Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 45
syngur ekki, hún er „barmafull af hryggð“ og með því að tilheyra til hálfs „undirheim- um“ vísar hún strax til dauðans. Vatn tengist reyndar oft dauðsföllum hjá Lorca, sérstak- lega eru drukknuð börn skáldinu hugleikin. En það vatn sem bömin dmkkna í er ævin- lega kyrrt, bmnnar og vatnsból; rennandi vatn er skáldinu hins vegar tákn frjósemi og lífskrafts, einsog blóðið. Að vatn tákni sköpunarkraft lífsins liggur beint við hjá skáldi frá Andalúsíu, það er eðli vatnsins að gera jörðina frjóa, svala lífsþorsta moldar- innar. í verkum Lorca er einfaldast að benda á hliðstæðu í leikritinu Yermu, þar sem sjálfur titillinn tengir aðalpersónuna við ófrjótt land, þurrt land, Hrjóstra gæti hún heitið hjá róttækum íslenskara. Hana vantar vatn, nýtt blóð af sínu blóði. Ég held að viðlag spænska textans víki einmitt beint að spurningunni um frjósemi: Duérmete, clavel, que el caballo no quiere beber. Duérmete, rosal, que el caballo se pone a llorar. Sofnaðu, nellika, / því hesturinn vill ekki drekka. / Sofnaðu, rósarunni, / því hesturinn brestur f grát. * Sof þú, baldursbrá, því mannlaus bíður hestur úti í á. Blunda, rósin rjóð, því niður hestsins vanga vætlar blóð. Spænska skáldið biður gróður jarðar að sofna — blómstra ekki, getum við ályktað — því hesturinn vilji ekki drekka og gráti; íslenska skáldið biður gróðurinn að sofa því hesturinn standi mannlaus úti í ánni, mann- laus og blóðugur. Samhengið í orðræðu íslenska ljóðsins virðist vera eitthvað á þá leið að baminu sé sagt að sofa einsog blóm- in því úti sé eitthvað óhreint á kreiki: við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Sam- hengi spænska textans virðist vera að bam- ið eigi að sofna því náttúran sé að sofna, og hún sofni af því að hesturinn vilji ekki drekka vatnið. Annars hlýtur túlkun á þess- um ljóðlínum spænska textans að taka mið af leikritinu sem hann er hluti af, en þar líkir Lorca mannfólkinu markvisst og stöðugt við blóm og jurtir, gróður sem vex upp af jörðinni, þarf vatn og sem hægt er að skera og höggva „í blóma lífsins". Á tveimur öðrum stöðum í leikritinu er minnst á nell- ikur,6 og í báðum tilfellunum eru þær tengd- ar karlmennsku og frjósemi; rósir tengjast auðvitað konum og kvenleika, enda minna útspmngnir knúppar rósarinnar á fagurlega þrútna skapabarma. Bamið sjálft er hins vegar tengt þriðju jurtinni: „Mi niho está como una dalia“ segir móðirin um sveininn þegar söngnum er lokið: „bamið mitt lítur út einsog glitfífill". Gróður jarðar á semsagt að sofna í mynd beggja kynja, eða kynin í mynd jurta, þau geta ekki blómstrað af því að hesturinn vill ekki drekka vatnið. En af hverju þarf hest- urinn að drekka vatnið? Þorstinn Hestar koma víða fyrir í ljóðum og leik- ritum Lorca. Segja má að tákngildi þeirra sé tvenns konar: í reiðmannsljóðunum eins- og „Söng reiðmannsins", sem hefur verið þýddur oftar en einu sinni á íslensku, kemur hesturinn fram sem verkfæri feigðarinnar: reiðmennirnir em allir á leið í dauðann. TMM 1993:2 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.