Ægir - 01.09.2010, Page 33
33
ingar í tiltekinn tíma fyrir
sama aðila yfir í styttri þjón-
ustusamninga, ákveðið magn
og svo framvegis. Stundum
fáum við líka óskir frá fram-
leiðendum þar sem þeir taka
eitthvað tiltekið magn til hlið-
ar og fela okkur að finna nýja
viðskiptavini og þá helst í
þeim tilgangi að fá betra
verð.“
Afurðaverðið á uppleið
Aðal markaðssvæði Íspóla
fyrir íslenskar vörur er í Evr-
ópu og Elvar bendir á að fyrir
því hafi fundist á síðustu
tveimur árum að það er víðar
en á Íslandi sem skóinn hefur
kreppt efnahagslega. Þetta
birtist til að mynda í óskum
kaupenda um lengri gjaldfrest
á afurðum „en við höfum
hins vegar lagt mikið upp úr
því í okkar þjónustu við selj-
endur og kaupendur að gert
sé upp þegar kaupandinn
hefur fengið vöruna í hendur.
Þetta hefur gengið vel og er
auðvitað mest um vert fyrir
seljendur að geta treyst á ör-
yggi viðskiptanna. Okkar
hlutverk er því að finna
trausta kaupendur, sem
kunna að meta íslenskar af-
urðir og vilja borga gott verð
fyrir þær,“ segir Elvar.
Þrátt fyrir efnahagssam-
drátt á heimsvísu segir Elvar
að verð á fiskafurðum sé á
uppleið. „Fyrst eftir að efna-
hagshrunið gaf fiskverðið
töluvert eftir en að undan-
förnu hefur verð á flestum af-
urðum hækkað. Þetta sjáum
við vel í verði á þorskafurð-
um og sama er að segja um
humarafurðirnar síðastliðið
sumar. Ég held að það sé
ekki ástæða til að ætla annað
en þessi þróun haldi áfram.
Það er svigrúm fyrir einhverj-
ar frekari hækkanir en þess
þarf líka að gæta að fara ekki
of geyst. Sagan segir okkur
að þegar verðið fer of hátt þá
lækkar það nokkuð bratt líka.
En á þessu ári sjáum við tals-
vert annað umhverfi en í
fyrra. Þá var mikil óvissa ein-
kennandi á mörkuðum,
kaupendur þorðu ekki að
taka eins miklar birgðir og
þeir hefðu viljað en þegar
kom fram á þetta ár sáust
merki þess að tiltrú á mark-
aðinn og viðskiptalífið voru
að aukast á ný. Vinnuum-
hverfi okkar er því allt annað
en var í fyrra,“ segir Elvar en
flestir viðskiptavinir fyrirtæk-
isins erlendis eru heildsölu-
fyrirtæki sem aftur hafa að
baki sér fjölbreytt net kaup-
enda, allt frá verslunarkeðjum
til matsölustaða.
Verður alltaf spurn eftir fryst-
um afurðum
Þó útflutningur á ferskum
fiski hafi sótt á segir Elvar al-
veg ljóst að ákveðinn hluti
markaðins sækist áfram eftir
frosnum afurðum. Ferksfisk-
vinnslan krefjist búnaðar og
aðstöðu sem ekki hafi allir
framleiðendur yfir að ráða,
auk þess sem ekki sé allur
afli tækur til ferkfiskútflutn-
ings.
„Þrátt fyrir að ferskfiskút-
flutningurinn komi til með að
aukast enn frá því sem nú er
þá þarf eftir sem áður að
þjónusta kaupendur frosinna
afurða og það er okkar sér-
hæfing hjá Íspólum,“ segir
Elvar og svarar því aðspurður
að á þessum markaði sé sam-
keppnin hörð.
„Já, vissulega er hún það.
Við erum til dæmis að keppa
við tvífrystar afurðir frá Kína
og ekki síður í auknum mæli
afurðir frá Eystrasaltslöndun-
um og Rússlandi. Þar hefur
sjávarútvegurinn fengið stöð-
ugra umhverfi í fiskveiðistjór-
nun til næstu ára og Rússarn-
ir eru í greinilegri sókn með
sínar vinnslur og skip. Þetta
er atriði sem verður að fara
að leiða til lykta hérna heima
því við finnum að framleið-
endur halda að sér höndum
með margar brýnar fjárfest-
ingar í bæði skipum og
vinnslum. Þeir bíða eftir nið-
urstöðu stjórnvalda um hvert
fyrirkomulag fiskveiðistjór-
nunarinnar á að vera til fram-
tíðar og þannig má segja að
þessi óvissa hafi líka áhrif á
starf okkar sem komum að
sölu afurðanna.“
Sterk ímynd er okkar
markaðsvopn
Elvar segir ímynd íslenskra
sjávarafurða sterka víða um
heim. Á því byggist sterkasta
vígi okkar afurða úti á mörk-
uðunum.
„Afurðir okkar eru þekktar
fyrir gæði og ferskleika og er-
lendis eru sú vitund sterk að
Íslendingar kunni að fram-
leiða góðan fisk, þ.e. veiða
hann og halda gæðunum í
gegnum ferilinn allt þar til
komið er á borð kaupandans.
Ég held að okkar markaðir
sýni mikið trygglyndi, með
því fororði þó að við stönd-
um okkur í samkeppni um
verð. Á meðan okkur tekst
það þá held ég að alltaf verði
spurn eftir íslenskum fiski,“
segir Elvar Árni Lund.
Ú T F L U T N I N g U R & m A R K A Ð S m á L
Cretel vélar eru með allar lausnir fyrir roðettingu.
Nobilis 460V
Ný hönnun,
sem roðettir skinn með
mestu mögulegu nýtni.
Nobilis 460TAC
Alsjálfvirk roðettivél
Oannes 362
Fjölhæf roðettivél á borð.
ERTU AÐ FISKA EFTIR
BETRI NÝTINGU ?
Upplýsingar hjá sölumönnum í s: 567 88 88 og á www.cretel.com