Ægir - 01.07.2013, Page 12
12
F I S K T Æ K N I N Á M
„Þessi samningur er okkur
mjög mikilvægur og leggur
grunn að áframhaldi á starf-
semi skólans og uppbyggingu.
Samkomulagið er vítamín-
sprauta fyrir okkur inn í fram-
tíðina,“ segir Nanna Bára
Maríasdóttir, sviðsstjóri Fisk-
tækniskóla Íslands í Grindavík
um samkomulag sem Illugi
Gunnarsson, menntamálaráð-
herra og Ólafur Þór Jóhanns-
son, formaður stjórnar skól-
ans, undirrituðu fyrir skömmu
um kennslu í fisktækni í til-
raunaskyni. Samningurinn
tryggir rekstur þessa skólaárs
en Nanna Bára segir hvað
mikilvægast að hann kveði
jafnframt á um að skólinn
verði settur á fjárlög sem sér-
skóli á framhaldsskólastigi og
að þeirri vinnu skuli lokið á
næstu vikum. Ákveðnu óvissu-
tímabili ljúki með þessum
tímamótum.
HDS 10/20-4 M
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
HDS 8/17-4 M
30-170 bör
400-800 ltr/klst
HDS 5/11 U/UX
110 bör
450 ltr/klst
1x230 volt
Gufudælur
Aflmiklir vinnuþjarkar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Undirritun samnings menntamálaráðuneytisins og Fisktækniskólans. Frá vinstri: Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari, Ólafur Þór Jóhannsson stjórnarformaður, Illugi
Gunnarsson menntamálaráðherra og Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri.
Menntamálaráðherra undirritar samning
við Fisktækniskólann í Grindavík:
Grunnur lagður
að frekari upp-
byggingu fisk-
tæknináms