Fréttablaðið - 27.06.2015, Side 26

Fréttablaðið - 27.06.2015, Side 26
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Fréttablaðið bar niðurstöðurnar undir suma af helstu almanna-tenglum landsins og sérfræðinga í ímyndarmálum. Mörg- um þeirra þóttu niður- stöðurnar koma nokkuð á óvart og þótti merkilegt að sjá hvernig spurningin varpaði nýju ljósi á stöðu stjórnmálaleiðtoganna hjá almenningi. Margir vilja ekki fara út með neinum Óneitanlega vekur það athygli, þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðað- ar, að stór hluti almennings gat ekki hugsað sér að fara út að borða með neinum stjórnmálamanni. Af þeim sem tóku afstöðu til spurn- ingarinnar vildu 33 prósent ekki fara út að borða með neinum. Katrín Jakobsdótt- ir var tiltölulega langt fyrir ofan næsta mann. Katrín þótti eftirsóknarverður sessunautur við borð veit- ingahúsa landsins hjá 24 prósentum þeirra sem tóku afstöðu. 17 prósent vildu fara út að borða með Bjarna Benediktssyni, 12 prósent með Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni forsætisráðherra, fimm prósent með Helga Hrafni Gunnarssyni, þrjú prósent með Guðmundi Steingrímssyni, og tvö pró- sent með Árna Páli Árna- syni. Sumt kemur á óvart Álitsgjafar Fréttablaðsins voru flestir sammála um að Katrín Jakobsdóttir væri jarðbundin og jákvæð, sem gerði hana að ákjósanlegum borðfélaga. Mörgum komu óvinsældir Helga Hrafns Gunnarssonar, þingflokks- formanns Pírata, á óvart. Flestir voru einnig sam- mála um að Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, hafi ekki tekist að sann- færa almenning um hversu skemmti- legur hann sé í raun. Samhljóm- ur var einnig um að niður- stöðurnar væru sláandi fyrir Árna Pál Árnason, for- mann Sam- fylkingar- innar. Með hvaða stjórnmálamanni viltu fara út að borða? Katrínu Jakobsdóttur 24% KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Hún er brosmild og hláturmild. Virkar eins og hún sé skemmtileg. Held að það sé hægt að ræða allt á milli himins og jarðar við hana. Hún er svo venjuleg. Það er líka það sem fólk er að tengja við. Maður sér hana alveg fyrir sér í útilegu með fjölskylduna, með krakkana með sér. Hún er líka svo rosalega aðgengileg. Maður rekst á hana í Melabúðinni og sér hana svo keyra burt á gamla skutbílnum með barnastólana aftur í. Hún er mjög nálægt okkur og ég held að fólk tengi vel við það. Hver vill ekki fara út að borða með skemmtilegri og huggulegri konu? Lífsglöð og falleg manneskja. 17% BJARNI BENEDIKTSSON Hann er algjör töffari. Virkar svolítið utan seilingar fyrir almenning. Slíkt getur heillað. Svona eins og að hann sé partur af lífsstíl sem fólk vill lifa. Ég held að öllum þyki gaman að fara út með spöðum sem þekkja alla á staðnum. Bjarni kemur fyrir sem mjög viðkunnanlegur maður. Hann er örugglega skemmti- legur. Ég myndi gjarnan vilja setjast niður með honum og ræða um hin ýmsu mál. Svo skemmir örugglega ekki fyrir að hann myndi líklega taka upp veskið og borga að matnum loknum. 12% SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Þrátt fyrir allt hans tal um mikilvægi þess að vera jákvæður, þá er einhver ára neikvæðni í kringum manninn. Hann virðist bara ekki vera mjög skemmtilegur borðfélagi og hefur ekki virst það lengi. Eða kannski bara alltaf. Hann var líka svona djúpraddaður og alvarlegur í sjónvarpinu. Stór hluti þeirra sem vilja fara út að borða með Sigmundi eru líklega kjósendur Fram- sóknarflokksins. En síðan er örugglega dágóður hluti sem er forvitinn um Sigmund. Ég hugsa að Íslendingar séu ekki jafn forvitnir um neinn annan en forsætisráðherrann okkar. Hann er málglaður og hress. Sem væri kostur við að fara út að borða með honum. Hlýtur að vera gaman að sitja með honum. 5% HELGI HRAFN GUNNARSSON Það „púllar“ enginn svona tagl. En hann er samt klárlega mjög áhugaverður og örugglega frábær borðfélagi. Niðurstöðurnar koma mér nokkuð á óvart. Þetta kemur mér verulega á óvart. Helgi hefur staðið sig ákaflega vel á þingi og á örugglega mikið í þessu fylgi. Kannski finnst fólki hann helst til of nördalegur– fer eftir úrtakinu sem var notað í skoðanakönnunni. Held að hann sé stórskemmtilegur. Hefur kannski ekki sýnt mannlegu hliðina í fjölmiðlum. Ætli þetta sé ekki aðallega „dress-code“ vandamál? En svona í alvöru, þá held ég að vinsældir Pírata séu fyrst og fremst Helga Hrafni að þakka og hann sé mjög mikils metinn sem stjórnmálamaður. En fólk horfir kannski frekar til hans sem manns sem leysir vandamál, ekki „wine og dine“ fígúru. 3% GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Ég held að hann sé þrælskemmtilegur. Hann þarf betra fólk með sér. Hann er ekki að ná að til fólks, eins skemmtilegur og hann er. Hann er eini maðurinn í þessum hópi sem er þekktur fyrir að vera hressi gaurinn með gítarinn. Það sést hvað hann hefur misst þann sjarma með því að fara í stjórnmálin. Guðmundur hefur ekki náð að yfirfæra það að vera skemmti- legasti maðurinn í partíinu yfir í að vera sá skemmtilegasti á þingi. Þessar óvinsældir hans koma manni á óvart. Hann virkar fjörugur og fyndinn og gæti verið hinn skemmtilegasti borðfélagi. Hann þarf að taka þessar niðurstöður til sín og breyta ímyndinni. 2% ÁRNI PÁLL ÁRNASON Hann er búinn að vera frekar umdeildur og fékk lélega kosningu í eigin flokki. Það smitar kannski út frá sér? Ég veit það fyrir víst að hann er skemmtilegur maður. Ég held að hann gæti komið mörgum á óvart. Maður var að vona hans vegna að fólk væri bara ekki búið að kaupa hann sem þungavigtarstjórnmálamann en líkaði ágætlega við hann annars. En svo virðist ekki vera. Hann hefur ekki fundið sinn eigin tón í stjórnmálum og virkar því ekki eins og hann sjálfur í viðtölum. Eins og hann sé svolítið að leika stjórnmála- leiðtoga. Ég held að það fæli fólk frá. Guðmundur og Árni Páll eiga báðir við mikil ímyndar- vandamál að stríða. Fólk trúir ekki að Árni Páll meini neitt með því sem hann segir þótt það hljómi vel og að Guð- mundur nái aldrei að fram- kvæma neitt sem hann meinar þótt það hljómi vel. Hvernig túlka sérfræðingarnir niðurstöðurnar? Nokkrir af helstu almannatenglum og ímyndarsérfræðingum landsins rýna í svör landsmanna um hverjum þeir vilja helst fara með út að borða. Hvert færi Heiðar með leiðtogana á stefnumót? Fréttablaðið fékk Heiðar Jónsson snyrti til þess að fara yfir hvað væri skemmti- legt að gera með stjórnmála- leiðtogunum á stefnumóti. ÁLITSGJAFAR Hödd Vilhjálmsdóttir, Hugrún Halldórsdóttir, Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, Gunnar Salvarsson, Andrés Jónsson, Fjalar Sigurðarson, Jón Gunnar Geirdal. Könnunin var framkvæmd í vikunni. Úrtakið var 800 manns og tóku 682 afstöðu til spurningarinnar. Hlutfall reiknast út frá þeim sem tóku afstöðu. Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@365.is Katrín Jakobsdóttir Maður myndi taka daginn snemma með henni og vonast til að hann yrði langur. Fara með henni á „artý“ kaffihús og síðan á pönkaða tónleika, eða jafnvel framúrstefnulega. Ég held að það myndi verða skemmtilegt kvöld með Katrínu. Bjarni Benediktsson Stefnumót með Bjarna þyrfti að tímasetja vel og láta það hitta á dag þar sem væri fín og flott móttaka einhvers staðar. Daman sem færi með Bjarna á stefnumót gæti þar „flassað“ fína og flotta „deit- inu“ sínu. Síðan fara á fínan en frekar lítinn veitingastað með tempraðri lýsingu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ég held að „sportý“ kona myndi jafnvel fara með Sigmundi Davíð og grilla bara, auðvitað íslenskt kjöt. Vera með góðum vinahópi og hafa það gott. Síðan að skella sér upp á Helgafell og horfa á sól- setrið. Held að þetta væri kvöld sem væri Sigmundi að skapi. Helgi Hrafn Gunnarsson Ég held að það væri best að bjóða Helga Hrafni í skemmti- legt partí í anda blómatímans. Yrði bara einfalt og skemmti- legt. Mikilvægt væri að senda honum boðskort í partíið í gegnum tölvupóst. Guðmundur Steingrímsson Ef ég væri rík dama myndi ég vilja taka hann með mér til New York og fara í Comedy Cellar. Guðmundur er svo hress og skemmtilegur maður. Helgarferð til New York, þetta gæti ekki klikkað. Árni Páll Árnason Hann er voðalega fjölskyldu- vænn og góður maður. Ef ég væri kona myndi ég bjóða honum og góðum vinum, sem væru með hæfilegan áhuga á listum og pólitík, heim í mat. Ég myndi líka bjóða móður Árna Páls með. Hún er alveg ofboðslega spennandi kona og skemmtileg. Þegar landsmenn eru spurðir að því hvaða stjórnmálaleiðtoga þeir vilja helst fara með út að borða er Katrín Jakobsdóttir vinsælust. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, þótti næstbest til þess fallinn, en Árni Páll Árnason var óvinsælastur. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -7 2 E C 1 6 2 B -7 1 B 0 1 6 2 B -7 0 7 4 1 6 2 B -6 F 3 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.