfjarðarhöfn í
sumar og er eitt þeirra þegar
komið og farið. Þann 30. júlí
leggjast þrjú skemmtiferða-
skip að bryggju í bænum og
má búast við fjölmenni í
Hafnarfirði þessa daga. Tvö
skipanna eru með um 250
farþega en það þriðja 600 far-
þega.
Í heildina leggja 200 til
250 skip að bryggju í Hafnar-
firði í sumar og segir Már það
mjög svipaða umferð og ver-
ið hefur í allmörg ár. Talsvert
er um komur rússneskra tog-
ara og togara frá löndum eins
og Grænlandi, Noregi, Fær-
eyjum og Danmörku. Einnig
slæðast inn togarar frá Kan-
ada og öðrum löndum, sem
og íslenskir togarar.
„Við fjárfestum fyrir tvo og
hálfan milljarð króna í hafnar-
svæðinu okkar og hluti af
láninu hefur vaxið eftir hrun-
ið og það hefur dálítið dregið
úr okkur máttinn. Við erum
því fyrst og fremst að ein-
beita okkur að því að greiða
niður lán og safna kröftum.
Framkvæmdirnar koma enda
í bylgjum og framkvæmdirnar
sem við fórum í á Hvaleyrar-
svæðinu voru risastórar á
okkar mælikvarða,“ segir Már.
Hafnarstjórnin hefur sett
fram tillögu um að brjóta nýtt
land vestan Straumsvíkur sem
verði framtíðarhafnarsvæði
Hafnarfjarðar. En grundvallar-
ákvarðanir liggja ekki fyrir
þannig að hægt verði að
skipuleggja svæðið í þaula.
„Það er trú hafnarstjórnar
að þetta sé mjög góður kost-
ur til hafnargerðar,“ segir
Már.
Togarar í löngum röðum í Hafnarfjarðarhöfn.
Menn að safna kröftum fyrir
næstu framkvæmdir
Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, segir umsvifin í höfninni svipuð og
verið hefur í allmörg ár.