Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 76

Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 76
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 stjórnmálamaður. Þá meina ég stjórn- málamaður í þeim skilningi að hann hefði unun af að stjórna öllu mögulegu, skipuleggja, vasast í smáatriðum og sópa til sín æ víðáttumeiri og smásmugu- legri völdum. Hitler hafði ekki gaman af slíku. Stjórnsýsla nasistaríkisins var til dæmis alltaf í skötulíki af því Hitler var áhugalaus um svo- leiðis. Hann leit á sig sem hljómsveitarstjóra og það átti að duga að hann sveiflaði sprotunum duglega, þá skyldu hlutirnir gerast af sjálfu sér. Og verkið sem hljómsveitin spilaði var ein þeirra miklu Wagners-ópera sem mótuðu endan- lega hugarheim hins unga Hitlers þegar honum tókst, fátækum og ræfilslegum, að laum- ast inn á sýningar Vínaróper- unnar í æsku, og lét sig dreyma um að hann væri Siegfried, hinn mikli norræni sigurvegari. Lífsafstaða og hug- sjón Hitlers var æ síðan sú að hann væri aðalpersóna í slíkri óperu, og líf hans væri hamslaust listaverk. Og það hefði ekki þurft að útskýra fyrir honum merk- ingu þess að vera tilbúinn til að „brenn- ast um seint / í eldi og eiga / þó allskost- ar völ“. Ég hygg að sumum lesendum þyki kannski óþægilegt að sjá þessu þrælmenni lýst sem hugsjónamanni og listamanni, en það verður svo að vera. Hugsjónir geta jú verið hræðilegar og list bæði yfirborðskennd og þjófstolin og þar á ofan mannfjandsamleg. Fjórði þáttur Niflungahringsins Lengi framan af gekk hljómsveitarstjór- anum Hitler reyndar allt í haginn og allir hans draumar uppfylltust – fyrst fann hann sitt Rínargull, Valkyrjur hans þeystu vopnfráar á skýjum til sig- urs hvarvetna, og hann í hlutverki Sieg- frieds hló að dauðanum og ríki hans myndi standa í þúsund ár. En svo snerist allt í höndum hans, og ósigurinn blasti við en þá tók Hitl er honum að sjálf- sögðu sem fjórðu óper- unni í Niflungahringn- um: Götterdämmerung. Ósigur Þýskalands og dauði tugmilljónanna voru ekki annað en hans prívat Ragnarök og hann hefði ekki einu sinni látið sér detta í hug að reyna að flýja þau örlög. Málið snýst ekki um hugrekki í eiginlegum skiln- ingi, heldur lífstilgang, þessi skelfilegi maður taldi sig vera að fullkomna listaverk Wagners og sitt eigið með dauða sínum í byrginu og hann hafði einfaldlega ekki hugmyndaflug til að fara að rækta radísur og dunda við loftkastala- smíð um Fjórða ríkið í rykugum bakher- bergjum í Argentínu. Alveg burtséð frá því að Hitler var farinn að heilsu og hefði aldrei lifað lengi þótt hann hefði getað eða vilj- að sleppa. Svo fréttin er jafn röng og venjulega. En þó má búast við að hún lifi enn um sinn góðu lífi og eftir ákveðinn tíma sjáum við efalaust aftur þá gamal- kunnu fyrirsögn: Komst Hitler undan til Argentínu? Hún birtist nú fyrir fáeinum vikum, þessi gamla vinkona. Þá hafði hún ekki sést lengi, en ég var samt ekki farinn að hafa neinar áhyggjur, ég vissi að hún skyti upp kollinum fyrr eða síðar. Því hún virðist einfaldlega ekki geta dáið. Oft fær hún heldur harkalegar móttökur þegar hún kemur, já, það er ekki ofmælt að segja að hún sé stundum barin eins og harðfiskur, það sé hlegið að henni og hún sé beinlínis hrakin á brott með grjótkasti. Hún hverf- ur þá á braut, lætur lítið fyrir sér fara um hríð, en viti menn, alltaf kemur hún aftur. Þrautseigju hennar er við brugðið, það má sannarlega dást að henni fyrir að gefast aldrei upp. Ég er að sjálfsögðu að tala um fréttina um að Adolf Hitler hafi komist lífs af úr hildarleik síðari heimsstyrjaldar, flúið úr neðanjarðarbyrgi sínu í Berlín og náð alla leið til Suður-Ameríku þar sem hann gerði sér lengi vonir um að geta endur- reist ríki nasista í Þýskalandi. Það gildir sem sé einu hversu oft sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar telja sig vera búna að kveða í kútinn þessa frétt og stjaksetja hana endanlega, hún birtist alltaf aftur og alltaf eru einhverjir reiðubúnir að trúa henni. Núna virtist hún reyndar óvenjulega braggleg, enda hafði hún sosum ekki sést alllanga hríð og hefur því fengið tóm til að safna almennilegum kröftum. Hún birtist nú studd gögnum frá bandarísku alríkislögreglunni FBI, hvorki meira né minna, útkrotuð skýrsla frá FBI fylgdi fréttinni hvarvetna, og í henni fólst að til Adolfs Hitlers og Evu Braun konu hans hefði sést á flugvelli í Danmörku rétt í þann mund að sagt er að þau hafi framið sjálfsmorð í Berlín, og þaðan hefðu þau flogið á einhvern leyndan stað þar sem þau hefðu stigið um borð í þýskan kaf- bát sem hefði farið í langferð suður allt Atlantshafið og ekki endað fyrr en út af Argentínuströndum, þar hefði Hitler verið skotið í land ásamt Evu og þau gert sér bú á leyndum stað, já, það fylgdi sögunni að þau hefðu á endanum eignast dætur tvær þarna í friðsældinni suður frá, meðan þau biðu eftir að Adolf gæti tekið aftur við völdum í Þýskalandi, en það varð nú aldrei sem betur fer, og ein- hvern tíma á sjöunda áratugnum dó Hitler á sóttarsæng og enda orðinn nokk- uð aldraður, en hafði tekist að komast undan réttvísinni öll þessi ár. Hvað af dætrum hans varð fylgdi ekki fréttinni, þær ættu nú að vera orðnar stútungskellíngar hátt á sjötugsaldri en virðast að minnsta kosti ekki hafa flagg- að ætterninu. Svona birtist fréttin árið 2015, dagblöð hvarvetna birtu samviskusamlega mynd af hinni útkrotuðu skýrslu frá FBI og óljósa ljósmynd sem hefur reyndar verið á kreiki um skeið og á að sýna fremur brosmildan Hitler, yfirskeggslausan, tekin einhvern tíma á efstu dögum hans í Argentínu. Getur þetta verið satt? Er þetta kannski Hitler á myndinni? En ég ítreka, þetta er sannarlega ekki ný frétt. Í hinni góðu æskuminninga- bók móður minnar, Svarthvítum dögum, segir meðal annars frá því í bráð- skemmtilegum kafla að bara fáeinum árum eftir seinni heimsstyrjöldina var hún barnið að brjótast gegnum þungar tímaritsgreinar þar sem einmitt þessu var haldið fram – að Hitler hefði kom- ist undan á kafbáti. Í reyfara Arnald- ar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, er einmitt hin sama frétt drifkraftur plottsins. Og nú hafa talsmenn þessara tíðinda tekið internetið í þjónustu sína og dælt þar inn ýmsum útgáfum fréttar- innar, prófið að fara á YouTube og sláið inn „Hitler escape“ og þið munuð fá upp 80.700 myndbönd til að skoða. Og þar eru mikil fræði á ferðinni, er óhætt að segja. Hver er hin opinbera útgáfa? Eins og allir muna var atburðarásin í mýflugumynd á þá leið að þegar dró að mánaðamótunum apríl maí 1945 var Rauði herinn kominn inn í Berlín og það var barist á götunum, Sovétmenn voru ekki í nema fimm mínútna göngu- færi frá bönkernum þegar Hitler og Eva sviptu sig lífi þann 30. apríl, lík þeirra voru svo flutt upp á yfirborðið og komið fyrir í sprengjugíg, hellt yfir þau bensíni og eldur lagður að. Tveim dögum síðar gáfust leifar varnarliðsins í Berlín upp og þann 7. maí var styrjöldinni formlega lokið. Einföld og rökrétt atburðarás, er ekki svo? Aldeilis ekki, segja talsmenn fréttar- innar um að Hitler hafi komist undan. Á YouTube-myndböndunum má sjá miklar útleggingar um leynigöng út úr neðan- jarðarbyrginu sem Hitler og Eva Braun hafi getað lúskrast út um en tvífarar þeirra komið í staðinn, svo sannfærandi að meira að segja fólkið í byrginu, sem gjörþekkti þau bæði, varð ekki vart við neitt – og þar eru heilu völundarhúsin þar sem fjallað er um af hverju engar líkamsleifar hafi fundist, og gert lítið úr þeim kjálkabút sem þó fannst reyndar, og það er fjallað um dularfullar flugvél- ar sem eiga að hafa farið á loft frá Berlín á þessari síðustu stundu – og svo fram- vegis. Allt getur þetta virst firna sannfær- andi, ef maður er veikur fyrir samsæris- kenningum, og mun ekki plaggið frá FBI nú verða til þess að renna enn frekari stoðum undir sögurnar um flótta Hitl- ers? Í sem skemmstu máli: Nei. Plaggið frá alríkislögreglunni bandarísku er ekki til vitnis um annað en að einhvern tíma kom einhver rugludallur og fabúleraði eitt- hvað í eyru FBI-manna um dularfullar mannaferðir og kafbáta í stríðslok, og samviskusamur FBI-maður skrifaði um þetta skýrslu og lagði einhvers staðar í bunka, meira virði er það plagg nú ekki. Og sama hversu sannfærandi sem þau virðast, YouTube-myndböndin, þá er ein- faldlega ekkert til í þeim sögum að Hitler hafi komist lifandi úr bönkernum og svo tjillað í Argentínu sem hamingjusamur fjölskyldufaðir í áratugi og átt börn og buru og grafið rætur og muru. Allar sögusagnir um neðanjarðargöng, tvífara, flugferðir, kafbáta, ókennilegar líkamsleifar, þær eru einfaldlega rangar, og standast ekki neina skoðun. Stalín vildi ekki staðfesta dauða Hitlers! Það er líka alveg sama hversu oft er vitnað til Jósefs Stalíns, en á ráðstefnu í Potsdam í Þýskalandi í júlí 1945 spurði Truman Bandaríkjaforseti Sovétleiðtog- ann hvort Hitler væri dauður eða lifandi og Stalín er sagður hafa svarað þurr- lega: „Nei!“ – Hitler lifnar ekki við fyrir því. Hann dó í bönker sínum þann 30. apríl og engin óljós skjöl eða þokukennd- ar myndir af brosmildum gömlum köll- um fá því breytt, blessunarlega. Fyrir Stalín vakti ekki annað en pirra Trum- an, sem hann fyrirleit, og Vesturveldin yfirleitt sem hann grunaði um græsku á svo mörgum sviðum að hann virðist hafa talið rétt að hafa örlög Hitlers uppi í erminni eins og sína eigin kjarnorku- sprengju. Og burtséð frá öllu þrefi um neðri kjálka Hitlers eða útkrotuð skjöl frá FBI, þá horfa þeir alltaf framhjá einu stóru atriði sem vilja trúa því að Hitler hafi komist lifandi til Argentínu. Það er sú einfalda en óhrekjanlega staðreynd að Adolf Hitler hafði ekki minnsta áhuga á að komast lifandi undan. Sú hugmynd að hann hefði farið að bogra gegnum neðanjarðargöng eða beygja sig undan byssukúlum Rauða hersins eða hokrast í kafbáti suður Atlantshafið til að fara að rækta rad- ísur í Argentínu, hún lýsir einfaldlega algjörum vanskilningi á persónu Adolfs Hitlers. Hitler var listamaður, fremur en FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson las með athygli fréttir um að nýbirt skjöl FBI gæfu til kynna að foringi nas- ista hefði komist undan til Argentínu. NÝ FRÉTT SLAPP HITLER LIFANDI? Á YouTube- myndbönd- unum má sjá miklar útleggingar um leyni- göng út úr neðanjarð- arbyrginu sem Hitler og Eva Braun hafi getað lúskr- ast út um en tvífarar þeirra komið í staðinn, svo sannfærandi að meira að segja fólkið í byrginu, sem gjör- þekkti þau bæði, varð ekki vart við neitt. GÖTTERDÄMM- ERUNG Brünnhilde kastar sér í logana í lok Ragnaraka. Þannig sá Hitler sig fyrir sér. MIKILVÆG SKJÖL FRÁ FBI? Plaggið frá alríkislögregl- unni bandarísku er ekki til vitnis um annað en að einhvern tíma kom einhver ruglu dallur og fabúleraði í eyru FBI-manna um dularfullar manna- ferðir og kafbáta í stríðslok. HITLER Í ARGENTÍNU? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -5 0 5 C 1 6 2 B -4 F 2 0 1 6 2 B -4 D E 4 1 6 2 B -4 C A 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.