Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2013, Page 20

Ægir - 01.07.2013, Page 20
20 V E S T M A N N A E Y J A R Í heimsókn hjá Grími kokki í Vestmannaeyjum: Fullvinnur brakandi ferskt sjávarfangið á disk neytenda Grímur Gíslason við kælinn með humarsúpu Gríms kokks í höndunum. Hann segir kælana vera hjartað í fyrirtækinu sem geri það að verk- um að engin aukaefni þarf að setja í réttina. Grímur kokkur er vaxandi fyrirtæki sem byggir á þeirri matar- kistu sem Vestmannaeyjar eru. Fyrirtækið framleiðir 24 vöruteg- undir, mestmegnis úr sjávarfangi og þekktur er plokkfiskurinn hans Gríms og humarsúpan sem hvort tveggja er fáanlegt í verslunum um allt land. Grímur kokkur er Gíslason og mat- reiðslumeistari sem vildi prófa hvort ekki væri hægt að fram- leiða tilbúna sjávarrétti ofan í landsmenn. Fyrirtækið hóf starf- semi í leiguhúsnæði úti á Eiði sem var selt ofan af því nýlega. Það var því strax farið í leita að hentugu húsnæði sem fannst í gömlu netaverkstæði við Hlíðarveg. Öllu var rústað út úr húsinu og það endurhannað fyrir matvælaframleiðslu. Flutt var inn í nýja húsnæðið um áramót og síðan hefur Grímur ekki litið til baka.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.