Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 34
Fremur en ætla þetta kristni hæfir að telja lífssýnina hyggindi sem kristni byggir á. Steinar hafði vit á að hætta að mestu níði um Skagamenn eftir að hann hafði skrifað Blandað í svartan dauðann þótt hröslara- legt sjómannalíf hafi leitað inn í smásögur hans síðan hann sendi frá sér þessa skáld- sögu. Til dæmis hina ágætu smásögu „Pourquoi pas?“ Hann var mjög ein- strengingslegur í ádeilu sinni. Og ádeilu- höfundur var hann og af því tagi sem nú virðist með öllu af sér gengið. Þessi stór- kallalæti sem fóru mönnum misvel og hon- um alltaf illa. Tónninn er persónulegastur og áleitnastur í ádeilu hans þegar hann fer ekki beint að hlutunum heldur gerist stríð- inn, ísmeygilegur, nartar í feimnismálin og með æ ágengari hætti. Þetta grípur og keyrir mann áfram við lesturinn og er viðloðandi óværa lengi á eftir. Kannski var hann svona kvikindislegur hið innra. Ekki var maður- inn það sjálfur í viðkynningu eins og þú kannast kannski við. Þetta var gæðalegur og einlægur nákvæmnismaður sem stund- um átti það til að svara afdráttarlaust og jafnan var fylginn sér, það jafnvel í óregl- unni sem öðru. Sennilega er sögumaður fyrri verka hans aðferð sjálfs hans til að komast hjá frekari samfélagslegri mótun en óhjákvæmilegt var, persónugervi víxláhrifa milli manns og umhverfis þar sem hvort tveggja hafnar hinu. Sé þetta aðferð til að komast hjá því að mengast var ekki við öðru að búast en persónugervið yrði ómynd eins og sögumaður Siglíngar. Hann deildi á borgaraskapinn í ljóðræn- um hugleiðingum sem hann kallaði Þú upp úr því að hann sendi frá sér Blandað . . ., Skuggann og síðan Djúpið. Síðan kom ljóðasafnið Landans erþað lag (1976) sem er aðgengilegra en þessi verk öll, léttara á bárunni. Eftir útlitinu að dæma orti Steinar þegar lundin var jafnvægust. Er ekki nærri lagi að segja að fráfall þessa utangarðsmanns til skamms tíma marki tímamót? Þessar sjálfvöktu skáldskapartil- hneigingar sem gáfu af sér sérstæða mann- gerð í íslenska samfélaginu heyri til liðnum tíma? Hinn sérviskulegi maður sem fer einn og utanhallt við allt daglegt líf, á sér sama- stað í óskilgreindum kjallaraskonsum eða kvistherbergjum eða liggur inni hjá kunn- ingjafólki og syndgar endalaust upp á þá náðina. Þú kannast við hann úr eldri sögum Guðbergs. Sjálfur trúði Steinar því að and- inn væri með honum þótt hann hrektist og hann gæti beitt ofureflið vopni andagiftar- innar sem fylgdi sigur fyrr eða síðar. Nú- orðið hlær fólk að yfirlýsingum eins og þeim að ekkert bíti svo biturlega sem hefnd skáldsins. Sérviskan er bara della, af- sprengi hugar sem komist hefur hjá sér- fræðingsmeðferð og sér af þeim sökum allt með frumlegri sjón. Slíkt útsýni er ekki talið merkilegra en þótt maður flytji sig af einum hól á annan til að skoða útsýnið og svo vill til að enginn hefur asnast upp á þann hólinn fyrr. Núorðið er skáldskapur fag- vinna og stafi misbrestir í því sem á skjáinn er sett frá einkalífi skáldsins sem við hann situr eru sérfræðingar boðnir og búnir til að slétta úr misfellunum áður en kemur til útgáfu. Oftast áttar höfundurinn sig á að betur fer eftir en áður. Ef hann gerir það ekki er hann kominn í slóð Steinars og þar vill enginn vera sem ekki er von. Steinar er augljóslega aðalpersónan í Farðu burt skuggi (1971) og að sjá sem hann geri sér grein fyrir helstu ágöllum sínum þar. Hann dregur ekki dul á ráðleysið 32 TMM 1993:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.