Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 86

Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 86
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 42 New England Conservatory YPO er ein þekktasta ungsinfóníuhljóm- sveit heims og hefur á að skipa 90 framúrskarandi tónlistarnemum á aldrinum 14-18 ára. Hljómsveit- in heldur ókeypis tónleika í Eld- borgarsal Hörpu, sunnudaginn 28. júní kl. 17.00. „Margir af meðlim- um sveitarinnar hafa síðar orðið á meðal virtasta tónlistarfólks heims, en aðeins þeir bestu komast inn,“ segir Valdimar Hilmarsson, sem hefur verið að aðstoða hljóm- sveitina á Íslandi. „Það er ekki oft sem fólki gefst kostur á að hlusta á svona frábæra tónleika og ekki sakar að þeir eru einnig ókeypis, en fólk verður þó að tryggja sér miða í gegnum miðasölu Hörpu.“ Á efnisskrá eru verk eftir Chad- wick, Gandolfi og Rimsky-Kors- akov ásamt Poeme Op. 25 eftir Chausson fyrir fiðlu og hljóm- sveit. Einleikari er Ari Vilhjálms- son, einn af okkar fremstu fiðlu- leikurum, en hann gegndi leiðandi stöðu í hljómsveitinni á námsárum sínum í Bandaríkjunum. Stjórn- andi tónleikanna er hinn heims- þekkti David Loebel. Hljómsveitin var með tónleika í Hofi síðastliðinn sunnudag við frá- bærar undirtektir og tekur einnig þátt í tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði sem fram fer um þessar mundir.“ - mg Ungar stjörnur á uppleið New England Conservatory Youth Philharmonic Orchestra býður á tónleika. Það er líflegt menningarlíf norðan heiða í sumar þar sem Menningar- félag Akureyrar hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá. Gert er ráð fyrir uppákomum nær alla daga í sumar og fara þær fram í Menn- ingarhúsinu Hofi klukkan 14 og 20 flesta daga. Dagskráin ber yfir- skriftina Menningarsumarið í Hofi eða Summer Events in Hof og er í senn ætluð heimamönnum sem erlendu og innlendu ferðafólki. Á meðal viðburða er gaman-ein- leikurinn Let’s talk Arctic en Bene- dikt Karl Gröndal fer með öll hlut- verk þeirrar sýningar og bregður sér meðal annars í gervi Helga magra og Þórunnar hyrnu, Jóns Sigurðssonar og annarra frum- byggja við Eyjafjörð. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og hann segir að sýningin sé vissulega sérhönn- uð fyrir ferðamenn en auðvitað geti líka verið forvitnilegt fyrir Íslend- inga að koma og sjá sýningu með þessum óvenjulega vinkli. „Let’s talk Arctic er einhvers konar uppistands-spunasýning sem er gerð til þess að bæði fræða og skemmta í senn, svona info-tain- ment. Sýningin fer fram á ensku og er vissulega sniðin að þörfum ferðamanna enda erum við að leit- ast við að svara ákveðinni þörf sem þjónustuaðilar í ferðaþjónustunni á svæðinu hafa verið að kalla eftir. Að koma með sýningu með þess- um hætti er vissulega ákveðin til- raun en við hér á Akureyri erum að vinna á tólf en ekki níu mán- aða viðburðaári eins og algengt er með menningarhús. Það verð- ur því mikið að gerast í allt sumar og má þar nefna fjölda tónleika og annarra listviðburða, við einfald- lega framleiðum eins mikið og við getum. En við verðum svo að bíða og sjá hvernig tekst til með leik- sýninguna sem tilraun því Bene- dikt Karl Gröndal leikari, sem leikur reyndar einn í sýningunni bróðurpartinn af þeim sem bjuggu við Eyjafjörðinn lengi vel, verður keyrður áfram alveg miskunnar- laust í allt sumar með fimm sýn- ingum á viku. magnus@frettabladid.is Engin miskunn í sumar Í gærkvöldi var frumsýnd ný uppistands-spunasýn- ing í Hofi í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. LEIKSTJÓRINN Jón Páll Eyjólfs- son leikstýrir Let’s talk Arctic sem var frum- sýnt á Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR TÓNLIST ★★★★★ Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music NORÐURLJÓSUM HÖRPU SUNNUDAGINN 21. JÚNÍ. Lokatónleikar Reykjavík Mid- summer Music hófust á svonefndri Passacagliu eftir Händel í útsetn- ingu Johans Halvorsen. Passa- caglia er dansform sem á rætur sínar að rekja til Spánar á 17. öld. Anna-Liisa Bezrodny lék á fiðlu en Jan-Erik Gustafsson á selló. Spila- mennskan var sérlega flott, allar hendingar voru nákvæmar, lifandi og áleitnar. Ekki síðri var Vorsónatan, þ.e. sónata nr. 5 eftir Beethoven. Hún var flutt af Sayaka Shoji á fiðlu og Víkingi Heiðari Ólafssyni á píanó. Sónatan er kölluð þessu nafni vegna þess hve björt hún er. Stemningin er vongóð og af- slöppuð. Leikurinn nú var eftir því draumfagur og þrunginn skáld- skap. Þetta var einhver fallegasta túlkun á Vorsónötunni sem ég hef heyrt – og ég hef heyrt þær marg- ar! Eftir hlé var fyrstur á dag- skránni strengjakvartett nr. 2 eftir Philip Glass. Kvartettinn var upphaflega saminn fyrir leik- gerð á Félagsskap Samuels Becket. Þar segir frá gömlum manni sem rifjar upp atburði og persónur úr lífi sínu í næturmyrkrinu þegar hann getur ekki sofið. Hann er einmana, en minningarnar veita honum félagsskap. Tónlist Glass er hrífandi, þótt hún sé afstrakt þá er hún full af merkingu sem samt er ekki hægt að skilgreina með orðum. Hér var hún leikin af Sigrúnu Eðvaldsdóttur á fiðlu og Pauline Sachse á víólu, auk þeirra Bezrodny og Gustafsson sem fyrr voru nefnd. Spilamennskan var í fremstu röð, fínleg áferð tónmáls- ins var nostursamlega útfærð og blæbrigðarík. Síðasta tónsmíðin á efnis- skránni var píanókvintettinn eftir Schumann, sem var leikinn af Shoji, Bezrodny, Sachse, Gust- afsson og Víkingi. Þetta er eitt besta verk Schumanns, atburða- ríkt og kraftmikið, með líflegri framvindu sem fimmmenningarn- ir skiluðu til áheyrenda af öryggi og dirfsku. Samspilið var akkúrat, nánast eins og fólkið væri búið að spila saman um árabil. Þetta var frábær endir á afar skemmtilegri tónlistarhátíð. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Magnaður loka- hnykkur á Reykjavik Midsummer Music. Spilamennskan var svo gott sem fullkomin, verkefnavalið fjöl- breytt og spennandi. Magnaðir tónleikar Helgi Þórsson myndlistarmað-ur opnar í Kling og Bang gall- eríi í dag undir yfirskriftinni Benelux verkstæðið. Á sýning- unni gefur að líta fjölbreytta flóru nýrra verka en Helgi segir að hann sé mestmegnis að sýna ný verk að þessu sinni. „Það var eiginlega búið að aflýsa þessari sýningu þar sem Kling og Bang var að fara að flytja en svo dróst það og þá stökk ég á þetta með tiltölulega skömmum fyrirvara. Maður verður að stökkva á tæki- færin þegar þau láta á sér kræla og þetta hentaði mér vel þar sem mig langaði til þess að hafa þetta aðallega glænýtt. Verkin sem ég er með eru mikið til unnin upp úr skissum, teikningum og einföldum grafík prentverkum sem ég hef verið að gera. Svo eru skúlptúrar sem eru svona soldið í anda fimmta ára- tugarins, „forties“-inspíreruð. Málið er að mig langaði til þess að gera bara svona klassíska myndlistarsýningu með stöplum og skúlptúrum og þetta er sold- ið þannig – nema bara með svona smá tvisti. Hluti af því er líka að það eru þarna ákveðnar sögur sem eru gegnumgangandi og koma upp ítrekað í þessum verkum. Eitt af því sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég var að vinna að þessum verkum er að á þessum tíma var ég að skoða bók eftir Gerði Helgadóttur og að vinna í járn og steinsteypu á sama tíma eftir pöntun. Ég kann að vinna í járn en hef aldrei nýtt þá þekk- ingu áður. Svo ég var allt í einu farinn að beygja víra og log- sjóða og vinna með steinsteypu. En ég var reyndar að vinna með myndhöggvarafélaginu. Fór að vinna með þeim í önnur efni en ég er vanur til þess að losa um smá sköpunarstíflu. Stundum þarf maður líka bara að vinna og halda áfram ef maður lendir í stíflu – það getur nefnilega allt- af gerst og þá er bara að pína sig áfram.“ Helgi segir að á sýningunni sé líka ákveðið nýaldarstef sem hann hafi lengi verið hrifinn af. „Það eru pælingar og sögur í þessu nýaldardóti um framtíðar- sýn og uppruna mannsins og svo- leiðis. Þetta eru „space“-aðar og skemmtilegar hugmyndir sem er gaman að vinna með.“ Yfirskrift sýningarinnar er Benelux verkstæðið og Helgi segir að það megi rekja það til þess að hann sé að flytja til Hol- lands á næstunni. „Ég á félaga í myndlistinni sem búa í Belgíu og er sjálfur menntaður í Hollandi og er að fara að flytja þangað aftur með kærustunni núna á næstunni. Þá fannst mér tilvalið að þegar þar að kemur þá förum við í að stofna Benelux-hreyf- inguna í myndlist. Mér finnst þetta líka bara svona skemmti- legt orð: Benelux. Þetta hefur heillað mig frá því í landafræð- inni þegar ég var krakki. Vand- inn við sambandið er að það vantar Lúxemborg inn í þetta svo þetta geti talist Benelux. En planið er eiginlega að þaðan komi fjárfestarnir og kaupendurnir enda meira um bankamenn en myndlistarmenn í Lúxemborg. En ég var í átta ár í námi á sínum tíma í Hollandi og hug- urinn hefur oft leitað þangað í gegnum tíðina. Svo kom þetta upp frekar óvænt og það kemur eflaust bara eitthvað gott og skemmtilegt út úr því.“ magnus@frettabladid.is Fjárfestarnir koma frá Lúxemborg Helgi Þórsson opnar sýningu í Kling og Bang í dag en á næstunni fl ytur hann til Hollands þar sem hann hyggst stofna Benelux-samtök myndlistarmanna. SÖGUR Það eru pælingar og sögur í nýaldardótinu sem ég hef alltaf haft gaman af, segir Helgi Þórsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SKÚLPTÚR Helgi hefur verið að vinna í járn og steinsteypu. MENNING 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -4 B 6 C 1 6 2 B -4 A 3 0 1 6 2 B -4 8 F 4 1 6 2 B -4 7 B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.