Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2010, Qupperneq 11

Ægir - 01.09.2010, Qupperneq 11
11 Að dómi greinarhöfundar rýra sérúthlutanir aflaheimilda getu sjávarútvegsins til að skipuleggja rekstur sinn, allt frá því að skip fer út á sjó til að veiða og þar til fiskurinn er kominn á disk neytandans. Ef menn geta ekki treyst á hlutfallslegan stöðugleika aflahlutdeildarinnar er erfið- ara að skipuleggja veiðar og vinnslu með það fyrir augum að lágmarka kostnað en há- marka tekjur. Jafnframt verð- ur örðugra að semja til langs tíma við trausta fiskkaupend- ur en mikilvægt er að tryggja stöðugt framboð á mörkuð- um, m.a. í því skyni að fá sem hæst verð fyrir aflann. Svo virðist sem margir eigi erfitt með að skilja þessar rekstrarforsendur í sjávarút- vegi nútímans. Framangreint mættu þeir íhuga sem í öðru orðinu mæra mikilvægi regl- unnar um hlutfallslegan stöð- ugleika í sameiginlegu sjávar- útvegsstefnu Evrópusam- bandsins en hallmæla í hinu orðinu úthlutunarreglum ís- lenska aflamarkskerfisins. Í þeirra huga er væntanlega eðlilegt að ríki geti stjórnað veiðum sínum með hliðsjón af hlutfallslegum stöðugleika en það sama eigi ekki við um þá sem hafa með veiði- reynslu eða með kaupum öðlast rétt yfir aflahlutdeild/ krókaaflahlutdeild í einstakri tegund nytjastofns. Hin neikvæða umræðu- hefð um íslenska fiskveiði- stjórnkerfið hefur skapað flækjur sem kann m.a. að skýra orsök þess að ávallt eru til staðar pólitískar forsendur til að hringla með meginregl- ur aflamarkskerfisins. Þannig var mögulegt í árslok 2003 að setja reglur sem gagnast þeim sem handbeita línur í stað þeirra sem vélbeita þær. Líkja má þessu við hvatakerfi á vegum hins opinbera þar sem byggingaverktakar sem nota skóflur eru verðlaunaðir í stað þeirra sem nota gröfur. Hafi hugvitssemi verið sýnd með upptöku línuívilnunar- innar ber strandveiðifyrir- komulagið vitni um frjótt ímyndunarafl. Með því er tryggt að mörg hundruð smá- bátar keppa sín á milli í nokkra daga yfir sumartím- ann um takmarkaðan kvóta- pott. Þessu fylgja ærin við- fangsefni, m.a. sem lúta að auknum sóknarkostnaði, full- nægjandi meðferð afla og gæðum hans. Niðurstaðan er sú að stjór- nmálamenn vilja hafa vald sem tryggi að fiski sé landað á stað A fremur en stað B eða þá að útgerðarflokkur A stundi fremur fiskveiðar í at- vinnuskyni en útgerðarflokk- ur B. Um það snúast sérút- hlutanir aflaheimilda á tíma- bilinu 1999-2010 sem og á tímabilinu 1991-1998. Ekki hefur verið látið á það reyna fyrir dómi hvort þessar sérút- hlutanir standist grundvallar- reglur stjórnarskrárinnar, t.d um vernd eignarréttar. Telja verður að slíkt auki líkur á að þær séu löglegar. Tilvísanir 1) Fiskveiðiárin 2003/2004-2006/2007 var á bilinu 3.000-4.000 þorskígild- islestum í botnfiski úthlutað á hverju fiskveiðiári á þessum grund- velli en fiskveiðiárin 2007/2008- 2009/2010 var um 2.000 lesta þorskígildislestum í botnfiski út- hlutað á hverju fiskveiðiári. 2) Sjá nánari umfjöllun um úthlutun jöfnunarkvóta í eftirfarandi ritgerð- um höfundar: „Úthlutun þorsk- veiðiheimilda 1984-2007: Lagalegar staðreyndir eða staðalímyndir?“. Af- mælisrit lagadeildar 2008, bls. 278- 280; „Hvernig urðu aflaheimildir í botnfiski til? Enn af staðalímynd ís- lenska fiskveiðistjórnkerfisins“. Úlf- ljótur 2009, bls. 218-219. 3) Sjá til hliðsjónar Helga Áss Grétars- son: „Úthlutun þorskveiðiheimilda 1984-2007: Lagalegar staðreyndir eða staðalímyndir?“, bls. 280-281; „Hvernig urðu aflaheimildir í botn- fiski til? Enn af staðalímynd ís- lenska fiskveiðistjórnkerfisins“, bls. 218-219. 4) Sjá til hliðsjónar Helga Áss Grétars- son: „Úthlutun þorskveiðiheimilda 1984-2007: Lagalegar staðreyndir eða staðalímyndir?“, bls. 282; „Hvernig urðu aflaheimildir í botn- fiski til? Enn af staðalímynd ís- lenska fiskveiðistjórnkerfisins“, bls. 218-219. 5) Sjá einnig Helga Áss Grétarsson: „Sérúthlutanir aflaheimilda á árun- um 1991-1998“. Ægir, 1. tbl. 2010, bls. 10-12. F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N Starfsfólk Íspóla ehf. hefur margra ára reynslu í sölu sjávarafurða og hefur breiðan hóp viðskiptavina um allan heim sem þekkja gæði íslensks sjávarfangs. Þurfir þú að komast í samband við öruggan kaupanda þá erum við rétti aðilinn. Íspólar ehf. - Köllunarklettsvegi 1 - 104 Reykjavík - Furuvöllum 13 - Akureyri Sími 517 8880 - www.ispolar.is

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.