Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 49
um eða slefu sem glitrar í skini mánans.
Magnús dregur okkur hins vegar sífellt
dýpra niður í heim dauða og óhugnaðar.
Lemstraður hesturinn, feigur feigðarboði,
er hálfur á kafi í sjálfu ,,heljarfljótinu“,
miðja vegu „milli bakka og áls“, lífs og
dauða, er það ekki? „Klettafjallsins veggir“
minna óneitanlega á þriðja erindið í
„Hvarfi séra Odds“, þar sem „Vötn í klaka
kropin / kveða á aðra hlið, / gil og gljúfur
opin / gapa hinni við.“
Eftir þetta snöggskiptir um svið í ljóðinu
og um leið snarnálgast textamir tveir.
Sussu bía
|No vengas! Detente,
cierra la ventana
con rama de sueiios
y sueno de ramas.
Mi niiio se duerrne.
Mi nino se calla.
Caballo, mi nino
tiene una almohada.
Su cuna de acero.
Su colcha de holanda.
Nana, niiio, nana.
jAy caballo grande
que no quiso el agua!
jNo vengas, no entres!
Vete a la montana.
Por los valles grises
donde está la jaca.
Svæfum ljúfling ljóði,
langt er til dags.
Far þú héðan, Faxi!
Fyrir gluggann vaxi
hlynur dýrra drauma,
draumur undir hlyn.
Senn á sveinninn væni
svefninn fyrir vin.
Hesturúti íhúmi!
Héma er bam í rúmi
sveipað silki og ull.
Sæng með svanadúni,
sjálf er vaggan gull!
Stóri, hvíti hestur,
háskans næturgestur!
Ber þig brott að skunda!
Bak við fjöll og dali
fagurtoppa og tryppi
tölta um heiðarmó.
í þeim rúmum tveimur erindum sem eftir
eru virðist sem hesturinn sé að sækja að
húsi mæðgnanna og bamsins. Þetta er svo-
lítið einkennilegt, hesturinn er allt í einu
orðinn beinn ógnvaldur. En í leikritinu er
hægt að skýra þetta í senn á plani atburð-
anna og hinu symbólska plani: faðirinn
nálgast á hesti sínum, sem er á vissan hátt
hestur ljóðsins, tákn ástríðunnar sem kon-
umar vita að ógnar heimilinu. Mæðgumar
reyna að kveða ástríðuna niðureinsog djöf-
ul, freista hestsins með hryssu í haga. í gerð
Magnúsar fylgir hryssunni tryppi og hesta-
fjölskyldan „töltir um heiðarmó" en á
spænskunni er eins líklegt að freistingin
liggi meira á hvatasviðinu og umhverfið er
„gráir dalir“ í fjöllum fjarlægðarinnar.
Einnig í þýðingunni er skiljanlegt að sú
sem syngur vilji ekki sjá hestinn Faxa í
heimsókn til bamsins, sennilega dauðan og
afturgenginn og alla vega gegndrepa af
feigð. í báðum ljóðunum er það svefninn
sem getur vemdað drenginn.
Mi nino se duerme. Loks má ljúfur blunda.
Mi nino descansa. Ljúfúr hefur ró.
Duérmete, clavel, Sof þú, baldursbrá
que el caballo no quiere því mannlaus stendur
beber. hestur úti í á.
Duérmete, rosal, Blunda, rósin rjóð,
que el caballo se pone af hestsins augum hníga
a llorar. tár og blóð.
Ekki koma! Stansaðu, / lokaðu glugganum / með
grein drauma / með draumi greina. / Bamið mitt
sefur. / Bamið mitt þagnar. // Hestur, bamið mitt /
á svæfil. / Vögguna sína úr stáli. / Dýnuna sína úr
líni. / Vísa, bam(ið mitt), vísa. / Æ, stóri hestur, /
sem vildi ekki vatnið! / Ekki koma, komdu ekki
inn! / Farðu til fjalis, / um hina gráu dali / þar sem
hryssuna er að finna. // Bamið mitt sefur. / Barnið
mitt hvílist. // Sofðu nellika, o.s.frv.
Ég ætla ekki að velta frekar fyrir mér hvern-
ig þessi erindi breytast í meðförum Magn-
úsar en get þó ekki stillt mig um að minnast
á eitt atriði: Á svipaðan hátt og nafnlaus
hestur Lorca er kallaður Faxi á íslensku og
frumefnið vatn er séð sem á eða heljarfljót,
verða greinarnar „hlynur“: hreyfingin er
TMM 1993:2
47