Ægir - 01.09.2010, Page 9
9
F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N
rýmkaðar frá og með fisk-
veiðiárinu 2004/2005. Þetta
var útfært þannig að há-
marksúthlutun vegna jöfnun-
arkvóta og byggðakvóta varð
12.000 lestir af óslægðum
botnfiski. Við þetta gátu
stjórn völd úthlutað hærri
byggðakvóta.
Byggðakvótafyrirkomulag-
ið undanfarin ár hefur verið
þannig að ráðherra ákveður
heildaraflamagn byggðakvót-
ans með reglugerð. Því næst
er ákveðið hvaða sveitarfélög
fái kvótann. Tilteknar reglur
hafa gilt um úthlutun byggða-
kvótans til einstakra skipa en
að fenginni staðfestingu ráðu-
neytisins geta sveitastjórnir
sett sérreglur um efnið. Á
grundvelli viðeigandi ákvæða
í lögum og stjórnvaldsfyrir-
mælum úthlutar Fiskistofa
byggðakvóta til einstakra
skipa, sbr. gildandi 8. mgr.
10. gr. laga um stjórn fisk-
veiða nr. 116/2006.
Nokkrar deilur hafa sett
svip sinn á úthlutun byggða-
kvóta til einstakra útgerða og
hefur umboðsmaður Alþingis
gefið út nokkur álit af þeim
sökum. Hvorki gefst tóm til
að reifa álitin né heldur efni
reglna er varða úthlutun svo-
kallaðs sérstaks byggða-
kvóta.3) Það sem skiptir mestu
máli er að almennur byggða-
kvóti og sérstakur byggða-
kvóti hafa á undanförnum ár-
um numið að jafnaði nokkur
þúsund lestum af botnfiski í
þorskígildum talið. Þetta
magn hefur verið dregið frá
áður en leyfilegum heildar-
afla er skipt á grundvelli afla-
hlutdeilda skipa.
Línuívilnun
Með b-lið 3. gr. laga nr.
147/2003, sbr. 2. ml. 5. gr.
sömu laga, var dagróðrabát-
um, sem beita línu í landi,
veitt heimild frá 1. febrúar
2004 að landa 16% umfram
þann afla í þorski, ýsu og
steinbít sem reiknaðist til
aflamarks þeirra. Með c-lið 2.
gr. laga nr. 22/2010 var hlut-
fall línuívilnunar í þessum
þrem tegundum hækkað upp
í 20% samhliða því sem að
landa mætti 15% umfram
aflamark dagróðrabáta í
þorski, ýsu og steinbít sem
stokkuðu línuna upp í landi.
Línuívilnun tók fyrst gildi
við stjórn þorskveiða 1. sept-
ember 2004. Síðan þá hefur
þessi heimild dugað til að
veiða samtals 3.375 lestir af
óslægðum þorski á hverju
fiskveiðiári, sbr. nú 8. mgr.
11. gr. laga um stjórn fisk-
veiða nr. 116/2006. Línuíviln-
un tók fyrst gildi við stjórn
ýsu- og steinbítsveiða 1.
febrúar 2004. Frá og með
haustinu 2004 hafa verið gildi
ýmsar heildaraflatakmarkanir
á nýtingu þessarar heimildar
við stjórn ýsu- og steinbíts-
veiða en þær hafa verið
ákveðnar í reglugerðum en
ekki í lögum. Ráðherra hefur
því haft meira svigrúm til að
ákveða hlutfallslegt vægi
línu ívilnunar við stjórn þeirra
veiða en stjórn þorskveiða.
Heimildin til línuívilnunar
hefur ávallt verið bundin til-
teknum skilyrðum, svo sem
að henni sé beitt í landi og
bátur komi til löndunar í
höfn þeirri þar sem línan var
tekin um borð, innan 24
klukkustunda frá því að hald-
ið var til veiða úr þeirri höfn.
Jafnframt hafa þær reglur gilt
að leyfilegu heildarmagni
hverrar tegundar hefur verið
skipt innan fiskveiðiársins á
fjögur þriggja mánaða tímabil
frá 1. september að telja.
Höfundur er sérfræðingur hjá
Lagastofnun Háskóla Íslands.
Skoðanir sem kunna koma fram
í greininni lýsa viðhorfum höf-
undar en ekki stofnunarinnar.
Helgi Áss Grétarsson