Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2013, Page 61

Ægir - 01.07.2013, Page 61
61 R Æ K J U R A N N S Ó K N I R Stuttu er lokið árlegum út- hafsveiðileiðangri Hafrann- sóknastofnunar fyrir norðan og austan land. Farið er í leið- angurinn til að meta annars vegar stofnstærð rækju og hins vegar nýliðun. Togstöðv- arnar voru að þessu sinni 92 talsins en mælingarnar voru gerðar á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Samkvæmt niðurstöðum Hafrannsóknastofnunarinnar er veiðistofnvísitala lítið sem ekkert breytt frá mælingum síðustu tveggja ára. Rækju- stofninn hefur verið í lægð ef horft er til lengra tímabils aft- ur í tímann og er þar með öðrum orðum enn. Meira mældist þó af rækju á Sléttu- grunni en undanfarin ár og vísitalan þar var lítið eitt yfir meðallagi. Minna mældist þó við Grímsey en síðustu þrjú ár en á öðrum svæðum var vísitalan langt undir meðaltali yfir lengri tíma litið. Niður- stöður leiðangursins sýna rækjuna einnig smærri á öl- um svæðum en undanfarin ár. Það jákvæða við niður- stöðurnar er þó hitt að nýlið- un heldur áfram að mælast vaxandi en sú hefur verið niðurstaða rannsóknanna frá árinu 2010. Hún mælist nú sú besta síðustu níu árin og til framtíðar litið er því stofninn á réttri leið þó hægt fari. Í umræddum rækjurann- sóknum er fiskgengd mæld á rækjuslóðinni. Minna mældist nú af þorski en síðustu ár, mest norðaustur af landinu og vestast á svæðinu sem rannsóknirnar náðu til. Hins vegar var svipað magn af grá- lúðu og mælt hefur verið ár- lega liðin fimm fimm ár. Besta nýliðun rækju í níu ár Mynd 4. Bráðabirgðaútreikningar á nýliðun úthafsrækju. SKIPAÞJÓNUSTA EINARS JÓNSSONAR EHF Laufásvegi 2a • 101 Reykjavík • Gsm: 892 1565 • Sími: 552 3611 • Fax: 562 4299 Útgerðarmenn . . . ! Látið okkur sjá um reglulegt viðhald á skipum ykkar og bátum. Sérhæfum okkur í viðhaldi á vinnsludekkjum. Fiskvinnslustöðar . . . Háþrýstiþvottur og sandblástur. Alhliða viðgerðir á þökum og veggjum. Föst verðt i lboð --- Margra ára reynsla --- Le i t ið upplýs inga Málun og einangrun skipa Hér má sjá þá niðursveiflu sem verið hefur í nýliðun í rækju í um áratug. Mælingin í ár er sú besta um níu ára skeið. Rækjuiðnaðurinn hér á landi á land í land með að ná þeirri stöðu þegar best lét og mest veiddist.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.