Fréttablaðið - 16.06.2015, Blaðsíða 4
16. júní 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SPURNING DAGSINS
Héraðsskólinn að Núpi Dýrafirði 1907-1992
Kæru fyrrverandi nemendur, kennarar og starfsfólk.
Nú fer að koma að tímamótum, 110 ár frá stofnun Núpsskóla. Til
stendur að gefa út bók af því tilefni og að eiga endurfundi á Núpi Jóns-
messuhelgina 2017. Undirbúningur er hafinn í höndum stjórnar Holl-
vina Núpsskóla.
Við hvetjum ykkur til að gerast Hollvinir Núpsskóla og senda upp-
lýsingar á póstfangið nupsskoli@nupsskoli.is með kennitölu, nafni,
heimilisfangi og netfangi, svo við getum sent ykkur fréttabréf og nánari
upplýsingar.
Með bestu kveðju.
Stjórn Hollvina Núpsskóla
Dagur, þarf að fara fram mat á
Hlemmi?
Já, ef við viljum að markaðurinn
hafi eitthvert kjöt á beinunum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sér fyrir sér
að matarmarkaður rísi á Hlemmi innan tíðar.
Auglýst verður eftir rekstraraðilum á Hlemmi
á næstunni.
BYGGÐAMÁL Lagt er til að Gríms-
ey verði gefinn 400 tonna
byggðakvóti, að ferjusigling-
um verði fjölgað umtalsvert
sem og áætlunar flugi, húshitun
í eynni verði endurbyggð sem
og að Íslands-
banki afskrifi
vaxtakostnað og
endursemji um
lán við sjávar-
útvegsfyrirtæki
í eynni. Beinn
kostnaður hins
o pi nb er a a f
þessum hug-
my n d u m e r
áætlaður í kringum fimm hund-
ruð milljónir króna.
Aðgerðahópur um að hjálpa
atvinnulífi og byggð í Grímsey
leggur þessa tillögu á borð for-
sætisráðherra. Í hópnum sátu
Höskuldur Þórhallsson og Stein-
grímur J. Sigfússon sem þing-
menn kjördæmisins, Ingi Björns-
son og John Júlíus Cariglia frá
Íslandsbanka, Þorvaldur Lúðvíks
Sigurjónsson frá Atvinnuþróun-
arfélagi Eyjafjarðar og lögmaður
útgerðar aðila. Fulltrúi Akureyrar
var Matthías Rögnvaldsson, for-
seti bæjarstjórnar.
Eiríkur Björn Björgvinsson,
bæjarstjóri Akureyrar, segir það
skipta miklu máli að ná lausn á
þeim vanda sem byggð í Grímsey
stendur frammi fyrir. „Búseta í
eynni á sér um 800 ára sögu og ég
trúi því að allir Íslendingar vilji
viðhalda byggð í eynni. Það er
einnig ljóst að allir þeir aðilar sem
koma að borðinu þurfa að leggja
sitt af mörkum til þess að það tak-
mark náist,“ segir Eiríkur Björn.
Lagt er til að Grímsey fái 400
tonna byggðakvóta og að Byggða-
stofnun og ráðuneyti atvinnu-
mála móti reglur um hvernig
veiðiheimildir nýtist sem best
til að styrkja veiðar og vinnslu í
Grímsey. Kvótinn er metinn á um
160 milljónir króna.
Einnig er lagt til að innanrík-
isráðuneytið leggi til fjárveit-
ingu til að fjölga ferðum Sæfara
sem siglir milli lands og eyjar
allt árið um kring og að fjölga
flugferðum milli Akureyrar og
Grímseyjar.
Í þriðja lagi er lagt til að haf-
inn verði undirbúningur að því
að byggja upp hitaveitu í Gríms-
ey sem mun kosta um 80 milljón-
ir króna.
Í fjórða lagi er lagt til að Akur-
eyrarbær og Byggðastofnun
starfi saman með málefni Gríms-
eyjar og að fleiri tækifæri verði
skoðuð fyrir byggð í eynni.
Matthías Rögnvaldsson segir
vinnuna hafa gengið ágætlega.
„Við í nefndinni skoðuðum til að
mynda styrki við ferjuflutninga til
Vestmannaeyja og við erum í raun
að setja fram sams konar tillög-
ur og er verið að vinna með þar,“
segir Matthías. sveinn@frettabladid.is
Vilja bráðaaðgerðir til
bjargar byggð í Grímsey
Aðgerðahópur um að bjarga byggð í Grímsey hefur sent forsætisráðherra bréf með tillögum sem gætu rennt
stoðum undir byggð í eynni. Lögð er til fjölgun ferju- og flugferða, bætt kynding og byggðakvóti handa Grímsey.
EIRÍKUR BJÖRN
BJÖRGVINSSON
BROTHÆTT BYGGÐ Ef ekkert verður að gert er líklegt að byggð í Grímsey leggist af á næstu árum. Fyrirtæki eru yfirskuldsett
og þurfa aðstoð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Við í
nefndinni
skoðuðum til
að mynda
styrki
við ferju-
flutninga til
Vestmanna eyja og við
erum í raun að setja fram
sams konar tillögur.
Matthías Rögnvaldsson,
forseti bæjarstjórnar á Akureyri
KJARAMÁL Yfir fjörutíu hjúkrunarfræðingar á Land-
spítalanum sögðu upp störfum í dag. Mikil ólga er
meðal þeirra vegna lagasetningar á verkfall.
„Við höfum fengið staðfest og skjalfest 42 upp-
sagnarbréf í dag. Það bætist við 21 uppsögn sem
áður var komin frá geislafræðing-
um, og það kann að vera að fleiri
séu á leiðinni,“ sagði Páll Matthías-
son, forstjóri Landspítalans, í við-
tali við fréttastofu í gær.
Fjöldi hjúkrunarfræðinga til við-
bótar er sagður íhuga að segja upp
störfum, vegna lagasetningarinnar
á verkfall þeirra. „Ég mun skila
inn uppsögn. Ég er alveg ákveðin
í því,“ segir Hrönn Hreiðars dóttir
svæfingarhjúkrunar fræðingur.
„Maður finnur það að fólk er reitt,“ segir Vigdís
Árnadóttir skurðhjúkrunarfræðingur.
Páll segir mikið áhyggjuefni ef allar uppsagnirn-
ar koma til með að standa. „Það er náttúrulega bara
nokkuð sem ég vil ekki hugsa um,“ segir Páll. „Við
megum engan mann missa og ég held að við eigum
ekki að ganga út frá því að allt þetta frábæra starfs-
fólk hætti, heldur að ganga út frá því að fundin
verði lausn og sátt. Þannig að allt okkar góða starfs-
fólk geti áfram unnið að uppbyggingu heilbrigðis-
kerfisins.“ - lvp
PÁLL MATTHÍAS-
SON
MÓTMÆLI Hjúkrunarfræðingar og félagsfólk BHM mótmælti
á Austurvelli á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Við megum engan mann missa, segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH:
Á fimmta tug sögðu upp í gær
SAKAMÁL Höggmynd Steinunnar
Þórarinsdóttur sem stolið var í síð-
ustu viku í Kaupmannahöfn fannst
á svölum íbúðar í borginni á sunnu-
dag. Verkið hafði verið til sýnis á
bekk við Amagertorg og var eitt af
rúmlega tuttugu listaverkum Stein-
unnar sem eru nú til sýnis víðs
vegar um borgina.
Útlit er fyrir að þjófarnir hafi
skilið verkið eftir við Kóngsins
nýjatorg en þaðan tók annar maður
styttuna. Sá fór með hana heim til
sín í leigubíl. Steinunn segir mann-
inn líklega ekki hafa þorað að
geyma verkið lengur eftir að málið
komst í hámæli.
Málið vakti athygli eftir að mynd-
ir af upphaflega þjófnaðinum rötuðu
í fjölmiðla. Myndina tók íslenskur
ferðamaður sem átti leið hjá.
Eigandi íbúðarinnar hringdi loks í
eiganda gallerísins sem sér um sýn-
inguna ásamt borginni og tilkynnti
um verknaðinn.
„Það er auðvitað eðlilegt að verk
eins og þetta verði fyrir núningi þar
sem það er sett upp í almannarými í
stórborg og þá verður bara að taka á
því. Kaupmannahafnarborg og Gall-
eri Christoffer Ege lund tóku mynd-
arlega á málinu og svo auðvit að frá-
bær íslensk kona sem var á Strikinu
að nóttu til og tók myndirnar sem
réðu úrslitum,“ segir Steinunn Þór-
arinsdóttir. Sýning hennar mun
standa yfir í allt sumar. - þea
Stolin stytta Steinunnar Þórarinsdóttur sást á svölum íbúðarhúss í Kaupmannahöfn síðasta sunnudag:
Tóku styttuna með sér heim í leigubíl
ÞJÓFNAÐUR Höggmynd eftir Steinunni
Þórarinsdóttur var stolið af bekk í Kaup-
mannahöfn. MYND/STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR
ELDSVOÐI Eldur kviknaði í húsi
Bílaleigu Akureyrar í Skeifunni
í gær þegar smiðir voru að vinna
með logsuðutæki á efri hæð húss-
ins. Loginn barst í þakpappa sem
kviknaði í.
Slökkvilið var kallað á staðinn
um klukkan þrjú og tókst vel að
slökkva eldinn.
Bílaleiga Akureyrar er til húsa
í Skeifunni 9 og stendur við hlið
svæðisins þar sem eldurinn í
þvottahúsinu og efnalauginni Fönn
kviknaði fyrir um ári.
Skaðinn í þessum bruna varð þó
öllu minni en í þeim bruna. - þea
Eldsvoði í Skeifunni í gær:
Kviknaði í út
frá logsuðutæki
BRUNI Eldur kviknaði í húsnæði Bíla-
leigu Akureyrar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HEILBRIGÐISMÁL Svifryk var yfir
heilsuverndarmörkum á höfuð-
borgarsvæðinu í gær. Heilbrigðis-
eftirlit Reykjavíkur segir um að
ræða ryk eða þurra mistur sem
berst af landinu til borgarinnar
með austlægum áttum.
Eftir hádegi í gær mátti sjá hálf-
tímagildi svifryks við mælistöð-
ina á Grensásvegi yfir 320 míkró-
grömm á rúmmetra. Í gærkvöldi
voru loftgæði sögð slæm á öllum
mælistöðvum í Reykjavík.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
fylgist náið með loftgæðum í borg-
inni og sendir frá sér viðvaranir
og leiðbeiningar ef ástæða þykir
til. - ngy
Aukið svifryk í borginni:
Mengun yfir
mörkum í gær
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
C
-C
C
8
C
1
6
2
C
-C
B
5
0
1
6
2
C
-C
A
1
4
1
6
2
C
-C
8
D
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K