Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.06.2015, Qupperneq 6
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Ný tækni við göngu- greiningu Flexor notast við nýja tækni við göngugreiningu. Göngu- og hlaupa- brettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag. Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu og lausnir við stoðkerfisvandamálum hjá Flexor. Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 DÓMSMÁL Dómur í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Kaup- þings var kveðinn upp í gær. Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurð- ur Einarsson, Ingólfur Helgason, Einar Pálmi Sigmundsson, Birnir Sær Björnsson, Pétur Kristinn Guð- mundsson og Bjarki H. Diego voru allir dæmdir sekir. Tveimur liðum ákæru á hendur Magnúsi Guð- mundssyni var vísað frá og hann var sýknaður af hinum. Björk Þór- arinsdóttir var líka sýknuð í málinu. Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings, var ekki gerð frekari refsing umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani- málinu en þar var hann dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi. Samanlögð refsing Sigurðar Ein- arssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Kaupþings, fyrir aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskipt- in og svo bættist eitt ár við vegna þessa máls. Ingólfur, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir markaðsmisnotkunarmálið en hann var ekki á meðal ákærðu í Al Thani- málinu. Bjarki, sem sat í lánanefnd Kaup- þings, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Einar Pálmi, sem var forstöðu- maður eigin viðskipta Kaupþings, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Pétur Kristinn og Birnir Sær, starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. - skh, vh Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings: Sjö af níu fengu fangelsisdóm EKKI FREKARI REFSING Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing umfram dóminn sem hann afplánar nú vegna Al Thani- málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HRYÐJUVERK Röð hryðjuverka ísl- amskra öfgaafla reið yfir þrjár heimsálfur í gær. Höfuð fransks manns var stjaksett nærri borginni Grenoble, tugir létust á baðströnd í Túnis, moska í Kúveit var sprengd í loft upp og ráðist var á herstöð í Sómalíu. Öll þessi hryðjuverk hafa verið tengd Íslamska ríkinu á einn eða annan hátt. Íslamska ríkið hefur hvatt alla þá sem vettlingi geta valdið til að herða árásir sínar nú í heilagasta mánuði múslima, ramadan. Franska þjóðin er slegin óhug eftir atburði gærdagsins og minnast menn voðaverkanna á rit- stjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, ekki alls fyrir löngu. Viðbúnaðarstig var sett á hæsta stig í Frakklandi í gær eftir að maður fannst afhöfðaður og tveir særðust í árás á verksmiðju í Saint- Quentin-Fallevier, nálægt borginni Grenoble í suðausturhluta Frakk- lands. Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar og arabísk- ur texti ritaður á höfuðið. François Hollande Frakklandsforseti sagði í gær þetta vera hryðjuverkaárás og að franska þjóðin myndi ekki gefa sig óttanum á vald og nú yrði öllum ljóst að svona hegðun yrði ekki látin viðgangast. Einn maður var handtekinn grun- aður um verknaðinn. Sá heitir Yac- ine Sali og er 35 ára. Franska leyni- þjónustan taldi hann vera í slagtogi með íslömskum öfgahreyfingum. Sá myrti var yfirmaður hans. Alls létust 28 og tugir eru særðir eftir hryðjuverkaárás á baðströnd í bænum Sousse í Túnis í gær. Er þetta mannskæðasta árás í Túnis síðan 22 einstaklingar voru teknir af lífi á safni í Túnisborg þann 18. mars síðastliðinn. Meirihluti þeirra sem féllu í árás öfgamannanna voru erlendir ferða- menn, flestir Evrópubúar. Öryggissveitir drápu einn mann sem grunaður er um árásina. Dró hann hríðskotariffil undan sólhlíf á ströndinni og hóf skothríð á bað- gesti strandarinnar. Í fyrra komu rúmlega sex millj- ónir ferðamanna til Túnis og um hálf milljón manna vinnur við ferðaþjónustu í landinu. Flug- félög aflýstu í gær ferðum sínum til Túnis vegna voðaverkanna og vinna nú að því að koma ferðamönn- um, sem staddir eru í Túnis, til síns heima. Yfir þrjú þúsund Túnisar hafa gengið til liðs við íslamska ríkið síðan árið 2013. Atvinnuleysi meðal ungra karlmanna og erfiðar horfur í atvinnulífi Túnisa eru taldar vera meginorsök þess. Á sama tíma voru sjíamúslim- ar myrtir í mosku í Kúveit þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og tók 25 aðra með sér. Á þriðja hundruð manna særð- ust einnig í árásinni. Árásin átti sér stað á þeim tíma þegar um tvö þúsund manns komu til föstudags- bæna í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Hryðjuverkahópur tengdur íslamska ríkinu hefur gengist við árásinni. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í mannskæðri skotárás hryðjuverkasamtakanna Al-Shab- ab á herstöð í suðurhluta Sóm alíu í dag. Ódæðisverkið var framið á þann hátt að bifreið var ekið að aðalhliði herstöðvarinnar þar sem hún sprakk og ruddi veginn fyrir vígamenn inn í herstöðina þar sem þeir skutu á allt sem á vegi þeirra varð. Sjónarvottar í bænum Leego sáu bifreiðar keyra um göturnar hlaðnar vopnum og líkum þeirra sem féllu í árásinni. sveinn@frettabladid.is Blóðbað íslamska ríkisins Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald. FÖSTUDAGSBÆNIN Sjálfsmorðssprenging í Kúveit drap að minnsta kosti þrjátíu manns og særði á þriðja hundrað einstaklinga sem komu til föstudagsbæna í einni af stærstu moskum í austurhluta höfuðborgar Kúveit. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA „Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavík- ur í þessu máli veldur mér miklum vonbrigðum. Ég trúi því að allir þeir sem ákærðir voru í málinu hafi unnið með heill bankans að leiðar- ljósi og talið sig fylgja þeim lögum og reglum sem giltu í landinu,“ seg- ir Sigurður Einarsson í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Segir hann dóminn hafa sýknað hann í öllum ákæruatriðum nema tveimur. Fyrra tilvikið varði starfsemi deildar eigin viðskipta Kaupþings á Íslandi og það seinna lán sem veitt var 19. september 2008 sem talið var fela í sér umboðssvik. „Ég reyndi að hafa sýn yfir starfsemi bankans en það ætti að segja sig sjálft að ég gat ekki fylgst með því sem gerðist í daglegri starf- semi bankans í einstökum löndum. Ég hélt að sönnunarbyrði um sekt hvíldi á ákæruvaldinu. Mér er fyrirmunað að skilja þessa ályktun dómaranna enda er hún röng,“ segir Sigurður meðal annars. ➜ Furðar sig á niðurstöðunni SIGURÐUR EINARSSON Yfi rlýsingu Sigurðar Einarssonar er að fi nna í fullri lengd á vef Vísis. visir.is BLÓÐBAÐ Sólbaðsstrandarferð í bænum Sousse í Túnis endaði með ósköpum þegar á þriðja tug ferðamanna á og við ströndina voru myrtir í blóðugri árás vígamanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA MENNING Mærudagar á Húsavík verða minni í sniðum í ár en síð- ustu ár. Ástæða er meðal annars 50 prósenta styrkskerðing frá sveitarfélaginu Norðurþing. „Það virðist vera almennur vilji fyrir því að snúa hátíðinni yfir í gömlu góðu lókalhátíðina sem hún einu sinni var,“ er haft eftir Heiðari Hrafni Halldórssyni, for- stöðumanni Húsavíkurstofu, á heimasíðu Raufarhafnar. Mærudagar verða því að mæru- degi í þetta sinn. Skemmtunin fer fram á laugardegi og auglýsingar fyrir hátíðina verða takmarkaðar mjög. - snæ Styrkurinn helmingaður: Mærudagar minni í sniðum SÓL Mærudagurinn verður eftir sem áður haldinn í lok júlí. MYND/HAFÞÓR HREIÐARSSON STJÓRNMÁL Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær- morgun tillögu Illuga Gunnars- sonar menntamálaráðherra um sex milljóna króna auka- framlag í túlka- sjóð á ári. Fjár- magn í sjóðinn hefur verið aukið úr tólf milljónum í 24 milljónir á yfir- standandi kjör- tímabili. Það hefur verið gert til þess að koma til móts við aukna sókn í sjóðinn á undanförnum árum. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn þar sem krafan er sú að félagsleg túlkun verði tryggð með laga- setningu. - vh Aukin eftirspurn eftir túlkun: Meira fjármagn í túlkasjóðinn ILLUGI GUNNARSSON 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -5 A 3 C 1 6 2 B -5 9 0 0 1 6 2 B -5 7 C 4 1 6 2 B -5 6 8 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.