Ægir - 01.09.2010, Page 34
34
A F U R Ð A F L U T N I N g A R
Með tilraunum hefur verið
sýnt fram á að hægt er að
lengja geymsluþol ferskra
þorskhnakka um allt 4-5 daga
ef rétt er staðið að kælingu
við framleiðslu og flutningi
vörunnar á markað. Þetta hef-
ur verið leitt í ljós í verkefninu
„Hermun kæliferla“ sem
styrkt er af AVS sjóðnum.
Flutningur með flugi er
dýr flutningsmáti auk þess
sem svokölluð sótspor þess
háttar flutninga er mun stærra
en með skipi. Hins vegar eru
flugflutningar frá landinu
mun tíðari og geta þar af
leiðandi þjónað viðskiptavin-
um betur hvað varðar af-
hendingar en skipaflutninga.
Frá verkefninu er sagt á
heimasíðu AVS sjóðsðins og
þar kemur fram að fram-
kvæmdar hafi verið margar
áhugaverðar tilraunir og kort-
lagðir hitaferlar mismunandi
flutninga. Í einni tilrauninni
var tekið mið af fyrirliggjandi
niðurstöðum hitakortlagning-
ar kælikeðja þegar hitaferlar
fyrir flug- og sjóflutning voru
hannaðir fyrir tilraunirnar.
Hitastýrðir kæliklefar Matís
komu að góðum notum eins
og svo oft áður. Eftir flutning
frá framleiðanda á norðan-
verðu Íslandi til Matís í
Reykjavík varð flugfiskurinn
fyrir tveimur tiltölulega væg-
um hitasveiflum (um 9 °C í 9
klst. og um 13 °C í 4 klst.
nokkrum klst. síðar) og við
tók nokkurra daga geymsla
við 1 °C. Gámafiskurinn var
aftur á móti geymdur við -1
°C, sem er raunhæfur mögu-
leiki við gámaflutninga með
skipum, frá komu til Matís í
Reykjavík. Vert er að geta
þess að hitaálag í flugflutn-
ingi getur orðið umtalsvert
meira en fyrrgreindur flug-
hitaferill segir til um, sam-
kvæmt mælingum Matís. Not-
ast var við hitamælingar,
skynmat, efna- og örveru-
mælingar til að bera flutn-
ingsmátana tvo saman.
Sjóflutningarnir vel raunhæfir
Hermun flug- og sjóflutnings,
mælingar á hitasveiflum og
stöðugum hita, leiddu í ljós
að fyrir vel forkælda þorsk-
hnakka má vænta um fjög-
urra daga lengra ferskleika-
tímabils og um fimm daga
lengra geymsluþols í vel hita-
stýrðum sjóflutningi miðað
við dæmigerðan flugflutn-
ingsferil. Þar sem sjóflutning-
ur frá Íslandi tekur oft um
fjórum til fimm dögum lengri
tíma en flugflutningur (háð
m.a. vikudegi og staðsetn-
ingu vinnslunnar) sýnir þetta
að sjóflutningur er raunhæfur
möguleiki fyrir íslenska fersk-
fiskframleiðendur. Þetta
byggir þó á því að hitastýring
í gámum sé eins og best
verður á kosið. Samanburður
á hitastýringu í mismunandi
gámategundum er einmitt eitt
af viðfangsefnum verkefnisins
„Hermun kæliferla“.
Með skipum í stað flugvéla
Ferskum fiski pakkað í frauðplastöskjur til útflutnings.
HDS 10/20-4 M
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
HDS 8/17-4 M
30-170 bör
400-800 ltr/klst
HDS 5/11 U/UX
110 bör
450 ltr/klst
1x230 volt
Gufudælur
Aflmiklir vinnuþjarkar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð