Fréttablaðið - 27.06.2015, Side 14

Fréttablaðið - 27.06.2015, Side 14
ERTU FRAMKVÆMDASTJÓRI MANNAUÐSSVIÐS Kanntu að velja demanta? WOW air stefnir á verulegan vöxt næstu árin og því vantar okkur fleiri hendur til að halda utan um dýrmætan mannauð flugfélagsins. Ert þú góður mannþekkjari með blússandi WOW faktor? Við leitum að orkumiklum og þjónustuliprum snillingi sem vill fara á flug með okkur. WOW air leggur mikinn metnað í að búa til einstakt umhverfi bæði fyrir gesti okkar og starfsfólk. Starfið felur meðal annars í sér stýringu á mannauðsmálum félagsins, umsjón með ráðningum, starfsþróunar- og færslumálum ásamt aðkomu að kjarasamningum. Ef þú hefur haldbæra reynslu af mannauðsmálum, samningagerð og átt auðvelt með að spotta gott fólk ásamt því að hlúa vel að því þá viljum við heyra frá þér. Umsóknir og nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.hagvangur.is YFIRMAÐUR OG ÁBYRGÐARMAÐUR STARFSEMI Á JÖRÐU NIÐRI Director Ground Operations (Nominated Post Holder) Ertu með flugsýn? WOW air leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að takast á við áhugaverð og krefjandi verkefni á flugrekstrarsviði flugfélagsins. Um er að ræða ábyrgð á starfsemi á flugvöllum, samskiptum og samningagerð við þjónustuaðila, innritunarkerfi og öðru sem skilgreint er í handbókum félagsins og af Samgöngustofu. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sviðsins (e. Accountable Manager). Flugrekstur WOW air er í miklu uppbyggingarferli og hér er verið að leita að öflugum stjórnanda með mikla reynslu til að leiða og byggja upp þennan mikilvæga hluta rekstursins. Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í starfi eru allt góðir kostir að hafa. Nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.starf.wow.is STARFSMAÐUR Í SKJALAVÖRSLU OG SKIPULAGSDEILD (Technical Records & Library / Planning Supporting Staff) Við leitum að talnaglöggum og skipulögðum einstaklingi sem spáir í smáatriðum. Er skipulag þitt fag? Þá erum við mjög líklega að leita að þér. Nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.starf.wow.is FLUGVIRKI MEÐ A320 TÝPURÉTTINDI (Aircraft Mechanic - A320 Series / B1 and B2 Certifying Staff) Dreymir þig um að skrúfa A320 flugvélar sundur og saman? Við leitum að framúrskarandi flugvirkja sem er æstur í að dekra við flugvélarnar okkar nótt sem nýtan dag! Nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.starf.wow.is STARFSMAÐUR Í VERKFRÆÐIDEILD / HREYFLAR (PowerPlant Engineer / Engineering Supporting Staff) Hreyfa hreyflar við þér? Við leitum að fluggáfuðum verkfræðingi eða flugvirkja sem lifir fyrir flugvélahreyfla. Góð samskipta- og samstarfshæfni og jákvætt hugarfar eru góðir kostir að hafa. Nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.starf.wow.is YFIRLÖGFRÆÐINGUR Hvernig ertu á lagabókstafinn? Vegna aukinna umsvifa vantar okkur fleiri hendur til að halda utan um samninga félagsins og því leitum við að kraftmiklum og jákvæðum aðila til að slást í hóp harðduglegra starfsmanna WOW air. Um mjög fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða þar sem viðkomandi mun meðal annars koma að samningum um flugvélakaup, kjaramálum, fjármögnun, samkeppnismálum svo og margvíslegum lögfræðitengdum málefnum félagsins. Um nýja stöðu er að ræða og því er þetta frábært tækifæri fyrir metnaðarfullan og útsjónarsaman einstakling til að móta starfið eftir sínu höfði. Starfið heyrir beint undir forstjóra. Ef þú hefur lög að mæla þá viljum við heyra frá þér! Umsóknir og nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.hagvangur.is STARFSMAÐUR Í ÚRVINNSLU OG EFTIRLIT MEÐ BÓKUNUM Fer ekkert framhjá þér? WOW air leitar að nöskum snillingi til að hafa eftirlit með bókunum og tryggja gæði þeirra. Færni í íslensku og ensku, sem og vilji til að læra og takast á við nýja hluti eru allt frábærir kostir að hafa. Um sumarstarf er að ræða en líkur eru á að ráðning verði framlengd og þá sem 50% - 100% staða í vetur. Nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.starf.wow.is YFIRMAÐUR SKIPULAGSDEILDAR (Manager Planning) WOW air leitar að yfirmanni Skipulagsdeildar á Tæknisviði. Viðkomandi þarf að vera súper skipulagður og talnaglöggur með eindæmum. Ertu framúrskarandi stjórnandi og góð fyrirmynd sem hugsar í lausnum? Þá viljum við heyra frá þér. Nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.starf.wow.is VERALDARVANIR VEFFORRITARAR Ertu með puttann á púlsi vefheimsins? Við leitum að framúrskarandi forriturum til að slást í WOW hópinn. Hefurðu gaman af því að vinna í málum eins og Javascript, Ruby, Python, Java eða C#? Deilirðu við fólk um hvort React, Angular, Ember.js eða nýjasta MVWhatever frameworkið sé betra? Vinnurðu deilurnar? Eða var skorið úr um þær í Fußball? Ertu með háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða býrðu yfir mikilli reynslu af vefforritun? Þá viljum við heyra frá þér. Nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.starf.wow.is VERKEFNASTJÓRI Á UPPLÝSINGATÆKNISVIÐI Talar þú tölvum? Við þurfum fleiri hausa og hendur á vef- og upplýsingatæknisvið WOW air. Þar starfa snillingarnir sem bera ábyrgð á vali og/eða sköpun lausna til þess að uppfylla þarfir flugfélagsins í sölu, þjónustu og rekstri. Framúrskarandi samskiptahæfileikar, færni í ensku og íslensku sem og vilji til að læra og takast á við nýja hluti eru allt frábærir kostir að hafa. Það væri ekki verra ef þú værir líka góð/ur í að spila Fußball (færni í Fußball er þó ekki skilyrði). Nánari upplýsingar um starfslýsingu og hæfniskröfur er að finna á www.starf.wow.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -4 1 8 C 1 6 2 B -4 0 5 0 1 6 2 B -3 F 1 4 1 6 2 B -3 D D 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.