Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 10
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | SAMFÉLAG „Þessi uppþot og óeirðir á svæðinu er eitthvað sem við sjáum ekki. Það sem Þórunn hefur sagt á við engin rök að styðjast,“ segja Samúel Ingimarsson og Ástríður Júlíusdóttir. Þau eru bæði starfs- menn ABC á Íslandi og voru ráðin tímabundið til starfa sem fulltrúar á vettvangi í Kenía. Fréttablaðið hefur greint frá ill- vígum deilum ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC í Kenía. Þórunni Helgadóttur var sagt upp störfum en hún vill meina að staða henn- ar í Kenía sé óbreytt, enda sé um tvö aðskilin félög að ræða. ABC á Íslandi bendir hins vegar á sam- þykktir ABC í Kenía og að Þórunn þiggi laun samkvæmt ráðningar- samningi við ABC á Íslandi. Þá sakar Þórunn samtökin á Íslandi um mútur í Kenía og ólög- mæta yfirtöku samtakanna. Sam- tökin á Íslandi segja þær ásakanir ekki eiga við rök að styðjast. Þórunn hafi brugðist trausti samtakanna gróflega. Þá hafi hún reynt að sölsa undir sig félagið í Kenía og eignir samtakanna. „Fyrrverandi formaður virðist ekki vilja sleppa takinu og gerir allt til þess að berjast fyrir því. Þetta er neyðarástand og við erum hérna til þess að brúa bilið þar til nýr for- maður tekur við,“ segir Ástríður en hún og eiginmaður hennar Samúel fóru til Kenía í júní. „Börnin, kennararnir og stjórn- endur í skólanum í Kenía fagna breytingunum. Þeim leið illa áður,“ segir Samúel og á við formanns- breytinguna í Kenía. „Þetta voru löngu tímabærar breytingar.“ Hjónin segja nú frið ríkja í skólan- um. „Nemendurnir eru að læra, þeir fá fæðu og þeim líður vel,“ segir Ástríður sem harmar að styrktar- foreldrar hafi áhyggjur af börnum sínum. ABC á Íslandi hefur boðað til kynningarfundar með stjórnar- mönnum, framkvæmdastjóra og lögmanni ABC í næstu viku þar sem fjallað verður um stöðu mála. Samúel segir deilurnar óhjá- kvæmilega hafa áhrif í Kenía. ,,Í Kenía byggist allt á samskiptum og það er auðvitað sárt fyrir fólkið að standa á milli í þessu stríði. Við Ástríður mætum þó bara endalausri hlýju.“ Þórunn greindi Fréttablaðinu frá því að lögregluyfirvöld í Kenía væru komin í málið og hefðu vísað Samúel úr landi vegna ólögmætrar yfirtöku á starfseminni. Samúel og Ástríð- ur segja hins vegar lögreglu ekk- ert hafa með málið að gera, heldur rannsaki það stofnun á vegum ken- ískra yfirvalda sem hafi eftirlit með hjálparstofnunum. „Við erum samt ekki í Kenía til þess að leysa deil- ur milli Þórunnar og stjórnarinnar. Við erum ekki hér til að berjast. Hér erum við vegna barnanna, starfsins og fólksins. Þetta eru meðal annars munaðarlaus börn sem verið er að mennta og fæða,“ segir Ástríður og bætir við að það sé svo mikilvægt að starfið fái að vera í friði fyrir deil- unni. nadine@frettabladid.is Mikilvægt að ABC fái frið fyrir deilunum Enn standa illvígar deilur milli ABC barnahjálpar á Íslandi og í Kenía. Samúel Ingimarsson og Ástríður Júlíusdóttir voru ráðin tímabundið til starfa í Kenía. Börnunum líður vel en deilurnar hafa óhjákvæmilega áhrif. Í NAÍRÓBÍ „Börnin, kennararnir og stjórnendur fagna breytingunum,“ segir Samúel Ingimarsson, starfsmaður ABC. MYND/ÁSTRÍÐUR „Þórunn hefur í fjölmiðlum reynt að grafa undan starfi ABC og trausti stuðningsaðila og ekkert dregið undan í þeim efnum. Það er betra að starfið sé hjá þeim sem vilja vernda það. Venjulegt fólk sem teldi sig vera beitt órétti myndi ekki fara beint í fjölmiðla til þess að skaða hjálparstarf,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður ABC barnahjálpar á Íslandi, og líkir málinu við söguna af Salómon konungi. „Þegar tvær konur deildu um hvor átti barnið þá lét hann þá konu hafa barnið sem vildi vernda það en ekki þá sem vildi skaða það.“ Venjulegt fólk færi ekki í fjölmiðla Nám í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hjá Upledger á Íslandi hefst 13. ágúst 2015 Námið er kennt í önnum og eru fimm annir til að klára námið og geta orðið skráður græðari. Á fyrstu önninni eru kennd grunnatriði meðferðarinnar. Þau eru sett upp í 10 þrepa kerfi, sem er sérstaklega hannað og hugsað til að þjálfa færni og næmni meðferðaraðilans en hefur einnig þann kost að meðferðarþiggjandi er að fá frábæra meðhöndlun á öllum líkama. Þeir sem hafa tekið þennan fyrsta áfanga í náminu geta tekið hestanámskeiðið sem haldið verður 1.-4. október. Kennari er Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, CST. Nánari upplýsingar um námið og skráning í síma 863-0610 eða erla@upledger.is www.upledger.is DÓMSMÁL Norvik, fyrrverandi eigandi Krónunnar, hefur höfðað skaðabótamál á hendur Högum, eiganda Bónuss, fyrir Héraðsdómi Reykjaness vegna brota á sam- keppnislögum á árunum 2005 og 2006. Bónus átti á þessum tíma í verðstríði við Krónuna og Nettó. Samkeppniseftirlitið sektaði Haga um 315 milljónir króna árið 2008 vegna umræddra brota. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kom fram að Bónus, sem væri mark- aðsráðandi fyrirtæki, hefði selt mjólk og mjólkurvörur langt undir kostnaðarverði með þeim afleiðing- um að verslanir Bónuss voru rekn- ar með tapi. Þá hafi forsvarsmenn Haga sagt í fjölmiðlum að tap fyrir- tækisins vegna verðstríðsins hafi numið 700 milljónum króna. Andri Árnason, lögmaður Norvik, segir matsmenn vera að störfum og vildi því ekki tjá sig um hve háar skaðabætur væri farið fram á í mál- inu. - ih Fyrri eigandi Krónunnar vill bætur vegna brota: Norvik krefur Haga um skaðabætur Í BÚÐINNI Bónus seldi mjólkur- vörur langt undir kostn- aðarverði. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA STJÓRNSÝSLA Hægt hefur gengið að vinna að fækkun mála sem söfnuðust upp í verkfalli BHM og bíða þinglýsingar hjá Sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega ellefu þúsund skjöl voru óafgreidd þegar lögfræð- ingar hjá sýslumanni komu aftur til starfa á mánudaginn í síð- ustu viku. Síðan þá hafa bæst við um tvö þúsund ný skjöl. Þuríð- ur Árnadóttir, staðgengill sýslu- mannsins á höfuðborgarsvæð- inu, býst við að málunum hafi lítið fækkað þótt embættið hafi ekki enn nákvæmar tölur yfir hve mörg mál hafi verið afgreidd. „Það er ekki farið að vinna það niður að ráði enn þá,“ segir Þur- íður. Embættið hefur þegar ráðið sex lögfræðinga og fleiri gætu bæst við á næstu dögum. Hvern- ig gangi að vinna á halanum sem myndast hafi í verkfallinu velti á því hvernig gangi að þjálfa nýtt starfsfólk. Þá séu lögfræðingar sem hafi verið í verkfalli margir á leið í sumarfrí. Þuríður segir að það gætu liðið margir mán- uðir þar til eðlilegt ástand skap- ast á ný. Þuríður bendir á að vinna við fullnustugerðir á borð við nauð- ungarsölur hafi ekki enn lent af fullum þunga á embættinu. „Í fullnustugerðunum kemur þung- inn ekki fyrr en nokkrum vikum eftir að hægt er að hefjast handa við að vinna, því það eru það langir boðunarfrestir og lögboðn- ir auglýsinga- og tilkynninga- frestir,“ segir Þuríður en fyrstu nauðungarsölurnar fara fram á mánudaginn. - ih Sex lögfræðingar ráðnir til að flýta fyrir afgreiðslu: Bunkarnir lækka hægt hjá sýslumanni BLAÐAÐ Í SKJÖLUNUM Þuríður Árna- dóttir, staðgengill sýslumanns skoðar hluta skjalabunkans sem bíður afgreiðslu hjá embættinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -6 9 0 C 1 6 2 B -6 7 D 0 1 6 2 B -6 6 9 4 1 6 2 B -6 5 5 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.