Ægir - 01.07.2013, Síða 6
6
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Færeyingar og hjálparhöndin
Árið 2008 bræddi íslenska hagkerfið svo hraustlega úr sér að
allur heimurinn man það enn. Hverjir buðu fyrstir allra fram
aðstoð sína? Jú, litla eyþjóðin, 50 þúsund manna fiskveiðisam-
félagið, snaraði rúmum 6 milljörðum á borðið, ígildi þess að
Íslendingar réttu þeim 35 milljarða við svipað tækifæri - miðað
við höfðatölur.
Minni mitt er kannski ekki það besta norðan Alpafjalla, en
ég man ekki betur en að Færeyingar færu svo gott sem á haus-
inn fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi. Þjóðarframleiðslan dróst saman
um þriðjung og fólksflótti brast á sem enn markar færeyskt
samfélag. Réttum við frændum okkar hliðstæða hjálparhönd?
Það held ég ekki og stundum man ég óþægilega hluti betur en
þægilega: einhverjum fannst viðeigandi á þessu tímabili að
leggja til að taka af þeim þær litlu veiðiheimildir sem Færeying-
ar hafa innan íslensku lögsögunnar. Það var í eitt af þessum
skiptum sem ég hef skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í grein á heimasíðu
sambandsins.
Kjarasamningar eru meinsemdin
Íslenskir kjarasamningar stöðva alla alla sókn íslenskra fiski-
skipa í lögsögu annarra ríkja. Allar þjóðir sem stunda veiðar
utan eigin landhelgi verða að kaupa veiðileyfi af viðkomandi
strandþjóð. Íslenskir kjarasamningar gera ekki ráð fyrir þessu.
Þess vegna eru engin íslensk skip að veiða í lögsögu annarra
ríkja með því að leigja þar heimildir.
Því er kannski kominn sá tími að Samtök atvinnulífsins og
stéttarfélögin setjist niður til að komast að niðurstöðu um það
hvort eitthvert vit er í því að veiða í lögsögu annarra þjóða eða
ekki. Þá verður að gera sér kjarasamninga um þær veiðar. Það
þýðir ekki að sjómenn eigi að taka þátt í kvótakaupum. Það
eiga þeir ekki að gera. Spurningin snýst að menn setjist niður
og reikni út hvort það sé arðbært bæði fyrir útgerð og sjómenn
að veiða á erlendum miðum.
Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi hf. í viðtali við síðuna kvotinn.is
U M M Æ L I
Áramót eru jafnan tími til að líta um öx og horfa fram á veg. Nýlið-
in mánaðamót marka jafnframt áramót í fiskveiðum - nýtt kvóta-
ár er hafið með nýjum úthlutunum aflaheimilda. Margar útgerðir
hafa líkast til verið orðnar aðþrengdar í heimildum en athyglis-
vert er að á þeim tíma þegar þrengdi hvað mest að í aflaheimild-
um tókst furðuvel að halda uppi atvinnustigi í byggðarlögunum.
Það sýnir kannski öðru fremur hvernig sjávarútvegurinn og hugs-
un í greininni hefur breyst frá því sem áður var. Stýring á veiðum
er nákvæmari en áður var og beintengdari eftirspurn á mörkuð-
um. Áður fyrr var kapphlaupið alls ráðandi og magnhugsunin
ríkjandi. Þá birtust myndir af risaköstum togara og uppsveifla
mældist í hugtakinu aflahrota. Nú vilja menn ekki sjá risaköst
heldur þvert á móti forðast allt slíkt. Magnhugsunin hefur vikið
fyrir verðmætahugsuninni. Og það er vel. Það að gera sem allra
mest úr því sem hafið gefur er um leið hugsun sem gengur út á
að ganga sem allra best um auðlindina. Aldrei er of oft minnt á
að útgerðarmenn og sjómenn eru náttúruverndarsinnar í raun -
þó oft sé öðru haldið fram.
Sjávarútveginum og þjóðinni allri er mikið fagnaðarefni að nú
aukast aflaheimildir í þorski. Með því fæst milljarða innspýtingin í
efnahagslífið og veitir ekki af. Ísland hefði aldrei komist í gegnum
þrengingar að undanförnu nema hafa sem bakhjarl sjávarútveg í
þeim rekstri sem raun ber vitni. Og greinin mun verða hryggjar-
stykki í því að efnahagslífið komist á styrkari stoðir á nýjan leik,
fái hún að þróast á eðlilegan hátt. Sagan segir okkur að áhrifa
aukins afla gætir hratt - alveg á sama hátt og snöggar niðursveifl-
ur í fiskafla hafa ruggað þjóðarskútunni hressilega. Breytingin á
síðari árum er hins vegar fólgin í fleiri stoðum innan sjávarút-
vegsins, þegar dregist hefur saman í þorskveiðum hefur uppsjáv-
arveiðin eflst og öfugt. Þetta hefur hins vegar ekki gerst af sjálfu
sér - allt byggist þetta á því að fólk innan greinarinnar hefur séð
tækifæri, verið opið fyrir nýrri tækni, framleitt hágæðaafurðir og
aldrei látið staðar númið í því að gera betur í dag en í gær. Þann-
ig verður framþróun.
Íslendingar hafa farið þá leið að byggja almennt á vísindaleg-
um rannsóknum á fiskistofnum, taka ekki verulega áhættu þegar
vísindalegar rannsóknir hafa hringt viðvörunarbjöllum. Um
útfærslu verða menn örugglega aldrei sammála en í þeirri stöðu
sem þorskstofninn er nú verður ekki dregin önnur ályktun en það
hafi skilað árangri að draga úr veiðum í þeim tilgangi að byggja
stofninn upp. Með sífellt betri veiðitækni og skipum er auðveld-
lega hægt að ganga svo nærri fiskistofnum að þeir eigi sér ekki
viðreisnar von nema á löngum tíma. Kollsteypur af því tagi vill lík-
ast til enginn þó allir óski sér þess að geta veitt meira og selt
meira.
Íslendingar hafa hamrað á nauðsyn þess að vísindin komi
meira inn í deilurnar um makrílinn. Að Evrópusambandið viður-
kenni nauðsyn þess að fá skýrari mynd af makrílstofninum í
norðurhöfum og göngum hans. Nýbirtar niðurstöður fiskifræð-
inga frá Íslandi, Færeyjum og Noregi styðja þessa skoðun fremur
en hitt. Vísitala makríls hefur aldrei mælst hærri á norðurhafs-
svæðinu og þess vegna er óþolandi að sitja undir ásökunum um
rányrkjuveiðar Íslendinga á þessari fisktegund sem sannanlega
gengur mun meira inn í lögsöguna en áður. Mælingin sýnir 17%
stofnsins í lögsögunni og því skyldu Íslendingar ekki eiga fullan
rétt á til að nýta hann eins og aðrir?
Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar
Í upphafi nýs kvótaárs