Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2010, Qupperneq 14

Ægir - 01.09.2010, Qupperneq 14
14 „Ég hef hér gert fortíðina að nokkru umræðuefni og það má spyrja sig hvers vegna ég geri svo. Jú, með þessari um- fjöllun sést að fylgt er heild- stæðri stefnu í sjávarútvegs- málum þjóðarinnar og hér er hvergi hvikað. Ummælum um annað vísa ég til föðurhús- anna. Stefnan er mörkuð en það er jafnframt skýr vilji til umræðu í leit að bestu lausn. Það hafa á þessu ári átt sér stað breytingar og það eru fleiri breytingar í farvatninu og ástæðan fyrir þeim á sér þær djúpar rætur sem allir þekkja. Framan í þessar breytingar þurfa menn að þora að horfa og taka þátt í þeim af opnum hug en ekki stinga höfðinu í sandinn. Það færir engum neitt,“ sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á aðal- fundi LÍÚ. Jón sagði stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar inni- halda sérstakan kafla um fisk- veiðar þar sem fram komi markmið um endurskoðun stjórnar fiskveiða. „Hér er því um veigamikla stefnuyfirlýsingu að ræða og ef það eru einhverjir hér inni sem halda enn að engin al- vara fylgi þessum orðum þá segi ég við þá sömu – það er mikill misskilningur! Þó að við horfum bara á eitt atriði þá er verkefnið mikið þegar við tölum um það að skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu sjávar- auðlindarinnar. Menn þurfa hreinlega að vera blindir að mínu mati til þess að sjá ekki að þjóðin mun ekki sætta sig við óbreytt ástand.“ Líkt og formaður LÍÚ gerði sjávarútvegsráðherra í máli sínu starf og skýrslu sátta- nefndarinnar að umtalsefni. „Ýmsir hafa undanfarið stigið fram og fundið skýrslu hóps- ins margt til foráttu en það þarf hins vegar ekki að koma á óvart að menn túlki ein- staka þætti hennar út frá sínu hagsmunalega sjónarhorni. Ég er samt ekki í þeim hópi og segi að vel hafi tekist til miðað við aðstæður,“ sagði ráðherra. „Skýrslan gerir á skilmerki- legan hátt grein fyrir mismun- andi sjónarmiðum, dregur fram þau atriði sem mest sátt er um en tiltekur jafnframt á heiðarlegan hátt atriði sem minni sátt er um. Að lokum eru settir fram valkostir í framhaldi málsins. Ég veit ekki hvað menn gátu farið fram á meira. Næsta skref í endurskoðun á stjórn fiskveiða samanber stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er að sérstakur starfs- hópur innan ráðuneytisins, með þáttöku utanaðkomandi sérfræðinga, hefji vinnu við sjálfa frumvarpssmíðina. Grunnskipulagningu er að mestu lokið og ég á ekki von á öðru en allt sé að komast á fulla ferð. Skýrsla vinnuhóps- ins mun koma að fullum not- um við þessa vinnu. Ekki hefur enn verið útfært hvern- ig samráði við hagsmunaaðila verður hagað meðan á vinnu þessari stendur en það verð- ur viðhaft eftir því sem eðli- legt og nauðsynlegt er. Vinnunni verður hraðað eftir mætti en á þessu stigi er ekki hægt að tilgreina hvenær henni lýkur,“ sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. A Ð A L F U N D U R L Í Ú Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, í ræðu á aðalfundi útvegsmanna: Skýr vilji til umræðu í leit að bestu lausnum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þó að við horfum bara á eitt atriði þá er verkefnið mikið þegar við tölum um það að skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu sjávarauðlindarinnar. Menn þurfa hreinlega að vera blindir að mínu mati til þess að sjá ekki að þjóðin mun ekki sætta sig við óbreytt ástand!,“ segir sjávarútvegsráðherra. Starfstöðvar Þorlákshöfn Hafnarfjörður Hornafjörður Vestmannaeyjar Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Við bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip Starfsstöðvar Þorlákshöfn Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ísfell er eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi í þjónustu við sjávarútveginn. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu með útgerðar-, björgunar- og rekstarvörur ásamt veiðafæragerð undir nafninu Ísnet. Sterk staða Ísfells markast helst af góðu vöruúrvali, þjónustu og mikilli þekkingu starfsfólks á íslenskum sjávarútvegi. Hafðu samband við sölumenn okkar og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Fast þeir sækja sjóinn! Við bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.