Fréttablaðið - 27.06.2015, Side 6
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
Ný tækni
við göngu-
greiningu
Flexor notast við nýja tækni við
göngugreiningu. Göngu- og hlaupa-
brettið okkar býr yfir innbyggðum
þrýstinemum sem skilar nákvæmum
upplýsingum um göngulag.
Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu
og lausnir við stoðkerfisvandamálum
hjá Flexor.
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
DÓMSMÁL Dómur í svokölluðu
markaðsmisnotkunarmáli Kaup-
þings var kveðinn upp í gær.
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurð-
ur Einarsson, Ingólfur Helgason,
Einar Pálmi Sigmundsson, Birnir
Sær Björnsson, Pétur Kristinn Guð-
mundsson og Bjarki H. Diego voru
allir dæmdir sekir. Tveimur liðum
ákæru á hendur Magnúsi Guð-
mundssyni var vísað frá og hann
var sýknaður af hinum. Björk Þór-
arinsdóttir var líka sýknuð í málinu.
Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrr-
verandi forstjóra Kaupþings, var
ekki gerð frekari refsing umfram
dóminn sem hann hlaut í Al Thani-
málinu en þar var hann dæmdur í
fimm og hálfs árs fangelsi.
Samanlögð refsing Sigurðar Ein-
arssonar, fyrrverandi stjórnarfor-
manns Kaupþings, fyrir aðild að
markaðsmisnotkunarmálinu og Al
Thani-málinu er fangelsi í fimm ár,
fjögur ár fyrir Al Thani-viðskipt-
in og svo bættist eitt ár við vegna
þessa máls.
Ingólfur, fyrrverandi forstjóri
Kaupþings á Íslandi, var dæmdur
í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir
markaðsmisnotkunarmálið en hann
var ekki á meðal ákærðu í Al Thani-
málinu.
Bjarki, sem sat í lánanefnd Kaup-
þings, var dæmdur í tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik.
Einar Pálmi, sem var forstöðu-
maður eigin viðskipta Kaupþings,
hlaut tveggja ára skilorðsbundinn
dóm. Pétur Kristinn og Birnir Sær,
starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18
mánaða skilorðsbundinn dóm.
- skh, vh
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings:
Sjö af níu fengu fangelsisdóm
EKKI FREKARI REFSING Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing umfram dóminn
sem hann afplánar nú vegna Al Thani- málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HRYÐJUVERK Röð hryðjuverka ísl-
amskra öfgaafla reið yfir þrjár
heimsálfur í gær. Höfuð fransks
manns var stjaksett nærri borginni
Grenoble, tugir létust á baðströnd í
Túnis, moska í Kúveit var sprengd
í loft upp og ráðist var á herstöð í
Sómalíu. Öll þessi hryðjuverk hafa
verið tengd Íslamska ríkinu á einn
eða annan hátt. Íslamska ríkið
hefur hvatt alla þá sem vettlingi
geta valdið til að herða árásir sínar
nú í heilagasta mánuði múslima,
ramadan. Franska þjóðin er slegin
óhug eftir atburði gærdagsins og
minnast menn voðaverkanna á rit-
stjórnarskrifstofu Charlie Hebdo,
ekki alls fyrir löngu.
Viðbúnaðarstig var sett á hæsta
stig í Frakklandi í gær eftir að
maður fannst afhöfðaður og tveir
særðust í árás á verksmiðju í Saint-
Quentin-Fallevier, nálægt borginni
Grenoble í suðausturhluta Frakk-
lands. Höfuð mannsins var stjaksett
við hlið verksmiðjunnar og arabísk-
ur texti ritaður á höfuðið. François
Hollande Frakklandsforseti sagði í
gær þetta vera hryðjuverkaárás og
að franska þjóðin myndi ekki gefa
sig óttanum á vald og nú yrði öllum
ljóst að svona hegðun yrði ekki látin
viðgangast.
Einn maður var handtekinn grun-
aður um verknaðinn. Sá heitir Yac-
ine Sali og er 35 ára. Franska leyni-
þjónustan taldi hann vera í slagtogi
með íslömskum öfgahreyfingum. Sá
myrti var yfirmaður hans.
Alls létust 28 og tugir eru særðir
eftir hryðjuverkaárás á baðströnd
í bænum Sousse í Túnis í gær. Er
þetta mannskæðasta árás í Túnis
síðan 22 einstaklingar voru teknir
af lífi á safni í Túnisborg þann 18.
mars síðastliðinn.
Meirihluti þeirra sem féllu í árás
öfgamannanna voru erlendir ferða-
menn, flestir Evrópubúar.
Öryggissveitir drápu einn mann
sem grunaður er um árásina. Dró
hann hríðskotariffil undan sólhlíf
á ströndinni og hóf skothríð á bað-
gesti strandarinnar.
Í fyrra komu rúmlega sex millj-
ónir ferðamanna til Túnis og um
hálf milljón manna vinnur við
ferðaþjónustu í landinu. Flug-
félög aflýstu í gær ferðum sínum
til Túnis vegna voðaverkanna og
vinna nú að því að koma ferðamönn-
um, sem staddir eru í Túnis, til síns
heima.
Yfir þrjú þúsund Túnisar hafa
gengið til liðs við íslamska ríkið
síðan árið 2013. Atvinnuleysi meðal
ungra karlmanna og erfiðar horfur
í atvinnulífi Túnisa eru taldar vera
meginorsök þess.
Á sama tíma voru sjíamúslim-
ar myrtir í mosku í Kúveit þegar
hryðjuverkamaður sprengdi sig
í loft upp og tók 25 aðra með sér.
Á þriðja hundruð manna særð-
ust einnig í árásinni. Árásin átti
sér stað á þeim tíma þegar um tvö
þúsund manns komu til föstudags-
bæna í austurhluta höfuðborgar
Kúveit. Hryðjuverkahópur tengdur
íslamska ríkinu hefur gengist við
árásinni.
Að minnsta kosti þrjátíu manns
létu lífið í mannskæðri skotárás
hryðjuverkasamtakanna Al-Shab-
ab á herstöð í suðurhluta Sóm alíu
í dag. Ódæðisverkið var framið
á þann hátt að bifreið var ekið að
aðalhliði herstöðvarinnar þar sem
hún sprakk og ruddi veginn fyrir
vígamenn inn í herstöðina þar sem
þeir skutu á allt sem á vegi þeirra
varð. Sjónarvottar í bænum Leego
sáu bifreiðar keyra um göturnar
hlaðnar vopnum og líkum þeirra
sem féllu í árásinni.
sveinn@frettabladid.is
Blóðbað íslamska ríkisins
Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François
Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald.
FÖSTUDAGSBÆNIN Sjálfsmorðssprenging í Kúveit drap að minnsta kosti þrjátíu
manns og særði á þriðja hundrað einstaklinga sem komu til föstudagsbæna í einni
af stærstu moskum í austurhluta höfuðborgar Kúveit. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
„Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavík-
ur í þessu máli veldur mér miklum
vonbrigðum. Ég trúi því að allir þeir
sem ákærðir voru í málinu hafi
unnið með heill bankans að leiðar-
ljósi og talið sig fylgja þeim lögum
og reglum sem giltu í landinu,“ seg-
ir Sigurður Einarsson í yfirlýsingu
sem hann sendi Fréttablaðinu. Segir
hann dóminn hafa sýknað hann í
öllum ákæruatriðum nema tveimur.
Fyrra tilvikið varði starfsemi deildar
eigin viðskipta Kaupþings á Íslandi
og það seinna lán sem veitt var
19. september 2008 sem talið var
fela í sér umboðssvik. „Ég reyndi
að hafa sýn
yfir starfsemi
bankans en það
ætti að segja sig
sjálft að ég gat
ekki fylgst með
því sem gerðist
í daglegri starf-
semi bankans
í einstökum
löndum. Ég hélt
að sönnunarbyrði um sekt hvíldi á
ákæruvaldinu. Mér er fyrirmunað
að skilja þessa ályktun dómaranna
enda er hún röng,“ segir Sigurður
meðal annars.
➜ Furðar sig á niðurstöðunni
SIGURÐUR
EINARSSON
Yfi rlýsingu Sigurðar Einarssonar er
að fi nna í fullri lengd á vef Vísis.
visir.is
BLÓÐBAÐ Sólbaðsstrandarferð í bænum Sousse í Túnis endaði með ósköpum þegar á þriðja tug ferðamanna á og við ströndina
voru myrtir í blóðugri árás vígamanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
MENNING Mærudagar á Húsavík
verða minni í sniðum í ár en síð-
ustu ár. Ástæða er meðal annars
50 prósenta styrkskerðing frá
sveitarfélaginu Norðurþing.
„Það virðist vera almennur vilji
fyrir því að snúa hátíðinni yfir
í gömlu góðu lókalhátíðina sem
hún einu sinni var,“ er haft eftir
Heiðari Hrafni Halldórssyni, for-
stöðumanni Húsavíkurstofu, á
heimasíðu Raufarhafnar.
Mærudagar verða því að mæru-
degi í þetta sinn. Skemmtunin fer
fram á laugardegi og auglýsingar
fyrir hátíðina verða takmarkaðar
mjög. - snæ
Styrkurinn helmingaður:
Mærudagar
minni í sniðum
SÓL Mærudagurinn verður eftir sem áður
haldinn í lok júlí. MYND/HAFÞÓR HREIÐARSSON
STJÓRNMÁL Ríkisstjórn Íslands
samþykkti á fundi sínum í gær-
morgun tillögu Illuga Gunnars-
sonar menntamálaráðherra um
sex milljóna
króna auka-
framlag í túlka-
sjóð á ári. Fjár-
magn í sjóðinn
hefur verið
aukið úr tólf
milljónum í 24
milljónir á yfir-
standandi kjör-
tímabili. Það
hefur verið gert til þess að koma
til móts við aukna sókn í sjóðinn á
undanförnum árum.
Boðað hefur verið til mótmæla
á Austurvelli á mánudaginn þar
sem krafan er sú að félagsleg
túlkun verði tryggð með laga-
setningu. - vh
Aukin eftirspurn eftir túlkun:
Meira fjármagn
í túlkasjóðinn
ILLUGI
GUNNARSSON
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
B
-5
A
3
C
1
6
2
B
-5
9
0
0
1
6
2
B
-5
7
C
4
1
6
2
B
-5
6
8
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
0
4
s
_
2
6
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K