Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 59
sem dómari hefur hann kastað skáldskapn- um frá sér, ræður ekki lengur við skáldskap- inn því hann hefur fengið sjálfstætt og óviðráðanlegt líf í Sólveigu. Samruni and- stæðnanna hefur eyðilagt líf Ásmundar. Hinn skelfilegi klofningur hans er alger, sáttin engin. Dómarinn Ásmundur hefur fyrirgert Sólveigu, skáldinu í sjálfum sér. Sögumaðurinn Til að skilja betur hremmingar Ásmundar er nauðsynlegt að líta á sögumann Grámos- ans. Hver er hinn alvitri sögumaður sem segir jöfnum höndum frá lífi hálfsystkin- anna og reynslu og hugsunum Ásmundar? Mitt svar við þessari spurningu er Ás- mundur sjálfur; það er Ásmundur sem er sögumaðurinn í verkinu. Þetta svar grund- vallast á þremur atriðum: misræmi eða brotum í frásagnarhættinum, misræmi í frá- sögninni, og þeirri hugmynd að eini mögu- leiki Ásmundar útúr þessum hremmingum sé að segja frá upplifun sinni. Misræmið í frásagnarhættinum byggist á flakki milli tíða og persónufomafna. Þetta flakk brýtur textann upp og myndar hinn táknræna þátt sögumannsins. Dæmi um þetta er td. að finna í baðstofutalinu á áningarstaðnum. Ásmundur er búinn að virða bóndann fyrir sér en svo kemur eftir- farandi kafli: Orðið er hjá okkur, sagði [bóndinn] fast- mæltur. Svona sér hann bóndann fyrir sér. Kannski hafði ég aldrei séð hann fyrr. Og hann fór að segja bóndanum frá ýmsu sem þegar var farið að berast hingað til að létta erfiðið þessum mönnum, (79-80) Þarna er hin hefðbundna 3. persónu þátíðar frásögn brotin upp með 3. persónu nútíð og 1. persónu þáliðinni tíð. Þetta brot færir lesandann frá þeim tíma sem sagan gerist á, yfir á skriftímann þar sem Ásmundur, löngu seinna, situr og skrifar þessa sögu. Annað dæmi er að ftnna í frásögninni af systkinunum og samtali þeirra: Þú hinn ungi faraó. Og ég er egypzka prinsessan; systir þín og kona; kynjuð frá guðum. Þegar þessi orð höfðu borizt til hans, hélt maðurinn pennanum yfir svörtu blekinu í húsi þess, og vísaði oddinum upp; í bið. Syndagjöld, hugsar hann: Sjálfframdar hefndir. Hann gat ekki lengur séð þessi augu, þetta stolt. Þennan ögrandi orðlausa svip sem fylgdi honum. (98) Sögumaðurinn Ásmundur hefur greinilega horfst í augu við þessa konu, systurina Sól- veigu, og kemst ekki hjá því að minnast þess þegar hann síðar skáldar þetta samtal systkinanna. Og síðasta dæmið hér er frá fyrri púns- drykkju Ásmundar og séra Stefáns. Því er lýst hve þol þeirra er misjafnt við drykkjuna og hvernig presturinn sofnar fram á borðið. En svo stendur: Nei, hugsar Ásmundur síðar. Nei, segir hann. Misminnti hann þá þetta? Hafði hann skáldað því að sjálfum sér að Stefán prestur hefði hneigt sitt höfuð á borðið, og skellt toddýglasi sínu svo í hár hans hefði runnið og á hendur? Að vínið hefði svifið svo á hann, var það misminni? Diktur. (...) Hafði hann þá sjálfur rétt hlut sinn með sjálfvirkni minnisins til hagræðis? Þegar hann fór að grafast fyrir þetta með TMM 1993:2 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.