Fréttablaðið - 19.06.2015, Qupperneq 8
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
BANDARÍKIN Rúmlega tvítugur
maður myrti í fyrrakvöld níu manns,
sex karla og þrjár konur, í kirkju í
borginni Charleston í Suður-Karól-
ínu. Lögreglan segir augljóst að kyn-
þáttahatur hafi búið að baki. Morð-
inginn var hvítur en hin myrtu dökk
á hörund.
Kirkjan er ein af elstu kirkjum
þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér
merkilega sögu. Meðal hinna látnu
var prestur kirkjunnar, Clementa
Pinckney, sem einnig var öldunga-
deildarþingmaður á ríkisþinginu í
Suður-Karólínu.
Átta manns létust á vettvangi
en fjórir til viðbótar voru fluttir
á sjúkrahús og lést einn þeirra á
sjúkrahúsi stuttu síðar.
Árásarmaðurinn heitir Dylann
Storm Roof og er 21 árs gamall.
Að sögn Reuters-fréttastofunnar
fékk hann byssu frá föður sínum í
afmælis gjöf þegar hann varð 21 árs
í apríl síðastliðnum. Hann flúði af
vettvangi og hófst þegar viðamikil
leit að honum. Lögreglan hafði svo
hendur í hári hans tæpum sólar-
hring síðar í bænum Shelby, um það
bil 300 kílómetrum austur af Charl-
eston, rétt norðan landamæra Suður-
Karólínu.
Fréttastofa bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar NBC ræddi við
fólk sem lifði af skotárásina í kirkj-
unni. Það sagði Roof hafa komið inn
í kirkjuna þegar fræðslufundur var
að hefjast, spurt eftir prestinum og
sest við hliðina á honum.
Þegar fundinum lauk tók hann
upp byssuna, stóð upp og tilkynnti
að hann væri þangað kominn til að
skjóta svart fólk, og hóf skothríð.
Að sögn vitna hlóð hann byssuna
fimm sinnum áður en hann hætti og
yfirgaf kirkjuna.
„Ég verð að gera þetta,“ segir við-
mælandi NBC að Roof hafi sagt,
þegar reynt var að fá hann ofan af
því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið kon-
unum okkar og eruð að taka völdin í
landinu. Og þið verðið að fara.“
Roof er sagður hafa verið rólyndis-
piltur en á Facebook-síðu hans er
mynd af honum í jakka með fána-
merkjum aðskilnaðarstjórnanna í
Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú
heitir Simbabve. Athygli vekur að
margir Facebook-vina hans eru þel-
dökkir.
Kirkjan í Charleston er elsta
kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar
í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún
var stofnuð árið 1791 af hópi svartra
manna, bæði frjálsra og þræla.
Kirkjan brann 95 árum síðar en var
endurreist á 100 ára afmælinu, árið
1891. gudsteinn@frettabladid.is
Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun. is
Í tilefni af kvennafrídeginum og 100 ára afmæli kosningaréttar
kvenna verður lokað hjá okkur í Borgun í dag frá kl. 12:00.
Til hamingju með daginn!
Allar starfsstöðvar og þjónustuver
ríkisskattstjóra verða lokaðar frá kl. 12 í dag
í samræmi við tilmæli ríkisstjórnar Íslands
vegna 19. júní.
Viðskiptavinum er bent á að gagnlegar upplýsingar
er að finna á rsk.is og skattur.is.
Ríkisskattstjóri
- lokað -
Samkvæmt tölum frá Bandarísku
alríkislögreglunni eru fjöldamorð með
skotvopnum framin í Bandaríkjunum
á fárra vikna fresti. Á árunum 2000
til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í
Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega
þúsund manns lífið.
Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum
hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár
tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin.
Flest fjöldamorðin hafa verið framin í
verslunum eða verslunarmiðstöðvum,
en næstflest í skólum. Að minnsta
kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið
framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í
ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í
hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í
bænahúsi gyðinga í Kansas City.
FJÖLDAMORÐ Á
FÁRRA VIKNA FRESTI
Fékk skotvopnið í afmælisgjöf
Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður-
Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. Sagðist vera þangað kominn til að skjóta svart fólk.
DYLANN STORM ROOF Á jakka ódæðismannsins má sjá fána tveggja fyrrverandi
aðskilnaðarríkja í Afríku. NORDICPHOTOS/AFP
SOUTH
CAROLINA
125 miles
200km
Charleston,
Jun 17, 9pm:
Gunman opens
fire inside
church.
White male
suspect at large
Washington
Charleston
ndaríkianB
Mexikó-
flói
Atlants-
hafið
Suður-
Karólína
HATURSMORÐ
Í KIRKJU
Hvítur maður myrti á miðvikudags-
kvöld níu manns í kirkju í Charleston
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
2
-3
3
0
C
1
6
3
2
-3
1
D
0
1
6
3
2
-3
0
9
4
1
6
3
2
-2
F
5
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K