Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2013, Side 8

Ægir - 01.07.2013, Side 8
8 Ö R Y G G I S M Á L Vélsmiðjan Hamar og Pro- mens á Dalvík hafa gert með sér samkomulag um að Pro- mens kynni og selji svokallað Kristjánsbúr í gegnum alþjóð- legt sölukerfi sitt. Búrið er það fyrsta sinnar tegundar sem hlotið hefur CE vottun og var formlega afhjúpað á Fiski- deginum mikla á Dalvík í ágúst. Promens mun í fyrstu markaðssetja Kristjánsbúrið á Íslandi, í Færeyjum og í Nor- egi. Nafn sitt dregur búrið af Dalvíkingnum Kristjáni Guð- mundssyni, sem slasaðist al- varlega fyrir tveimur árum þegar hann varð undir þung- um fiskikerjum við löndun. Við löndun eru fiskikerin sett í búrið áður en þau eru hífð í land þannig er tryggt að ker- in geta ekki losnað og fallið niður líkt og gerðist þegar Kristján slasaðist fyrir tveimur árum. Kristján, sem náð hefur ótrúlegum bata, hélt við af- hjúpunina magnaða ræðu þar sem hann sagði frá slysinu og þeim áhrifum sem það hefur haft á líf hans. Kallaði hann Kristjánsbúrið „bestu uppfinn- ingu allra tíma“ við mikinn fögnuð áheyrenda. Aukið öryggi og tímasparnaður Strax eftir slysið á Dalvík setti Kristján Vilhelmsson, útgerð- arstjóri Samherja, saman vinnuhóp sem fékk það hlut- verk að hanna búnað sem tryggja myndi öryggi starfs- manna við löndun. Í hópnum voru starfsmenn Samherja, löndunarfyrirtækisins Valeska á Dalvík og Hamars ehf. Þegar farið var að vinna með búrið í prófunarferli kom í ljós, að auk þess að tryggja öryggi starfsmanna við löndun þá hefur sýnt sig að löndun gengur hraðar fyrir sig. Búrið skilar því aukinni hagræðingu. Við bættist svo að búrið fer betur með fiski- kerin og lengir líftíma þeirra. Eftir mikla þróunarvinnu og prófanir var Kristjánsbúrið formlega sýnt almenningi í fyrsta sinn á 30 ára afmæli Samherja sem haldið var upp á á Fiskideginum mikla. Smíðað á Norðurlandi Kári Pálsson, forstjóri Hamars ehf., segir Kristjánsbúrin smíðuð í smiðju fyrirtækisins á Akureyri. Hann segir verk- efnið hafa verið skemmtilega samvinnu margra aðila og að Samstarfsverkefni Samherja, Vélsmiðjunnar Hamars og löndunarfyrirtækisins Valeska á Dalvík: Kristjánsbúrið er bylting í löndun á fiskikerjum - Promens á Dalvík markaðssetur tæknilausnina hérlendis og erlendis Daði Valdimarsson hjá Promens afhendir Óskari Óskarssyni hjá löndunarfyrirtæk- inu Valeska á Dalvík fyrsta Kristjánsbúrið formlega.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.