Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 36

Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 36
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir GESTIR Erlendir gestalistamenn verða með Sirkus Ísland í sumar, til dæmis hin sterka Mama Lou sem er mikil kraftakona. SIRKUSDROTTNING Margrét Erla hefur tilheyrt sirkushópnum frá upphafi og segir sirkuslífið afar skemmtilegt. MYND/GVA Margét Erla var á þönum þegar við náðum tali af henni, enda nóg að gera áður en haldið er af stað með heila sirkuslest í Herjólf. „Okkur dreymir um að fara með sirkusinn úr landi ein- hvern tíma og þetta verður góð æfing,“ segir hún. Um 30 manns fara til Eyja þar sem risatjaldið verður sett upp eftir helgi. Hluti hópsins verður áfram í borginni til að halda sirkusskólanum gangandi en hann er afar vinsæll hjá börnum og unglingum á aldrinum 8-14 ára. Margrét Erla segir að þau séu að ala upp nýja kynslóð af sirkus- listamönnum og margir efnilegir séu að vaxa úr grasi. Margrét Erla upplýsir einnig að ýmsu þurfi að redda áður en haldið er af stað í ferðalag og dagurinn í dag muni að mestu fara í það. Íslenski sirkusinn er búinn að sanna gildi sitt og áhorfendur bíða spenntir. „Sumir trúa því ekki að það séu íslenskir listamenn að sýna og við erum oft spurð um það,“ segir Margrét. Sirkus Íslands verður á nokkrum bæjarhátíðum um landið í sumar og svo einnig í borginni. Sýningar verða fram til 24. ágúst en þá fara þrír listamannanna til Hollands þar sem þeir stunda nám í listinni. FÁ VINK OG BROS „Það er langur undirbúningur sem fylgir sirkusferðalagi. En þegar kemur að ferða- laginu er allt klárt og allir vel undir það búnir,“ segir Margrét Erla. Vegfarendur um Suðurland munu eflaust taka eftir þessari miklu lest á morgun en sirkusfólkið stopp- ar gjarnan í vegasjoppum til að teygja úr sér og skemmtir þá börnum í leiðinni. Að auki fá þau mörg vink á leiðinni og bros frá bæði ungum og öldnum. Tveir gámar og vagn fylgja rútu hópsins auk einkabíla. Sirkus Íslands hefur ekki áður sýnt listir sínar í Eyjum svo það er mikil tilhlökkun í loftinu. Sumir listamennirnir eru fjölskyldu- fólk og makar og börn fá að vera með í þessu ævintýri. Margrét Erla er barnlaus en kærasti hennar, Hjalti Þór Þórsson, hefur aðstoðað hópinn. Á ferð sinni um landið fær hópurinn að sofa í skólum eða félagsheimilum. GANGA Í ÖLL STÖRF Eftir að sirkustjaldið var keypt í fyrra breyttust möguleikar til alvöru sirkus-sýn- inga á Íslandi og sannarlega hefur hópn- um verið vel tekið hvar sem hann hefur komið. Áður voru atriðin aðallega sýnd á götum úti eða á skemmtunum en þau urðu mun tilkomumeiri eftir að tjaldið kom til sögunnar. „Sirkus-sýningarnar hafa vakið áhuga margra ungmenna sem dreymir um að vinna í fjölleikahúsi,“ segir Margrét Erla sem hefur unnið með sirkusnum frá upphafi í öllum mögulegum störfum. „Við göngum í öll störf til að spara kostnað, hvort sem það er í miðasölu, búa til mat eða skemmta á sviði,“ útskýrir hún. „Þetta er mjög skemmtilegt líf þótt það geti líka verið erfitt. Það er ótrúlega margt sem þarf að halda utan um svo hlutirnir gangi upp.“ GESTALISTAMENN Sýningar í Eyjum hefjast miðvikudaginn 1. júlí og standa yfir í eina viku. Í Eyjum verður gestalistamaður sem hefur notið mikillar hylli. Það er hin sterka, bandaríska sirkusdrottning Mama Lou, sem hefur vakið mikla athygli. Auk þess verður Paula Alvala, sem kemur frá Brasilíu, með í för í sumar. Von er á fleiri erlendum gestalista- mönnum í sumar. Sirkusinn verður á Klambratúni 9. til 12. júlí og aftur í ágúst. Þess á milli verður hann á Húnavöku á Blönduósi, Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði og Síldarævintýrinu á Siglufirði. ■ elin@365.is SIRKUSFLAKKARAR HALDA AF STAÐ ÆVINTÝRI M argrét Erla Maack er ein af sirkusdrottningum Íslands. Líf henn- ar snýst að mestu um listir og kúnstir sirkusfólksins. Á morgun heldur sirkus- lestin í árlegt sumarferðalag sem hefst í Vestmannaeyjum. BREYTTI ÖLLU Þegar sirkustjaldið kom til sögunnar í fyrra breyttust mögu- leikar sirkushópsins til mikilla muna. MYND/FACEBOOK Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup Gullkryddið Liðir - bólgur CURCUMIN Allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið Túrmerik! CURCUMIN (gullkryddið) er virka innihaldsefnið í Túrmerik rótinni og hefur verið notað til lækninga og til matargerðar í yfir 2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undafarna áratugi. • Liðamót • Bólgur • Gigt • Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup Svefnvandi, kvíði, depurð MAGNOLIA OFFICINALIS Börkur af plöntunni MAGNOLIA OFFICINALIS, sem vex í fjallahéruðum Kína, hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi í yfir 2000 ár í Asíu. Heilbrigður svefn “Hjálpar þér að losna úr vítahringnum og ná stjórn á svefninum” Dr. Michael Breus www.thesleepdoctor.com • Heilbrigður svefn • Upphaf svefns • Samfelldur svefn • Þunglyndi og kvíði Skútuvogur 1H | 104 Reykjavík | S: 5858900 | www.jarngler.is Sjálfvirkur hurðaropnunarbúnaður fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og viðhaldi Hentar vel fyrir aðgengi hreyfihamlaðra. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -9 5 7 C 1 6 2 B -9 4 4 0 1 6 2 B -9 3 0 4 1 6 2 B -9 1 C 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.