Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2010, Side 26

Ægir - 01.09.2010, Side 26
26 Ú T F L U T N I N g U R & m A R K A Ð S m á L „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við getum nýtt umhverfismálin miklu meira og betur í markaðssetningu sjávarafurða en við gerum í dag. Að mínu mati gætum við skapað okkur algjöra sér- stöðu hvað þetta varðar,“ seg- ir Sveinn Margeirsson, sviðs- stjóri Vinnlu og virðisaukning- ar hjá Matís. Snar þáttur í starfi sviðsins eru fjölþætt rannsóknarverkefni sem hafa það að markmiði að laða fram meiri virðisauka og vöxt í sjáv- arútvegi. Segja má að þar sé allt undir, hvort heldur eru vinnslutækni, flutningatækni, markaðsmál eða umhverfis- mál. „Staðreyndin er sú að við Íslendingar erum sennilega hvað fremstir í heiminum í söfnun upplýsinga um fisk- veiðar í gegnum afladagbóka- kerfið. Sama er að segja um eftirlit með veiðum og vinnslu þannig að samanlagt sitjum við á ógrynni upplýs- inga sem við getum nýtt okk- ur í markaðsstarfi,“ segir Sveinn og vill ganga skrefinu lengra en í raun er gert með vottunum, t.d. á því að veiðar séu ábyrgar, fiskistofnar sjálf- bærir og svo framvegis. Umhverfisálag vörunnar mælt „Úr þeim þeim gagnabönkum sem við höfum yfir að ráða er hægt að kalla fram upplýs- ingar um veiðisvæði og veiði- aðstæður, fiskistofn, vinnslu og síðan útreikning á því hversu mikil kolídoxíðlosun fylgdi veiðum og vinnslu. Þessar upplýsingar geta síðan fylgt vörunni til kaupenda, ef áhugi þeirra er fyrir hendi. Þetta er hvergi gert og fáir aðrir en Íslendingar sem yfir höfuð geta stigið þetta skref, þar sem óvíða er haldið utan um aflann í gegnum virðis- keðjuna með jafn nákvæmum hætti og mögulegt er hér á landi. Við yrðum á þennan hátt frumkvöðlar á þessu sviði. En ekki aðeins það heldur höfum við líka allar forsendur til að standa mjög framarlega hvað varðar um- hverfisálag af okkar veiðum og vinnslu. Fyrir utan olíuna á skipin nýtum við tiltölulega hreina orkugjafa, við erum í fæstum tilfellum að sigla heimshorna á milli með fisk- inn, flutningar á ferskum fiski eru í auknum mæli að færast á skip í stað flugvéla með til- heyrandi minni umhverfisá- hrifum og þannig mætti áfram telja. Öllu þessu er mikilsvert að koma á fram- færi í markaðslegum tilgangi og þar sem rafrænn rekjan- leiki er langt kominn hér á landi er hægt að þróa þetta á nokkuð auðveldan hátt. Við værum ekki aðeins að sýna viðskiptavininum fram á að fiskurinn okkar er veiddur á sjálfbæran hátt, líkt og ís- Sveinn Margeirsson, sviðsstjóri Vinnslu og virðisaukningar hjá Matís, telur ónýtta möguleika felast í nýtingu gagnasöfnunar í sjávarútvegi: Getum náð samkeppnis- forskoti með nýju formi umhverfisupplýsinga Með tiltölulega auðveldum hætti mætti koma upp kerfi sem reiknar út umhverfis- álag að baki sjávarafurðum frá Íslandi. Slíkt væri líkast til einstakt á sjávarafurða- mörkuðum. Sveinn Margeirsson, sviðsstjóri Vinnslu og virðisaukningar hjá Matís.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.