Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 52

Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 52
| ATVINNA | Sundlaug Seltjarnarness óskar eftir að ráða sundlaugarvörð til starfa. Í starfinu felst m.a. sundlaugarvarsla, gæsla búningsklefa karla, þrif og þjónusta við sundlaugargesti á öllum aldri. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vel á sig kominn líkamlega, þjónustulundaður, góður í samskiptum við alla aldurs- hópa, þrifinn, tala mjög góða íslensku og síðast en ekki síst heilsu- hraustur. Ath. að viðkomandi þarf að standast sundpróf fyrir sundlaugar- verði. Um er að ræða vaktavinnu og framtíðarstarf. Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.is fyrir 1. ágúst 2015. Íþrótta- og tómstundasvið Seltjarnarnesbæjar Sundlaugarvörður ,,hóar þar smali og rekur á ból” Óskum að ráða grunnskólakennara í umsjónarkennslu í 3. bekk fyrir næsta skólaár í 80-100 % starf Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri í síma 8215-007 og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið markus@alftanesskoli.is og Erna I. Pálsdóttir aðstoðarskólastjóri í símum 540470, 8215-009 og á netfang: erna.palsdottir@alftanesskoli.is. Sjá nánar á vef www.gardabaer.is og www.alftanesskoli.is Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2015. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar með því að fylla út atvinnuumsókn. Skólastjóri Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands auglýsir eftir Verkefnisstjóra Helstu verkefni verkefnisstjóra tengjast viðgerðum og viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns, s.s. áætlunargerð, samnings- gerð, öryggismál, samstarf við rekstraraðila, fræðsla, þátttaka í rannsóknarvinnu og skýrslugerð og eftirlit með viðhaldsfram- kvæmdum. Verkefnin eru unnin í samstarfi við safnvörð húsa- safns sem stýrir málaflokknum, sem heyrir undir rannsókna- og varðveislusvið Þjóðminjasafns, í umboði þjóðminjavarðar. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Háskólapróf á bygg- ingasviði æskilegt. • Þekking á íslenskum byggingararfi nauðsynleg, ásamt reynslu af skipulagningu og verkstjórn verkefna í byggingariðnaði. Þekking á gömlum húsum og viðhaldi þeirra áskilin. • Reynsla af rannsóknarstörfum og skýrslugerð æskileg. • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót nauðsynlegt. • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. • Tölvukunnátta nauðsynleg: s.s. Word, Excel og PowerPoint, sem og grunnþekking á stafrænni ljósmyndun. • Gott vald á íslensku og ensku og/eða norðurlandatungumáli, bæði í rituðu og töluðu máli. • Starfinu fylgja talsverð ferðalög um landið og er bílpróf nauðsynlegt. Ráðningarkjör Um er að ræða fullt starf og er ráðning tímabundin til 12 mánaða til að byrja með. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknafrestur Umsóknarfrestur er til og með 6. júlí 2015 og skulu umsóknir með ferilskrá, afritum prófskírteina og meðmælum eða upplýsingum um meðmælendur berast skrifstofu safnsins að Suðurgötu 43, 101 Rvk, merkt “húsasafn” eða á póstfangið starfsumsokn@thjodminjasafn.is. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunar- innar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsókn- ir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar veitir Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðstjóri rannsókna- og varðveislusviðs (anna.lisa@thjodminjasafn.is) og Guðmundur Lúther Hafsteinsson safnvörður húsasafns (gudmundur.luther@thjodminjasafn.is), s. 5302200. Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái mark- miðum sínum sem vísinda- ogþjónustustofnun. Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft á vinnustað. Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningarminjum og sögu íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar m.a. á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012. Staða íþróttakennara við Kirkjubæjarskóla Okkur í Kirkjubæjarskóla vantar íþróttakennara næsta vetur. Um er að ræða íþrótta- og sundkennslu í 1. – 10. bekk. Við leitum að hugmyndaríkum, metnaðarfullum og dug- andi íþróttakennara sem tilbúinn er að takast á við ný og fjölbreytt verkefni. Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí og umsóknir sendist á skolastjori@klaustur.is Nánari upplýsingar gefur Kjartan Kjartansson í sími 487 4633/864 0300, http://www.kbs.is/ http://www.klaustur.is Á Kirkjubæjarklaustri er gott mannlíf, þar búa um 130 manns en íbúar Skaftárhrepps eru um 450 talsins. Á Kirkjubæjar- klaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. verslun, banka, heilsugæslustöð, leikskóla, kaffihús og íþróttamiðstöð. Í íþróttamiðstöðinni er að finna glæsilegt íþróttahús, sundlaug og tækjasal. Skaftárhreppur www.tskoli.is Skólaliði óskast við Tækniskólann Áhugasamir sendi inn umsókn ásamt ferilskrá á gsi@tskoli.is merkt „Skólaliði“ fyrir 1. ágúst 2015. Starfssvið skólaliða er dagleg umsjón með húsnæði skólans auk þjónustu við nemendur og starfsfólk. Fjölbreytt starf sem hentar báðum kynjum þar sem margþætt reynsla nýtist vel. Góðir samskiptahæfileikar, jákvæðni og rík þjónustulund mikilvæg. Tæknileg aðstoð hjá 1984 ehf. 1984 ehf vill ráða starfsmann í tæknilega aðstoð. Starfið felst í einföldum kerfisstjórnarverkefnum og þjónustu við viðskiptavini í síma og tölvupósti. 1984 er stærsti vefhýsill á Íslandi. Við þjónum um 15% af íslenska markaðinum og tökum skyldur okkar mjög alvarlega. Við leggjum áherslu á að þjóna viðskipta- vinum okkar dyggilega og af kurteisi, fagmennsku og algerum trúnaði. Umsækjandi þarft að vera mjög öguð persóna, lipur í samskiptum, tala mjög góða íslensku og hafa gott vald á ritaðri og talaðri ensku. Nauðsynlegt er að umsækjandi kunni á skipanalínuumhverfi í GNU/Linux og hafi almennan áhuga á upplýsingatækni og tölvum. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 6. júlí, 2015. Umsóknir sendist með tölvupósti á atvinna@1984.is 27. júní 2015 LAUGARDAGUR10 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -9 A 6 C 1 6 2 B -9 9 3 0 1 6 2 B -9 7 F 4 1 6 2 B -9 6 B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.