Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 24
24
ig boðið markaðnum upp á hátt þjón-
ustustig, þ.e. jafna og örugga afhendingu
árið um kring en slíkt er að sjálfsögðu
erfiðara þegar byggt er á villtri veiði.
Segja má að íslenskur sjávarútvegur hafi
með ýmsum hætti reynt að bregðast við
þessu en eins og allir þekkja geta margir
óviðráðanlegir ytri þættir haft áhrif á
þetta atriði.
„Við erum semsé að horfa á þessi
þrjú atriði, þ.e. kjötgæðin, vinnslugæðin
og þjónustustigið. Við getum verið bestir
í kjötgæðunum og undirstrikað þau með
villtum veiðum og vel stýrðum sjávarút-
vegi, við getum farið áleiðis í samkeppn-
inni um vinnslugæðin og sömuleiðis
verðum við að gera allt sem við getum
til að komast áleiðis hvað áreiðanleikann
og þjónustustigið varðar.“
Veiðistjórnun og umhverfismál sífellt mik-
ilvægari
„Þessi atriði eru mjög mikilvæg,“ svarar
Kristján þeirri spurningu hversu náin
tengsl séu milli markaðsmála, umhverfis-
mála og veiðistjórnunar. „Það er mjög
hröð þróun á þessum sviðum og við-
skiptavinir krefjast í auknum mæli að
fiskur eigi uppruna sinn í vottuðum
veiðum eða eldi. Með tilkomu íslenska
umhverfismerkisins á framleiðslu sjávar-
afurða erum við að stíga gott skref í
þessa átt. Ástæðan er sú að stóru vöru-
merkin og verslanakeðjurnar eru að
draga úr sinni áhættu með því að geta
sagt við sína viðskiptavini og hluthafa að
þau geri allt sem hægt er til að tryggja
að vel sé gengið um náttúruna og auð-
lindir hafsins og að afurðin sé framleidd
af mikilli ábyrgð hvað þetta varðar.“
Aðaláherslan á Evrópumarkað
Um langt skeið var Ameríkumarkaður
mjög mikilvægur fyrir útflutning á fryst-
um afurðum en síðan hefur áherslan
færst yfir til Evrópu. Sú spurning er áleit-
in hvort við séum rétt staðsett, ef svo má
segja, á þeim markaði eða hvort ástæða
sé til að horfa til annarra svæða, s.s. Asíu
eða Rússlands.
„Breytingin frá Bandaríkjunum yfir til
Evrópu lá að hluta til í gengisþróun doll-
arsins en það er ómögulegt að segja til
um hvort það muni einhvern tímann
breytast aftur. Styrkur íslensks sjávarút-
vegs hefur að hluta til verið sveigjanleik-
inn til þess að nýta sér tækifæri, hvort
heldur er í mismunandi veiðum eða teg-
undum. Þegar við ræðum um markaði
skiptir því máli hvað við erum að veiða
hverju sinni. Stærsti markaður okkar fyrir
bolfisk er í Evrópu, hvort heldur við
horfum til frystra afurða, saltaðra eða
ferskra. Þess vegna á áhersla okkar að
vera þar en við megum ekki horfa
framhjá möguleikum í Rússlandi, sem
gætu farið vaxandi.
Ef við horfum á uppsjávarfiskinn þá
höfum við Asíumarkað og það eru tæki-
færi fyrir okkur í Austur-Evrópu og Afr-
íku en þar eru menn að fara hver í sínu
lagi inn á markaðinn en ekki sem heild.
Að mínu mati ættu íslenskir framleiðend-
ur að nýta tækifæri til að markaðssetja
sína framleiðslu sameiginlega bæði í
Rússlandi og Afríkulöndum. Þannig eig-
um við meiri möguleika á bestu verðun-
um og viðskiptavinunum.“
Verðum að halda sögunni á lofti
Kristján telur markaðslega mjög jákvætt
að veiðar hér á miðunum verði vottaðar
og hann segir upprunamerki íslenskra
sjávarafurða geta styrkt markaðsstarfið.
Eftir sem áður sé staðreyndin sú að sjáv-
arafurðir frá Íslandi séu ekki þekktar
undir neinu einu sterku vörumerki úti á
mörkuðunum.
„Til að mæta þessari staðreynd tel ég
að íslenskir framleiðendur eigi að sam-
einast um að efla vitundina um uppruna
fisksins, koma því á framfæri af hverju
við erum með svona góða vöru, upplýsa
betur hvernig við stöndum að veiðunum
- einfaldlega halda sögunni betur á lofti.
Hún er okkar markaðstæki og greinir
okkur frá öðrum. Nýja umhverfismerkið
getur stutt svona markaðsátak en það
verður alltaf á herðum framleiðenda að
fjárfesta í því verkefni. Það heyrir enginn
þó við segjum söguna úti í horni - við
verðum að sjá til þess að allir heyri
hana. Í hugum neytenda þarf að alltaf að
vera til ákveðin saga að baki vörunni
sem þeir kaupa; ímynd og væntingar,“
Tæknivædd fiskvinnsla á Íslandi. Kristján segir okkur ekki geta keppt við Kínverja sem byggi sína vinnslutækni á mannshöndinni.
Æ g I S V I Ð T A L